Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum Birgir Olgeirsson skrifar 7. desember 2016 13:17 "Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar.“ Vísir/Valli „Ef hlýindin halda áfram fer maður að klóra sér í höfðinu,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnisstjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands, um hlýindin sem eru yfir landinu. Þetta milda loft sem er yfir landinu er engin óska staða fyrir garðyrkjufólk. „Við vonum að það fari kólnandi og helst vildum við sjá smá snjó yfir jörðinni,“ segir Kristinn en snjórinn verndar gróður fyrir frostskemmdum. „Hann verndar að klaki hlaupi ekki niður í jörðina og fer betur með ræturnar,“ segir Kristinn. Þó svo að hann hafi ekki áhyggjur af ástandinu enn sem komið er þá er ákveðin óvissa sem fylgir svona mildu veðri um vetur. „Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar,“ segir Kristinn en þegar gróðurinn nær slíku ástandi getur hann orðið illa úti ef það snögg kólnar og frystir. „Áhyggjur okkar eru ekkert mjög stórar. Plöntur hafa mjög mikinn sveigjanleika gagnvart svona löguðu. Ljós vekur þær upp á vorin og við erum að fara inn í skammdegið. En við vitum ekki nákvæmlega hvað getur gerst. Við óskum þess að hitastig lækki, ekki endilega að það komi frost en það fari kannski niður í tvær til þrjár gráður,“ segir Kristinn. Hann bendir á að árið 2014 kom vetur sem garðyrkjufólk taldi mjög hagstæðan öllum gróðri en engu að síður komu margar plöntur illa undan vetri. Kristinn segir ástæðuna ekki liggja fyrir og þetta sýni að það sé alltaf eitthvað nýtt að læra þegar kemur að náttúrunni. Hann bendir á að vorið og sumarið hafi verið afar gott, og naut gróðurinn góðs af því og fór fyrir vikið afar þroskaður inn í veturinn. Veður Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
„Ef hlýindin halda áfram fer maður að klóra sér í höfðinu,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnisstjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands, um hlýindin sem eru yfir landinu. Þetta milda loft sem er yfir landinu er engin óska staða fyrir garðyrkjufólk. „Við vonum að það fari kólnandi og helst vildum við sjá smá snjó yfir jörðinni,“ segir Kristinn en snjórinn verndar gróður fyrir frostskemmdum. „Hann verndar að klaki hlaupi ekki niður í jörðina og fer betur með ræturnar,“ segir Kristinn. Þó svo að hann hafi ekki áhyggjur af ástandinu enn sem komið er þá er ákveðin óvissa sem fylgir svona mildu veðri um vetur. „Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar,“ segir Kristinn en þegar gróðurinn nær slíku ástandi getur hann orðið illa úti ef það snögg kólnar og frystir. „Áhyggjur okkar eru ekkert mjög stórar. Plöntur hafa mjög mikinn sveigjanleika gagnvart svona löguðu. Ljós vekur þær upp á vorin og við erum að fara inn í skammdegið. En við vitum ekki nákvæmlega hvað getur gerst. Við óskum þess að hitastig lækki, ekki endilega að það komi frost en það fari kannski niður í tvær til þrjár gráður,“ segir Kristinn. Hann bendir á að árið 2014 kom vetur sem garðyrkjufólk taldi mjög hagstæðan öllum gróðri en engu að síður komu margar plöntur illa undan vetri. Kristinn segir ástæðuna ekki liggja fyrir og þetta sýni að það sé alltaf eitthvað nýtt að læra þegar kemur að náttúrunni. Hann bendir á að vorið og sumarið hafi verið afar gott, og naut gróðurinn góðs af því og fór fyrir vikið afar þroskaður inn í veturinn.
Veður Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira