Abe segir TPP tilgangslaust án þátttöku Bandaríkjanna Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2016 10:05 Shinzo Abe er forsætisráðherra Japans. Vísir/AFP Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að fríverslunarsamstarf Kyrrahafsríkja (TPP) sem unnið hefur verið að síðustu sjö árin, sé tilgangslaust án þátttöku Bandaríkjanna. Fjarvera Bandaríkjanna eyði jafnvægi þess ábata sem þátttökuríki myndu njóta góðs af í samstarfinu. Abe lét orðin falla í kjöfar ávarps Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem sagðist ætla að draga Bandaríkin úr samstarfinu á fyrstu dögum sínum í embætti.Financial Times segir að með orðum sínum sé Abe að draga verulega úr vonum annarra þátttökuríkja um að halda viðræðum áfram. Þá sé um leið verið að gefa Kínverjum færi á að leitast eftir myndun víðtæks viðskiptasamnings Asíu- og Kyrrahafsríkja. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, segist þó ekki hafa gefið upp alla von um að TPP geti enn orðið að veruleika, með þátttöku Bandaríkjanna. Segist hann vonast til að Trump muni snúast hugur. Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í ávarpi sem hann birti á netinu í gærkvöldi þar sem hann fór yfir fyrstu verk sín á forsetastóli. TPP samningarnir eru samningar um fríverslun á milli tólf ríkja sem öll liggja að Kyrrahafinu. Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. Samningurinn hefur verið undirritaður en ríkin sem um ræðir eiga þó enn eftir að staðfesta hann heima fyrir og ef Trump fær sínu fram verða Bandaríkjamenn ekki meðal samningsaðila. Þau ríki sem taka þátt í samstarfinu eru Ástralía, Brunei, Kanada, Chile, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr, Vítenam, auk Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að fríverslunarsamstarf Kyrrahafsríkja (TPP) sem unnið hefur verið að síðustu sjö árin, sé tilgangslaust án þátttöku Bandaríkjanna. Fjarvera Bandaríkjanna eyði jafnvægi þess ábata sem þátttökuríki myndu njóta góðs af í samstarfinu. Abe lét orðin falla í kjöfar ávarps Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem sagðist ætla að draga Bandaríkin úr samstarfinu á fyrstu dögum sínum í embætti.Financial Times segir að með orðum sínum sé Abe að draga verulega úr vonum annarra þátttökuríkja um að halda viðræðum áfram. Þá sé um leið verið að gefa Kínverjum færi á að leitast eftir myndun víðtæks viðskiptasamnings Asíu- og Kyrrahafsríkja. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, segist þó ekki hafa gefið upp alla von um að TPP geti enn orðið að veruleika, með þátttöku Bandaríkjanna. Segist hann vonast til að Trump muni snúast hugur. Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í ávarpi sem hann birti á netinu í gærkvöldi þar sem hann fór yfir fyrstu verk sín á forsetastóli. TPP samningarnir eru samningar um fríverslun á milli tólf ríkja sem öll liggja að Kyrrahafinu. Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. Samningurinn hefur verið undirritaður en ríkin sem um ræðir eiga þó enn eftir að staðfesta hann heima fyrir og ef Trump fær sínu fram verða Bandaríkjamenn ekki meðal samningsaðila. Þau ríki sem taka þátt í samstarfinu eru Ástralía, Brunei, Kanada, Chile, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr, Vítenam, auk Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00