Innflytjandi á Alþingi segir innflytjendur geta gert gagn í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2016 21:15 Bandarískur innflytjandi sem kjörinn var á þing í síðustu kosningum segir að á sama tíma og skortur sé á vinnuafli á Íslandi, geti innflytjendur gert gagn. En allt of fáir útlendingar á Íslandi fái menntun sína metna til fulls. Rúmlega helmingur núverandi þingmanna, eða þrjátíu og tveir, hafa ekki setið áður á þingi og halda þeir þessa dagana jómfrúarræður sínar í þingsal. Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar er ein þeirra en hún fæddist í Bandaríkjunum árið 1972 en ekki er algengt að innflytjendur setjist á þing. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotin sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgararétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu,“ sagði Nichole. Hún sagðist tilheyra minnihlutahópi sem nú hefði réttilega fengið málsvara á Alþingi og hún teldi sig lánsama að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, réttlæti og lýðræði væru í gildi og haldið hátt á lofti. „Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sömu réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu,“ sagði Nichole. Það hafi verið henni heiður sem leikskólastjóri að þjóna fjölskyldum af mörgum þjóðernum og þar hafi hún lært að allir á Íslandi nytu sömu réttinda. „Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talin þörf á erlendu vinnuafli. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en alltof fáir útlendingar sem fá menntun sína metna til fulls. Þótt við innflytjendur séum eingöngu tíu prósent af samfélaginu hér erum við nógu stór hópur til að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins,“ sagði þessi nýi þingmaður Bjartrar framtíðar. Það felist tækifæri í menntun og menntakerfinu til að jafna stöðu innflytjenda í samfélaginu. En í dag fælist mismunun í því að börnum sem töluðu fleiri en eitt tungumál væri ekki boðið að efla móðurmál sitt samhliða íslenskunni. „Með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinunu,“ sagði Nichole. Brottfall þeirra væri því meira en íslensku barnanna. Nichole var fagnað innilega af samþingmönnum hennar að ræðu lokinni og sagðist Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar hafa tárast í fyrsta skipti í þingsal undir ræðu hennar. Alþingi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Bandarískur innflytjandi sem kjörinn var á þing í síðustu kosningum segir að á sama tíma og skortur sé á vinnuafli á Íslandi, geti innflytjendur gert gagn. En allt of fáir útlendingar á Íslandi fái menntun sína metna til fulls. Rúmlega helmingur núverandi þingmanna, eða þrjátíu og tveir, hafa ekki setið áður á þingi og halda þeir þessa dagana jómfrúarræður sínar í þingsal. Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar er ein þeirra en hún fæddist í Bandaríkjunum árið 1972 en ekki er algengt að innflytjendur setjist á þing. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotin sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgararétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu,“ sagði Nichole. Hún sagðist tilheyra minnihlutahópi sem nú hefði réttilega fengið málsvara á Alþingi og hún teldi sig lánsama að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, réttlæti og lýðræði væru í gildi og haldið hátt á lofti. „Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sömu réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu,“ sagði Nichole. Það hafi verið henni heiður sem leikskólastjóri að þjóna fjölskyldum af mörgum þjóðernum og þar hafi hún lært að allir á Íslandi nytu sömu réttinda. „Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talin þörf á erlendu vinnuafli. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en alltof fáir útlendingar sem fá menntun sína metna til fulls. Þótt við innflytjendur séum eingöngu tíu prósent af samfélaginu hér erum við nógu stór hópur til að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins,“ sagði þessi nýi þingmaður Bjartrar framtíðar. Það felist tækifæri í menntun og menntakerfinu til að jafna stöðu innflytjenda í samfélaginu. En í dag fælist mismunun í því að börnum sem töluðu fleiri en eitt tungumál væri ekki boðið að efla móðurmál sitt samhliða íslenskunni. „Með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinunu,“ sagði Nichole. Brottfall þeirra væri því meira en íslensku barnanna. Nichole var fagnað innilega af samþingmönnum hennar að ræðu lokinni og sagðist Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar hafa tárast í fyrsta skipti í þingsal undir ræðu hennar.
Alþingi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent