Árangur í jafnréttismálum er ekki tilviljun Lilja Alfreðsdóttir skrifar 14. desember 2016 07:00 Jafnréttismál eru meðal forgangsmála Íslands á alþjóðavettvangi. Það kom því fáum á óvart að jafnréttismál væru sett á oddinn þegar Ísland tók við forystu EFTA um mitt árið og einsetti sér að ná árangri áður en árið væri á enda. Það er gaman frá því að segja að samstarfsríki okkar innan EFTA hafa sannarlega lagst á árarnar með okkur. Þau hafa samþykkt drög að jafnréttisstefnu fyrir samtökin og stefnt er að því að afgreiða hana fyrir jól. Þá hefur reglum um feðraorlof verið breytt, þannig að feður í hópi starfsmanna EFTA fá átta vikna orlof vegna fæðingar barns. Slíkt er langt því frá algilt á vettvangi alþjóðastofnana. Árangur Íslands í jafnréttismálum kemur oft til umræðu með fulltrúum erlendra þjóða enda staða kvenna sterkari hér en í flestum öðrum löndum þótt enn sé talsvert verk óunnið. Barátta einstaklinga og félagasamtaka hefur skilað miklu og stjórnvöld hafa tekið mikilvægar stefnumótandi ákvarðanir, bæði sveitarstjórnir og Alþingi. Uppbygging leikskóla og niðurgreiðsla á dagvistun er ein slík, sem okkur þykir sjálfsögð en er nánast óhugsandi í mörgum löndum. Okkur þykir sjálfsagt að gefa öllum börnum tækifæri á að dvelja og þroskast á leikskólum og skapa tækifæri fyrir báða foreldra að vinna úti, kjósi þeir svo. Víða erlendis er það nær útilokað, þar sem kostnaður við dagvistun er gríðarlegur. Við þær aðstæður kemur það oftar en ekki í hlut móðurinnar að vinna heima, sem dregur úr áhrifum kvenna á vinnumarkaði, þátttöku í stjórnmálum og þar með þátttöku í ákvarðanatöku um samfélagsumgjörðina. Með því förum við mikils á mis. Í tilefni alþjóðadags kvenna í mars birti tímaritið Economist glerþaks-vísitöluna fyrir 2016. Vísitalan byggir á gögnum OECD og Evrópuráðsins og sýnir hvar í heiminum konur eigi mesta möguleika á jöfnum tækifærum á vinnumarkaði. Ísland trónir á toppnum, á undan Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sem skipa næstu þrjú sæti. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að hafa unnið skipulega og markvisst að bættri stöðu kvenna. Röðun landanna á toppi glerþaks-vísitölunnar er því engin tilviljun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Jafnréttismál eru meðal forgangsmála Íslands á alþjóðavettvangi. Það kom því fáum á óvart að jafnréttismál væru sett á oddinn þegar Ísland tók við forystu EFTA um mitt árið og einsetti sér að ná árangri áður en árið væri á enda. Það er gaman frá því að segja að samstarfsríki okkar innan EFTA hafa sannarlega lagst á árarnar með okkur. Þau hafa samþykkt drög að jafnréttisstefnu fyrir samtökin og stefnt er að því að afgreiða hana fyrir jól. Þá hefur reglum um feðraorlof verið breytt, þannig að feður í hópi starfsmanna EFTA fá átta vikna orlof vegna fæðingar barns. Slíkt er langt því frá algilt á vettvangi alþjóðastofnana. Árangur Íslands í jafnréttismálum kemur oft til umræðu með fulltrúum erlendra þjóða enda staða kvenna sterkari hér en í flestum öðrum löndum þótt enn sé talsvert verk óunnið. Barátta einstaklinga og félagasamtaka hefur skilað miklu og stjórnvöld hafa tekið mikilvægar stefnumótandi ákvarðanir, bæði sveitarstjórnir og Alþingi. Uppbygging leikskóla og niðurgreiðsla á dagvistun er ein slík, sem okkur þykir sjálfsögð en er nánast óhugsandi í mörgum löndum. Okkur þykir sjálfsagt að gefa öllum börnum tækifæri á að dvelja og þroskast á leikskólum og skapa tækifæri fyrir báða foreldra að vinna úti, kjósi þeir svo. Víða erlendis er það nær útilokað, þar sem kostnaður við dagvistun er gríðarlegur. Við þær aðstæður kemur það oftar en ekki í hlut móðurinnar að vinna heima, sem dregur úr áhrifum kvenna á vinnumarkaði, þátttöku í stjórnmálum og þar með þátttöku í ákvarðanatöku um samfélagsumgjörðina. Með því förum við mikils á mis. Í tilefni alþjóðadags kvenna í mars birti tímaritið Economist glerþaks-vísitöluna fyrir 2016. Vísitalan byggir á gögnum OECD og Evrópuráðsins og sýnir hvar í heiminum konur eigi mesta möguleika á jöfnum tækifærum á vinnumarkaði. Ísland trónir á toppnum, á undan Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sem skipa næstu þrjú sæti. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að hafa unnið skipulega og markvisst að bættri stöðu kvenna. Röðun landanna á toppi glerþaks-vísitölunnar er því engin tilviljun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar