Sjáðu jökulinn hopa: Jökulsárlón breytist sífellt hraðar í fjörð Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2016 11:00 Hlýr sjór flæðir inn í lónið og bræði jaka og jökulinn hraðar. Vísir/Valgarður Náttúruperlan Jökulsárlón kom fyrst í ljós á fjórða áratug síðustu aldar, þegar jökullinn fór að hopa í kjölfar litlu ísaldarinnar svokölluðu. Jökullinn hefur sífellt hopað síðan en einstaklega hratt á síðustu tíu árum. Á endanum verður lónið, sem er það dýpsta á Íslandi, að löngum firði. Um árið 1890 var jökullinn yfir lóninu einungis um 250 metra frá sjónum. Svo sást lónið fyrst 1934 og hefur það verið að vaxa síðan. Nú nær það einhverja sjö til átta kílómetra frá sjónum, en það gæti á endanum orðið um 25 kílómetra langt og fimm kílómetra breitt. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur segir hopið hafa verið sérstaklega hratt frá árinu 1995. Stækkun Jökulsárlóns séu greinilegustu ummerkin um hlýnun á Íslandi. Það sé þó meira en hlýrra loftslag sem spili inn í þar sem hlýr sjór kemst einnig inn í lónið á flóði. „Það sem gerist er að jökullinn streymir þarna niður í lón og það brotnar stöðugt af honum. Jökullinn hefur ekki undan því að bæta upp það sem brotnar af og þess vegna hopar hann. Allir jakar sem brotna þarna af sigla bara á lóninu og bráðna svo að lokum,“ segir Helgi. Sjá einnig: Sjáðu hvernig Ísland og jörðin hefur breyst á 32 árum. Hér má sjá hvernig jökullinn hefur hopað af lóninu á síðustu 32 árum. Búið er að mæla hvað lónið nær langt undir jökulinn. Frá brúnni yfir Jökulsá er landið undir jöklinum tvö til þrjú hundruð metra undir sjávarmáli í mjórri rennu, sem er um fimm kílómetra breið, alla leið upp undir fjöllin. Sú leið er um 25 kílómetrar. „Fram undan er að þetta lón vaxi og vaxi,“ segir Helgi. Hann segir að væntanlega muni ekkert stöðva þessa þróun. Það sé vonlaust fyrir jökulinn að halda í við það sem brotnar framan af honum. „Væntanlega verður 25 kílómetra langur fjörður þarna inn eftir.“ Hann bætir þó við að líklegast verði þó renna sem loki honum við sjóinn, eins og hún er í dag. Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Náttúruperlan Jökulsárlón kom fyrst í ljós á fjórða áratug síðustu aldar, þegar jökullinn fór að hopa í kjölfar litlu ísaldarinnar svokölluðu. Jökullinn hefur sífellt hopað síðan en einstaklega hratt á síðustu tíu árum. Á endanum verður lónið, sem er það dýpsta á Íslandi, að löngum firði. Um árið 1890 var jökullinn yfir lóninu einungis um 250 metra frá sjónum. Svo sást lónið fyrst 1934 og hefur það verið að vaxa síðan. Nú nær það einhverja sjö til átta kílómetra frá sjónum, en það gæti á endanum orðið um 25 kílómetra langt og fimm kílómetra breitt. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur segir hopið hafa verið sérstaklega hratt frá árinu 1995. Stækkun Jökulsárlóns séu greinilegustu ummerkin um hlýnun á Íslandi. Það sé þó meira en hlýrra loftslag sem spili inn í þar sem hlýr sjór kemst einnig inn í lónið á flóði. „Það sem gerist er að jökullinn streymir þarna niður í lón og það brotnar stöðugt af honum. Jökullinn hefur ekki undan því að bæta upp það sem brotnar af og þess vegna hopar hann. Allir jakar sem brotna þarna af sigla bara á lóninu og bráðna svo að lokum,“ segir Helgi. Sjá einnig: Sjáðu hvernig Ísland og jörðin hefur breyst á 32 árum. Hér má sjá hvernig jökullinn hefur hopað af lóninu á síðustu 32 árum. Búið er að mæla hvað lónið nær langt undir jökulinn. Frá brúnni yfir Jökulsá er landið undir jöklinum tvö til þrjú hundruð metra undir sjávarmáli í mjórri rennu, sem er um fimm kílómetra breið, alla leið upp undir fjöllin. Sú leið er um 25 kílómetrar. „Fram undan er að þetta lón vaxi og vaxi,“ segir Helgi. Hann segir að væntanlega muni ekkert stöðva þessa þróun. Það sé vonlaust fyrir jökulinn að halda í við það sem brotnar framan af honum. „Væntanlega verður 25 kílómetra langur fjörður þarna inn eftir.“ Hann bætir þó við að líklegast verði þó renna sem loki honum við sjóinn, eins og hún er í dag.
Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira