Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson skrifar 30. nóvember 2016 15:33 Í neikvæðnisgrautnum sem er á borðum flestra landsmanna grassera fyrirbæri sem bíða þess í ofvæni að skjóta sér upp á yfirborðið og heltaka allt. Hneykslun og neikvæðni. Í krafti þessarar hneysklunar gefur fólk sér það leyfi að dreifa óhróðri, neikvæðni og kaldhæðni. Það bíða allir í skotgröfunum eftir næstu mistökum, eftir því að einhver eða einhverjir misstígi sig. Þegar það svo gerist hefst keppnin um hver nær að vera hneykslaðastur, ná að gera grín að því á sniðugasta háttinn á twitter eða facebook og láta alla vita að þú samþykkir sannarlega ekki svona mistök. Því það virðast nánast allir vera syndlausir á samfélagsmiðlunum. Nýjasta dæmið er umfjöllun Kastljóss um Brúnegg. Að mörgu leyti var þetta mjög einhliða umfjöllun alveg eins og þáttaröð Netflix, How To Make A Murderer, var. Það sprakk allt. Nú var sko tækifæri til þess að hneykslast all svakalega og græða nokkur like í leiðinni. Í samhengi hlutanna er þetta hvorki stórt atvik né stórmál. Auðvitað er hægt að drepa alla umræðu með „en það er stríð í Sýrlandi“, en það er þessi tilfinningagusugangur Facebooklífsins sem er svo leiðinlegur, yfirborðskenndur, einhliða og í mörgum tilfellum gerast þeir sömu sem eru að gagnrýna sig seka um sams konar ofbeldi og þeir eru einmitt að kvarta yfir. Nú er ég ekki að segja að umfjöllunin hafi ekki rétt á sér eða að verja fyrrum starfshætti Brúneggja á nokkurn hátt, heldur að orðum fylgir ábyrgð og að oftast þarf maður að byrja á því að taka til í eigin garði áður en maður fer að kvarta yfir rusli í garði nágrannans. Eins og kunningi minn Kjartan Atli sagði á Twitter, „Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?” Og hann hefur nokkuð til síns máls. Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?— Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) November 29, 2016 Aftur er það þannig að það er auðvelt að slá allt út af borðinu með svona röksemdarfærslu, en heimurinn virðist vera orðinn þannig að það er ekki hægt að komast undan því að vera móralskt sekur. Bara ef allir væru jafn góðir og þeir láta líta út fyrir á netinu. Samfélagsmiðlar eru partur af lífi okkar allra í dag, því verður ekki breytt og því þarf ekkert að breyta. En við þurfum að átta okkur á því hvar okkar ábyrgð, notenda þessara samfélagsmiðla, liggur. Sjálfur hef ég staðið mig að því að átta mig ekki á þessari ábyrgð. Við þurfum að átta okkur á því að við stjórnum því hvað við segjum og hvernig við segjum það. Við stjórnum því hvort við séum jákvæð eða neikvæð. Þegar mest ber á neikvæðninni hugsa ég til sumarsins sem leið. Þegar karlalandsliðið okkar í fótbolta var að taka þátt á EM í fyrsta skipti. Við vorum öll í sama liði. Jákvæðnin var alsráðandi og allir mínir vinir og kunningjar eru sammála um það að andinn yfir landinu var allt annar. En svo kláraðist mótið og sumarið leið undir lok, gleðivíman fór að dofna, og með haustinu kom myrkrið sem lagðist á allt og alla. Kærleikur, jákvæðni og bjartsýni munu alltaf standa uppi sem sigurvegarar á móti neikvæðni og svartsýni. Það á að gagnrýna, gagnrýni er nauðsynleg – en ég er viss um það að það kæmi meira gott út úr gagnrýninni ef við myndum hætta að vera svona upptekin af því að vera svona ofboðslega hneyksluð. Tökum ábyrgð á því sem við segjum og hvernig við segjum það. Tökum ákvörðun um að vera jákvæð. Af hverju? Af því að við getum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Brúneggjamálið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í neikvæðnisgrautnum sem er á borðum flestra landsmanna grassera fyrirbæri sem bíða þess í ofvæni að skjóta sér upp á yfirborðið og heltaka allt. Hneykslun og neikvæðni. Í krafti þessarar hneysklunar gefur fólk sér það leyfi að dreifa óhróðri, neikvæðni og kaldhæðni. Það bíða allir í skotgröfunum eftir næstu mistökum, eftir því að einhver eða einhverjir misstígi sig. Þegar það svo gerist hefst keppnin um hver nær að vera hneykslaðastur, ná að gera grín að því á sniðugasta háttinn á twitter eða facebook og láta alla vita að þú samþykkir sannarlega ekki svona mistök. Því það virðast nánast allir vera syndlausir á samfélagsmiðlunum. Nýjasta dæmið er umfjöllun Kastljóss um Brúnegg. Að mörgu leyti var þetta mjög einhliða umfjöllun alveg eins og þáttaröð Netflix, How To Make A Murderer, var. Það sprakk allt. Nú var sko tækifæri til þess að hneykslast all svakalega og græða nokkur like í leiðinni. Í samhengi hlutanna er þetta hvorki stórt atvik né stórmál. Auðvitað er hægt að drepa alla umræðu með „en það er stríð í Sýrlandi“, en það er þessi tilfinningagusugangur Facebooklífsins sem er svo leiðinlegur, yfirborðskenndur, einhliða og í mörgum tilfellum gerast þeir sömu sem eru að gagnrýna sig seka um sams konar ofbeldi og þeir eru einmitt að kvarta yfir. Nú er ég ekki að segja að umfjöllunin hafi ekki rétt á sér eða að verja fyrrum starfshætti Brúneggja á nokkurn hátt, heldur að orðum fylgir ábyrgð og að oftast þarf maður að byrja á því að taka til í eigin garði áður en maður fer að kvarta yfir rusli í garði nágrannans. Eins og kunningi minn Kjartan Atli sagði á Twitter, „Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?” Og hann hefur nokkuð til síns máls. Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?— Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) November 29, 2016 Aftur er það þannig að það er auðvelt að slá allt út af borðinu með svona röksemdarfærslu, en heimurinn virðist vera orðinn þannig að það er ekki hægt að komast undan því að vera móralskt sekur. Bara ef allir væru jafn góðir og þeir láta líta út fyrir á netinu. Samfélagsmiðlar eru partur af lífi okkar allra í dag, því verður ekki breytt og því þarf ekkert að breyta. En við þurfum að átta okkur á því hvar okkar ábyrgð, notenda þessara samfélagsmiðla, liggur. Sjálfur hef ég staðið mig að því að átta mig ekki á þessari ábyrgð. Við þurfum að átta okkur á því að við stjórnum því hvað við segjum og hvernig við segjum það. Við stjórnum því hvort við séum jákvæð eða neikvæð. Þegar mest ber á neikvæðninni hugsa ég til sumarsins sem leið. Þegar karlalandsliðið okkar í fótbolta var að taka þátt á EM í fyrsta skipti. Við vorum öll í sama liði. Jákvæðnin var alsráðandi og allir mínir vinir og kunningjar eru sammála um það að andinn yfir landinu var allt annar. En svo kláraðist mótið og sumarið leið undir lok, gleðivíman fór að dofna, og með haustinu kom myrkrið sem lagðist á allt og alla. Kærleikur, jákvæðni og bjartsýni munu alltaf standa uppi sem sigurvegarar á móti neikvæðni og svartsýni. Það á að gagnrýna, gagnrýni er nauðsynleg – en ég er viss um það að það kæmi meira gott út úr gagnrýninni ef við myndum hætta að vera svona upptekin af því að vera svona ofboðslega hneyksluð. Tökum ábyrgð á því sem við segjum og hvernig við segjum það. Tökum ákvörðun um að vera jákvæð. Af hverju? Af því að við getum það.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun