Arnór bjartsýnn á að vera með á HM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2016 07:00 Á batavegi. Arnór spilar vonandi með Álaborg á Þorláksmessu. fréttablaðið/ernir „Ég er orðinn betri en ekki nógu góður til að spila,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Álaborg, í síðustu leikjum enda að glíma við meiðsli sem menn óttuðust að myndu halda honum frá HM í janúar. „Ég er með bólgur í og við lífbeinið. Ekki mjög þægilegt. Þetta er búið að vera að plaga mig í þrjár vikur. Þetta tekur sinn tíma en er loksins að skána svolítið hjá mér. Ég hef verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum og til taks ef liðið þyrfti á mér að halda. Það hefur þó ekki komið til þess þannig að ég hef náð fínni hvíld,“ segir Arnór en hann hefur eðlilega ekki æft af fullum krafti. Tekið frí í nokkra daga og svo verið með í síðustu æfingum fyrir leiki. Það er ekki komið jólafrí í Danmörku en síðasta umferðin fyrir jól fer fram á Þorláksmessukvöld. Þar ætlar Arnór sér að spila. „Ég er að stefna á þann leik. Að vera með af fullum krafti. Miðað við hvað ég er að styrkjast tel ég það alveg vera raunhæft.“ Það tók sinn tíma um síðustu mánaðarmót að finna út hvað nákvæmlega væri að plaga Arnór. Þá leist Arnóri heldur ekkert á blikuna og fór að hafa áhyggjur af því að missa af HM í Frakklandi en þar á Ísland fyrsta leik þann 12. janúar. „Ég er orðið mikið bjartsýnni en ég var fyrir tveim vikum síðan. Þá leist mér ekkert á stöðuna. Ég var orðinn stressaður því það vissi enginn hvað nákvæmlega væri að mér. Þess utan var ég ekkert að skána. Var bara jafn slæmur á hverjum degi. Um leið og ég fór að æfa aftur þá róaðist ég. Ég er því orðinn ansi bjartsýnn á að ná HM þó svo það sé auðvitað ekkert öruggt í þessu. Ég hef samt ekkert spilað í þrjár vikur og það er engin óskastaða,“ segir Arnór en hann ætlar að gera allt sem hann getur til að fara með til Frakklands. „Ég geri allt til að ná leiknum á Þorláksmessu og svo HM. Það hefur gengið vel hjá okkur í Álaborg svo ég hef fengið fína hvíld. Það eru flestir í liðinu orðnir lemstraðir og flott að ná að fara inn í jólafrí á toppnum.“ Það verður sprettur á Arnóri og fjölskyldu því hann spilar eins og áður segir í Tönder á Þorláksmessu og svo fer fjölskyldan heim til Íslands á aðfangadag. „Maður kemur bara beint heim í steikina. Það verður voðalega ljúft,“ segir Arnór sem fær nokkra daga í frí um jólin áður en undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst formlega. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
„Ég er orðinn betri en ekki nógu góður til að spila,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Álaborg, í síðustu leikjum enda að glíma við meiðsli sem menn óttuðust að myndu halda honum frá HM í janúar. „Ég er með bólgur í og við lífbeinið. Ekki mjög þægilegt. Þetta er búið að vera að plaga mig í þrjár vikur. Þetta tekur sinn tíma en er loksins að skána svolítið hjá mér. Ég hef verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum og til taks ef liðið þyrfti á mér að halda. Það hefur þó ekki komið til þess þannig að ég hef náð fínni hvíld,“ segir Arnór en hann hefur eðlilega ekki æft af fullum krafti. Tekið frí í nokkra daga og svo verið með í síðustu æfingum fyrir leiki. Það er ekki komið jólafrí í Danmörku en síðasta umferðin fyrir jól fer fram á Þorláksmessukvöld. Þar ætlar Arnór sér að spila. „Ég er að stefna á þann leik. Að vera með af fullum krafti. Miðað við hvað ég er að styrkjast tel ég það alveg vera raunhæft.“ Það tók sinn tíma um síðustu mánaðarmót að finna út hvað nákvæmlega væri að plaga Arnór. Þá leist Arnóri heldur ekkert á blikuna og fór að hafa áhyggjur af því að missa af HM í Frakklandi en þar á Ísland fyrsta leik þann 12. janúar. „Ég er orðið mikið bjartsýnni en ég var fyrir tveim vikum síðan. Þá leist mér ekkert á stöðuna. Ég var orðinn stressaður því það vissi enginn hvað nákvæmlega væri að mér. Þess utan var ég ekkert að skána. Var bara jafn slæmur á hverjum degi. Um leið og ég fór að æfa aftur þá róaðist ég. Ég er því orðinn ansi bjartsýnn á að ná HM þó svo það sé auðvitað ekkert öruggt í þessu. Ég hef samt ekkert spilað í þrjár vikur og það er engin óskastaða,“ segir Arnór en hann ætlar að gera allt sem hann getur til að fara með til Frakklands. „Ég geri allt til að ná leiknum á Þorláksmessu og svo HM. Það hefur gengið vel hjá okkur í Álaborg svo ég hef fengið fína hvíld. Það eru flestir í liðinu orðnir lemstraðir og flott að ná að fara inn í jólafrí á toppnum.“ Það verður sprettur á Arnóri og fjölskyldu því hann spilar eins og áður segir í Tönder á Þorláksmessu og svo fer fjölskyldan heim til Íslands á aðfangadag. „Maður kemur bara beint heim í steikina. Það verður voðalega ljúft,“ segir Arnór sem fær nokkra daga í frí um jólin áður en undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst formlega.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira