Handbolti

Geir Sveins: Óvissa er alltaf óþægileg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir stöðuna á íslenska karlalandsliðinu í handbolta í viðtali við við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Mikil óvissa er um það hverjir munu skipa hópinn á HM. Aron Pálmarsson glímir við meiðsli í nára og er í meðhöndlun hér á landi. Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem leikur með Nimes í Frakklandi, hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Nú þykir ólíklegt að Arnór Atlason verði með.  

„Arnór er meiddur eins og er og hefur ekkert getað spilað í Danmörku. Hann mun fara í betri skoðun og myndatöku á morgun. Þá mun í raun koma í ljós hvað þetta er. Eins og staðan er núna þá er hann meiddur og hefur það ekki alltof gott. Við verðum bara að sjá hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Geir.

„Þetta hljómar kannski eitthvað neikvætt að einhverjir skuli vera meiddir en það er bara eins og gengur og gerist. Það er mikið álag á leikmönnum sem eru að spila erlendis og þetta getur alltaf gerst. Við þurfum bara að sjá hvernig næstu dagar þróast hvað meiðsli þessara leikmanna varðar. Vonandi verða þeir allir orðnir klárir í janúar,“ sagði Geir.

En er þá komið að því að henda þeim yngri, sem hafa staðið utan við liðið, út í djúpu laugina á heimsmeistaramótinu?

 „Ég held að það verði alltaf einhver sem fari í djúpu laugina,“ segir Geir en hann þarf að fara að velja stóran hóp á næstu dögum. „Á mánudag þurfum við að senda inn 28 manna hóp sem er þá lokahópur. Eftir það höfum við bara 28 leikmenn til að velja úr. Vonandi mun eitthvað skýrast fyrir það,“ sagði Geir.

„Óvissa er alltaf óþægileg því það er betra að vita um hlutina. Ég veit að ég mun vita þetta og undirbý mig út frá því,“ sagði Geir.

Það er hægt að sjá frétt Guðjón Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Aron spilar ekki meira á árinu

Aron Pálmarsson er kominn til ÍSlands til að fá meðhöndlun vegna nárameiðsla. HM er þó ekki í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×