Fréttir ársins í Lífinu: Arna Ýr, Sara Heimis, Brangelina, Bieber og beinar útsendingar Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2016 13:30 Árið hefur verið virkilega viðburðarríkt í Lífinu á Vísi og hver heimsfréttin birst í þessum flokki á árinu 2016. Lífið á að vera skemmtilegt og mátti svo sannarlega sjá það í bleiku fréttunum síðustu tólf mánuði. Í þessari yfirferð verður farið yfir vinsælustu og stærstu fréttirnar hjá dægurmáladeildinni sem margir ættu að hafa gaman af því að rifja upp.Efst í fréttinni má hlusta á nýjasta Poppkastþáttinn þar sem einmitt er fjallað um fréttir ársins.Gekk óvart inn í beinaByrjum á toppnum. Vinsælasta fréttin í Lífinu var sennilega sú skemmtilegasta, en þar mátti sjá nokkuð skondið atvik sem átti sér stað í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 2. ágúst þegar María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttaþula, las inngang að annarri frétt fréttatíma kvöldsins.Sjá einnig:Óborganlegt atvik í kvöldfréttum RÚV - myndbandLögfræðingurinn Ragnar Aðalsteinsson var staddur í myndveri vegna fyrstu fréttar kvöldsins en hún fjallaði um bréf sem lögfræðingnum þótti sanna sakleysi Sævars Cieselski sem dæmdur var fyrir morðið á Geirfinni Einarssyni fyrir hartnær fjörutíu árum. Ragnar einfaldlega gekk inn í mynd og svipurinn á honum sagði einfaldlega alla söguna. Í byrjun ársins stal Ágústa Eva Erlendsdóttir þrumunni frá Reykjavíkurdætrum þegar hún gekk út úr sjónvarpssal þar sem henni var ofboðið. Fyrsta fréttin af málinu var sú næst vinsælasta í Lífinu á árinu.Ágústa Eva var á vörum allra í febrúar.Ágústa Eva Erlendsdóttir var meðal gesta í þættinum Vikan með Gísla Marteini sem var á dagskrá Ríkissjónvarpsins 26. febrúar. Í þættinum fær Gísli til sín gesti og ræðir um liðna viku en þættinum lýkur með tónlistaratriði.Sjá einnig:Ágústu Evu ofbauð framkoma ReykjavíkurdætraAð þessu sinni var atriðið í boði rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra. Athygli vakti að í miðju lagi þeirra stóð Ágústa Eva á fætur og yfirgaf sjónvarpssalinn. Reykjavíkurdætur eru þekktar fyrir kraftmikla sviðsframkomu og á því var engin breyting á þetta kvöld. Þær voru klæddar í sjúkrahúsklæðnað og ein þeirra var vopnuð „strap on“ gervilim. Þannig dönsuðu þær um settið og innan um aðra gesti þáttarins, þá Sóla Hólm, Eivöru Pálsdóttur og Jóhannes Hauk Jóhannessonar, meðan þær fluttu lagið Ógeðsleg. Í kjölfarið var fjallað gríðarlega mikið um málið í öllum miðlum landsins og höfðu allir skoðun á ákvörðun Ágústu Evu. Hér að neðan má sjá atriðið í Vikunni í heild sinni: EM-ævintýriðLífið fékk að vera með á EM.vísir/epaEin allra vinsælasta fréttin í Lífinu kom frá EM í fótbolta og tengdist árangri íslenska karla landsliðsins í sumar. Sjá einnig: Frönsku stuðningsmennirnir stóðu heiðursvörð fyrir þá íslensku Stuðningsmenn franska landsliðsins kunnu vel að meta íslensku stuðningsmennina ef marka má myndband sem birt var á Twitter 3. júlí og sýndi Frakkana standa heiðursvörð við einn af útgöngum Stade de France fyrir Íslendingum. Þeir frönsku klöppuðu þeim íslensku lof í lófa en frammistaða íslensku stuðningsmannanna á mótinu vakti athygli víða um heim, líkt og frammistaða íslenska landsliðsins sem datt úr keppni þegar það laut í lægra haldi fyrir Frökkum, 5-2, í átta liða úrslitumMyndband af þessu fallega augnabliki á Stade de France má sjá hér að neðan.France fans clapped Iceland fans out of stadium after tonight's match. Football isn't all bad. #euro2016 #FRAISL pic.twitter.com/ZdGOJseW7F— Matt Lamprell (@MattLamprell) July 3, 2016 Bieber-fever á ÍslandiFrá tónleikunum í Kórnum í september.Vísir/HannaKanadíska poppstjarnan Justin Bieber hélt tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi 8. og 9. september og fóru hátt í 40 þúsund Íslendingar á tónleikana báða. Lífið var með ítarlega umfjöllun um komu Bieber til landsins. Meðal annars var bein útsending frá því þegar Justin Bieber lenti á Reykjavíkurflugvelli og var 90 mínútna bein útsending Lífsins fyrir fyrri tónleikana í Kórnum. Justin Bieber er einn frægasti maður jarðarinnar og það fór gjörsamlega allt á hliðina á Ísland þá daga sem hann var staddur á landinu.Sjá einnig:Allar fréttir Lífsins um Justin Bieber, tónleikana og dvöl hans á landinu Hér að neðan má síðan horfa á báðar beinu útsendingarnar sem Vísir stóð fyrir í tengslum við Justin Bieber og voru þær báðar í hópi stærstu frétta ársins í Lífinu. Arna Ýr kölluð feit og sló í gegn um heim allanFegurðardrottningin var til umfjöllunar um heim allan.Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir gekk í gegnum margt í október þegar hún hætti í keppninni Miss Grand International sem fram fór í Las Vegas. Arna Ýr dró sig úr keppninni og uppskar mikið lof fyrir framgöngu sína gagnvart eigendum keppninnar. Skipuleggjendur keppninnar gagnrýndu Örnu Ýri og sögðu að hún væri einfaldlega of feit og þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið.Sjá einnig: Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr greindi frá því og sagðist ekki ætla að taka þátt nema eigendurnir myndu taka til hjá sér. Síðar steig hún fram og sagði að um misskilning hefði verið að ræða en dró það til baka og sagðist hafa verið neydd af eigendum keppninnar til að segja það.Sjá einnig:Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Málið vakti gríðarlega athygli um heim allan og fjölluðu erlendir miðlar mikið um málið. Parið sem sló í gegn og skildiSara lét allt flakka í samtali við Brennsluna.Sara Heimis og Rich Piana giftu sig seinnipartinn á síðasta ári. Lífið fjallaði síðan afar mikið um samband þeirra á árinu 2016 en það endaði á slæman hátt. Þau skildu í sumar og í kjölfarið sendi Piana frá sér grjóthart myndband þar sem hann sakaði Söru Heimis um að hafa stolið peningum af sér og aðeins gifst sér til að fá græna kortið.Sjá einnig:Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortiðSara svaraði í ítarlegu viðtali við Brennsluna á FM957. Þar kallaði hún Piana óöruggan fokking lygara. Sjá einnig: Sara Heimis svarar Rich Piana fullum hálsi: Óöruggur fokking lygariRich Piana skaut fast á Söru Heimis Sara Heimis svaraði um hæl Bundin, kefluð og hent í baðkarKim rænd í ParísrightRaunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi 2. október. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Á vefsíðu TMZ kom fram ítarleg lýsing á atburðarásinni en þar segir að mennirnir tveir hafi handjárnað Kim, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Sjá einnig:Kim bundin, kefluð og hent í baðkar: Bað ræningjana að þyrma lífi sínu Hún hafi beðið ræningjana að þyrma lífi sínu. Einnig á hún að hafa sagt að hún ætti tvö lítil börn og reynt með því að höfða til samvisku mannanna. Ránið vakti mikla athygli hjá öllum miðlum heims og kom Kim Kardashian ekkert opinberlega fram næstu vikur. Í raun er hún enn að jafna sig eftir atvikið. Mennirnir tveir sem fóru inn í svítuna voru báðir vopnaðir byssum. Þeir fóru í burtu með skartgripi að verðmæti 6,7 milljónum dollara eða því sem samsvarar 760 milljónum íslenskra króna. Mennirnir eru ófundnir en þeir flúðu á reiðhjólum. Sjá einnig:Kim Kardashian rænd: Hvað gerðist í París? Kanye West, eiginmaður hennar, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og var hann meðal annars lagður inn á spítala á dögunum vegna ofþreyttu. Að undanförnu hafa erlendir miðlar fjallað um það að Kim sé búin að sækja um skilnað frá Kanye. Í apríl á þessu ári kom fjölskyldan í heimsókn til Íslands og fjallaði Lífið ítarlega um dvöl þeirra á landinu. Kim Kardashian, Kanye West, Kourtney Kardashian og Jonathan Cheban skemmtu sér virkilega vel á Íslandi og ferðuðust þau mikið um Suðurlandið. Kim var miður sín að boðið væri upp á hrossakjöt á veitingarstað á Íslandi, Kourtney brá sér í hlutverk barþjóns á 101 Hótel og fór gengið í hláturskast yfir prumpulykt íslenska bílstjórans. Kourtney og Cheban skelltu sér í göngutúr um miðborg Reykjavíkur og voru elt á röndum. Kourtney og Cheban elt í miðborg Reykjavíkur Skilnaður ársinsAngelina Jolie og Brad Pitt.Vísir/GettyÞann 20. september kom fram ein allra stærsta frétt ársins fram í sviðsljósið. Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt en þau höfðu verið par síðan árið 2004. Ástæðan fyrir skilnaðnum mun hafa verið mismunandi sjónarmið parsins á barnauppeldi. Þau giftu sig í ágúst 2014 og er með sanni hægt að segja að þetta sé eitt allra frægasta par heims í dag. Brad Pitt er 52 ára en Angelina Jolie er 41 árs. Jolie-Pitt börnin eru sex talsins og heita; Maddox Chivan (15 ára), Pax Thien (12 ára), Zahara Marley (11 ára), Shiloh Nouvel (10 ára) og tvíburarnir Knox Leon (8 ára) og Vivienne Marcheline (8 ára). Heimurinn fékk sjokk og frétti einn besti vinur Brad Pitt, George Clooney, af skilnaðnum í miðju sjónvarpsviðtali. WATCH: George Clooney is stunned when CNN tells him Angelina Jolie & Brad Pitt are divorcing https://t.co/Hos12fgCZp pic.twitter.com/h94ewdrMuo— CNN Entertainment (@CNNent) September 20, 2016 Skilnaðurinn gekk í gegn og svo fór að Jolie fékk forræði yfir börnunum og Pitt reglubundinn umgengisrétt. Fréttirnar í Lífinu á þessu ári voru einstaklega skemmtilegar, vandaðar og sumar hverjar mjög svo heimskulegar. Enda er þetta afþreyingar og skemmtihluti Vísis. Lífið þakkar fyrir árið og vonandi verður árið 2017 enn betra. Efst í fréttinni má hlusta á nýjasta Poppkastþáttinn þar sem fjallað er um fréttir ársins.Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á sjötta þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes. Hér má fylgjast með Poppkastinu á Facebook. Fréttir ársins 2016 Poppkastið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Sjá meira
Árið hefur verið virkilega viðburðarríkt í Lífinu á Vísi og hver heimsfréttin birst í þessum flokki á árinu 2016. Lífið á að vera skemmtilegt og mátti svo sannarlega sjá það í bleiku fréttunum síðustu tólf mánuði. Í þessari yfirferð verður farið yfir vinsælustu og stærstu fréttirnar hjá dægurmáladeildinni sem margir ættu að hafa gaman af því að rifja upp.Efst í fréttinni má hlusta á nýjasta Poppkastþáttinn þar sem einmitt er fjallað um fréttir ársins.Gekk óvart inn í beinaByrjum á toppnum. Vinsælasta fréttin í Lífinu var sennilega sú skemmtilegasta, en þar mátti sjá nokkuð skondið atvik sem átti sér stað í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 2. ágúst þegar María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttaþula, las inngang að annarri frétt fréttatíma kvöldsins.Sjá einnig:Óborganlegt atvik í kvöldfréttum RÚV - myndbandLögfræðingurinn Ragnar Aðalsteinsson var staddur í myndveri vegna fyrstu fréttar kvöldsins en hún fjallaði um bréf sem lögfræðingnum þótti sanna sakleysi Sævars Cieselski sem dæmdur var fyrir morðið á Geirfinni Einarssyni fyrir hartnær fjörutíu árum. Ragnar einfaldlega gekk inn í mynd og svipurinn á honum sagði einfaldlega alla söguna. Í byrjun ársins stal Ágústa Eva Erlendsdóttir þrumunni frá Reykjavíkurdætrum þegar hún gekk út úr sjónvarpssal þar sem henni var ofboðið. Fyrsta fréttin af málinu var sú næst vinsælasta í Lífinu á árinu.Ágústa Eva var á vörum allra í febrúar.Ágústa Eva Erlendsdóttir var meðal gesta í þættinum Vikan með Gísla Marteini sem var á dagskrá Ríkissjónvarpsins 26. febrúar. Í þættinum fær Gísli til sín gesti og ræðir um liðna viku en þættinum lýkur með tónlistaratriði.Sjá einnig:Ágústu Evu ofbauð framkoma ReykjavíkurdætraAð þessu sinni var atriðið í boði rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra. Athygli vakti að í miðju lagi þeirra stóð Ágústa Eva á fætur og yfirgaf sjónvarpssalinn. Reykjavíkurdætur eru þekktar fyrir kraftmikla sviðsframkomu og á því var engin breyting á þetta kvöld. Þær voru klæddar í sjúkrahúsklæðnað og ein þeirra var vopnuð „strap on“ gervilim. Þannig dönsuðu þær um settið og innan um aðra gesti þáttarins, þá Sóla Hólm, Eivöru Pálsdóttur og Jóhannes Hauk Jóhannessonar, meðan þær fluttu lagið Ógeðsleg. Í kjölfarið var fjallað gríðarlega mikið um málið í öllum miðlum landsins og höfðu allir skoðun á ákvörðun Ágústu Evu. Hér að neðan má sjá atriðið í Vikunni í heild sinni: EM-ævintýriðLífið fékk að vera með á EM.vísir/epaEin allra vinsælasta fréttin í Lífinu kom frá EM í fótbolta og tengdist árangri íslenska karla landsliðsins í sumar. Sjá einnig: Frönsku stuðningsmennirnir stóðu heiðursvörð fyrir þá íslensku Stuðningsmenn franska landsliðsins kunnu vel að meta íslensku stuðningsmennina ef marka má myndband sem birt var á Twitter 3. júlí og sýndi Frakkana standa heiðursvörð við einn af útgöngum Stade de France fyrir Íslendingum. Þeir frönsku klöppuðu þeim íslensku lof í lófa en frammistaða íslensku stuðningsmannanna á mótinu vakti athygli víða um heim, líkt og frammistaða íslenska landsliðsins sem datt úr keppni þegar það laut í lægra haldi fyrir Frökkum, 5-2, í átta liða úrslitumMyndband af þessu fallega augnabliki á Stade de France má sjá hér að neðan.France fans clapped Iceland fans out of stadium after tonight's match. Football isn't all bad. #euro2016 #FRAISL pic.twitter.com/ZdGOJseW7F— Matt Lamprell (@MattLamprell) July 3, 2016 Bieber-fever á ÍslandiFrá tónleikunum í Kórnum í september.Vísir/HannaKanadíska poppstjarnan Justin Bieber hélt tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi 8. og 9. september og fóru hátt í 40 þúsund Íslendingar á tónleikana báða. Lífið var með ítarlega umfjöllun um komu Bieber til landsins. Meðal annars var bein útsending frá því þegar Justin Bieber lenti á Reykjavíkurflugvelli og var 90 mínútna bein útsending Lífsins fyrir fyrri tónleikana í Kórnum. Justin Bieber er einn frægasti maður jarðarinnar og það fór gjörsamlega allt á hliðina á Ísland þá daga sem hann var staddur á landinu.Sjá einnig:Allar fréttir Lífsins um Justin Bieber, tónleikana og dvöl hans á landinu Hér að neðan má síðan horfa á báðar beinu útsendingarnar sem Vísir stóð fyrir í tengslum við Justin Bieber og voru þær báðar í hópi stærstu frétta ársins í Lífinu. Arna Ýr kölluð feit og sló í gegn um heim allanFegurðardrottningin var til umfjöllunar um heim allan.Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir gekk í gegnum margt í október þegar hún hætti í keppninni Miss Grand International sem fram fór í Las Vegas. Arna Ýr dró sig úr keppninni og uppskar mikið lof fyrir framgöngu sína gagnvart eigendum keppninnar. Skipuleggjendur keppninnar gagnrýndu Örnu Ýri og sögðu að hún væri einfaldlega of feit og þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið.Sjá einnig: Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr greindi frá því og sagðist ekki ætla að taka þátt nema eigendurnir myndu taka til hjá sér. Síðar steig hún fram og sagði að um misskilning hefði verið að ræða en dró það til baka og sagðist hafa verið neydd af eigendum keppninnar til að segja það.Sjá einnig:Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Málið vakti gríðarlega athygli um heim allan og fjölluðu erlendir miðlar mikið um málið. Parið sem sló í gegn og skildiSara lét allt flakka í samtali við Brennsluna.Sara Heimis og Rich Piana giftu sig seinnipartinn á síðasta ári. Lífið fjallaði síðan afar mikið um samband þeirra á árinu 2016 en það endaði á slæman hátt. Þau skildu í sumar og í kjölfarið sendi Piana frá sér grjóthart myndband þar sem hann sakaði Söru Heimis um að hafa stolið peningum af sér og aðeins gifst sér til að fá græna kortið.Sjá einnig:Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortiðSara svaraði í ítarlegu viðtali við Brennsluna á FM957. Þar kallaði hún Piana óöruggan fokking lygara. Sjá einnig: Sara Heimis svarar Rich Piana fullum hálsi: Óöruggur fokking lygariRich Piana skaut fast á Söru Heimis Sara Heimis svaraði um hæl Bundin, kefluð og hent í baðkarKim rænd í ParísrightRaunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi 2. október. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Á vefsíðu TMZ kom fram ítarleg lýsing á atburðarásinni en þar segir að mennirnir tveir hafi handjárnað Kim, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Sjá einnig:Kim bundin, kefluð og hent í baðkar: Bað ræningjana að þyrma lífi sínu Hún hafi beðið ræningjana að þyrma lífi sínu. Einnig á hún að hafa sagt að hún ætti tvö lítil börn og reynt með því að höfða til samvisku mannanna. Ránið vakti mikla athygli hjá öllum miðlum heims og kom Kim Kardashian ekkert opinberlega fram næstu vikur. Í raun er hún enn að jafna sig eftir atvikið. Mennirnir tveir sem fóru inn í svítuna voru báðir vopnaðir byssum. Þeir fóru í burtu með skartgripi að verðmæti 6,7 milljónum dollara eða því sem samsvarar 760 milljónum íslenskra króna. Mennirnir eru ófundnir en þeir flúðu á reiðhjólum. Sjá einnig:Kim Kardashian rænd: Hvað gerðist í París? Kanye West, eiginmaður hennar, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og var hann meðal annars lagður inn á spítala á dögunum vegna ofþreyttu. Að undanförnu hafa erlendir miðlar fjallað um það að Kim sé búin að sækja um skilnað frá Kanye. Í apríl á þessu ári kom fjölskyldan í heimsókn til Íslands og fjallaði Lífið ítarlega um dvöl þeirra á landinu. Kim Kardashian, Kanye West, Kourtney Kardashian og Jonathan Cheban skemmtu sér virkilega vel á Íslandi og ferðuðust þau mikið um Suðurlandið. Kim var miður sín að boðið væri upp á hrossakjöt á veitingarstað á Íslandi, Kourtney brá sér í hlutverk barþjóns á 101 Hótel og fór gengið í hláturskast yfir prumpulykt íslenska bílstjórans. Kourtney og Cheban skelltu sér í göngutúr um miðborg Reykjavíkur og voru elt á röndum. Kourtney og Cheban elt í miðborg Reykjavíkur Skilnaður ársinsAngelina Jolie og Brad Pitt.Vísir/GettyÞann 20. september kom fram ein allra stærsta frétt ársins fram í sviðsljósið. Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt en þau höfðu verið par síðan árið 2004. Ástæðan fyrir skilnaðnum mun hafa verið mismunandi sjónarmið parsins á barnauppeldi. Þau giftu sig í ágúst 2014 og er með sanni hægt að segja að þetta sé eitt allra frægasta par heims í dag. Brad Pitt er 52 ára en Angelina Jolie er 41 árs. Jolie-Pitt börnin eru sex talsins og heita; Maddox Chivan (15 ára), Pax Thien (12 ára), Zahara Marley (11 ára), Shiloh Nouvel (10 ára) og tvíburarnir Knox Leon (8 ára) og Vivienne Marcheline (8 ára). Heimurinn fékk sjokk og frétti einn besti vinur Brad Pitt, George Clooney, af skilnaðnum í miðju sjónvarpsviðtali. WATCH: George Clooney is stunned when CNN tells him Angelina Jolie & Brad Pitt are divorcing https://t.co/Hos12fgCZp pic.twitter.com/h94ewdrMuo— CNN Entertainment (@CNNent) September 20, 2016 Skilnaðurinn gekk í gegn og svo fór að Jolie fékk forræði yfir börnunum og Pitt reglubundinn umgengisrétt. Fréttirnar í Lífinu á þessu ári voru einstaklega skemmtilegar, vandaðar og sumar hverjar mjög svo heimskulegar. Enda er þetta afþreyingar og skemmtihluti Vísis. Lífið þakkar fyrir árið og vonandi verður árið 2017 enn betra. Efst í fréttinni má hlusta á nýjasta Poppkastþáttinn þar sem fjallað er um fréttir ársins.Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á sjötta þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes. Hér má fylgjast með Poppkastinu á Facebook.
Fréttir ársins 2016 Poppkastið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Sjá meira