
Deila Íslands og Iceland Foods

Ísland hafði enn á ný betur í nafnadeilunni við Iceland Foods
Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur vísað frá áfrýjun Iceland Foods í deilu verslunarkeðjunnar og íslenskra stjórnvalda vegna vörumerkjaskráningar á orðinu Iceland. Skráning verslunarkeðjunnar er því ógild.

„Við erum hér til að sækja vernd fyrir nafnið á landinu okkar“
Munnlegur málflutningur í máli íslenskra stjórnvalda gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods vegna vörumerkjaskráningar verslunarkeðjunnar á orðinu Iceland hófst í morgun.

Til marks um hve mikilvægt Iceland-málið er talið vera
Það að fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hlýði á munnlegan málflutning í deilu íslenskra yfirvaldra og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er talið til marks um hversu mikilvægt málið er talið vera. Vonast er til þess að niðurstaðan verði fordæmisgefandi.

Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað
Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli.

Telja ekkert gefa grænt ljós á að ríkjaheiti njóti verndar frá vörumerkjaskráningu
Breska verslunarkeðjan Iceland Foods telur að markmið íslenskra stjórnvalda í deilunni um yfirráð yfir vörumerkinu Iceland sé að koma á fót reglu þess efnis að undir engum kringumstæðum verði hægt að skrá ríkjaheiti sem vörumerki. Iceland Foods telur að þetta eigi sér enga stoð í reglugerðum eða alþjóðasáttmálum.

Íslandi barst liðsauki frá Sviss í deilunni gegn Iceland Foods
Svissnesk samtök sem hafa það hlutverk að vernda orðspor þarlendrar framleiðslu hafa komið Íslandi til stuðnings í deilunni við bresku verslunarkeðjuna Iceland Foods. Framkvæmdastjóri samtakanna telur líklegt að deilan muni á endanum fara fyrir Evrópudómstólinn.

Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni?
Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku.

Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið
Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019.

Að eigna sér Ísland
Þrátt fyrir uppgang og vinsældir undanfarinna ára hefur Ísland sannarlega ekki alltaf verið stórasta land í heimi.

Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland ógilt
Hugverkastofa Evrópu, EUIPO, hefur ógilt vörumerkjaskráningu bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd. á orðinu Iceland í Evrópusambandinu.

Jón Ásgeir um Iceland-nafnadeiluna: Buðumst til að klára þetta fyrir tíu árum
Segir að lítið mál sé að leysa deiluna.

Walker fór illa með víking í jólaboði Iceland
Virðist ekki hafa miklar áhyggjur af nafnadeilu Iceland Foods við íslensk stjórnvöld.

Iceland sendir sendinefnd til Íslands til að leysa nafnadeiluna
Vilja finna sameiginlega lausn á deilunni.

Framkvæmdastjóri Iceland segir nafnadeilu við Ísland byggða á misskilningi
Hefði fyrirtækið vitað að slagorðið Inspired by Iceland væri notað af íslenskum stjórnvöldum þá hefði það brugðist við á annan hátt að sögn framkvæmdastjóri Iceland, Nick Canning.

Ísland stefnir Iceland vegna vörumerkisins
Utanríkisráðuneytið hefur gripið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods.

Samningatilraunir við Iceland „hafa engu skilað“
Utanríkisráðuneytið hefur gripið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods

Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið
Breska matvöruverslanakeðjan Iceland hefur nýtt sér þá auknu athygli sem Iceland vekur erlendis. Íslenskir framleiðendur hafa áhyggjur af því að fyrirtækið vilji takmarka notkun annarra á vörumerkinu Iceland.