Forfaðir Donalds Trump hét Þormóður Ljótsson Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2016 19:02 Líkur benda til að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, og íslenskar konur eigi sameiginlegar rætur á norrænasta svæði Bretlandseyja en móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Magnús Jónsson sagnfræðing og Agnar Helgason, líffræðilegan mannfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í þáttaröðinni Landnemarnir á Stöð 2 hafa rætur íslensku þjóðarinnar á Suðureyjum við Skotland verið skoðaðar en Magnús Jónsson sagnfræðingur fer þangað reglulega með hópa Íslendinga í skoðunarferðir. Norskir fjölmiðlar hafa nú rakið rætur Donalds Trump til norrænna manna á sömu slóðum í gegnum móður hans, Mary Anne MacLeod, en forfaðir hennar hét Ljótur. Ætt Ljóts skiptist í tvo ættboga í gegnum syni hans, sem hétu Þorkell og Þormóður, en í skoskum ritum eru þeir nefndir Torquil og Tormod MacLeod. „Þormóður þessi er ættfaðir þeirra á Ljóðhúsum,“ segir Magnús en tekur fram að hann hafi verið uppi í kringum 1300 löngu eftir að Ísland var fullnumið. Magnús Jónsson sagnfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Móðir Donalds Trump var frá bænum Tungu á Ljóðhúsum en svo var eyjan Lewis nefnd í fornsögum. Þar er allt morandi í norrænum örnefnum. „Á Kjalarnesi, í Kjós og í kringum Akranes eru mörg örnefni sem tengjast sömu örnefnum og á Ljóðhúsum,“ segir Magnús. Það er talið benda til þess að landnámsmenn þar hafi margir komið frá þessari eyju á Suðureyjum. Afkomendur Ketils flatnefs, Auður djúpúðga, Björn austræni, Helgi bjólan og Þórunn hyrna, eru nöfn úr landnámssögunni sem tengjast Suðureyjum. Og það er fleira en fornsögurnar og örnefnin. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar sýna sérstæð tengsl milli íslenskra kvenna og kvenna frá Suðureyjum. Þannig fundust tvö afbrigði hvatbera erfðaefnis einungis í Íslendingum og Suðureyingum, og hvergi annars staðar í heiminum, sem bendir til að konur ættaðar frá Suðureyjum hafi verið áberandi í landnámshópnum, að sögn Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu.Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við Íslendingar eru náskyldir Suðureyingum í kvenlegg. Hvatberaerfðaefni okkar er margt hvert alveg eins og við finnum á Suðureyjum. Þannig að það má segja að umtalsverður fjöldi af konum hafi komið þaðan til Íslands. Hvort það gerir okkur skyld Donald Trump veit ég ekki en það gæti verið,“ segir Agnar. Magnús Jónsson fer einnig varlega í að fjölyrða um skyldleika Íslendinga við Donald Trump. „En vissulega ef við getum teygt okkar forfeður á þetta svæði þá getur hann gert það alveg eins,“ segir Magnús. Móðir Donalds Trump, Mary Anne MacLeod, lést árið 2000, en faðir hans, Frederick Christ Trump, lést árið 1999. Bretland Donald Trump Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Líkur benda til að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, og íslenskar konur eigi sameiginlegar rætur á norrænasta svæði Bretlandseyja en móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Magnús Jónsson sagnfræðing og Agnar Helgason, líffræðilegan mannfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í þáttaröðinni Landnemarnir á Stöð 2 hafa rætur íslensku þjóðarinnar á Suðureyjum við Skotland verið skoðaðar en Magnús Jónsson sagnfræðingur fer þangað reglulega með hópa Íslendinga í skoðunarferðir. Norskir fjölmiðlar hafa nú rakið rætur Donalds Trump til norrænna manna á sömu slóðum í gegnum móður hans, Mary Anne MacLeod, en forfaðir hennar hét Ljótur. Ætt Ljóts skiptist í tvo ættboga í gegnum syni hans, sem hétu Þorkell og Þormóður, en í skoskum ritum eru þeir nefndir Torquil og Tormod MacLeod. „Þormóður þessi er ættfaðir þeirra á Ljóðhúsum,“ segir Magnús en tekur fram að hann hafi verið uppi í kringum 1300 löngu eftir að Ísland var fullnumið. Magnús Jónsson sagnfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Móðir Donalds Trump var frá bænum Tungu á Ljóðhúsum en svo var eyjan Lewis nefnd í fornsögum. Þar er allt morandi í norrænum örnefnum. „Á Kjalarnesi, í Kjós og í kringum Akranes eru mörg örnefni sem tengjast sömu örnefnum og á Ljóðhúsum,“ segir Magnús. Það er talið benda til þess að landnámsmenn þar hafi margir komið frá þessari eyju á Suðureyjum. Afkomendur Ketils flatnefs, Auður djúpúðga, Björn austræni, Helgi bjólan og Þórunn hyrna, eru nöfn úr landnámssögunni sem tengjast Suðureyjum. Og það er fleira en fornsögurnar og örnefnin. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar sýna sérstæð tengsl milli íslenskra kvenna og kvenna frá Suðureyjum. Þannig fundust tvö afbrigði hvatbera erfðaefnis einungis í Íslendingum og Suðureyingum, og hvergi annars staðar í heiminum, sem bendir til að konur ættaðar frá Suðureyjum hafi verið áberandi í landnámshópnum, að sögn Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu.Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við Íslendingar eru náskyldir Suðureyingum í kvenlegg. Hvatberaerfðaefni okkar er margt hvert alveg eins og við finnum á Suðureyjum. Þannig að það má segja að umtalsverður fjöldi af konum hafi komið þaðan til Íslands. Hvort það gerir okkur skyld Donald Trump veit ég ekki en það gæti verið,“ segir Agnar. Magnús Jónsson fer einnig varlega í að fjölyrða um skyldleika Íslendinga við Donald Trump. „En vissulega ef við getum teygt okkar forfeður á þetta svæði þá getur hann gert það alveg eins,“ segir Magnús. Móðir Donalds Trump, Mary Anne MacLeod, lést árið 2000, en faðir hans, Frederick Christ Trump, lést árið 1999.
Bretland Donald Trump Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59