Opið bréf til forseta Íslands Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 14. desember 2016 07:00 Herra forseti Íslands. Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar. Núverandi stjórnarkreppa varpar ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar. Öll stjórnmál í nútíma samfélagi snúast um það hvort áhersla er lögð á félagslegar lausnir eða hvort markaður kapítalismans er látinn um að móta efnahagslífið og skiptingu samfélagslegra gæða. Undanfarna áratugi hefur markaðshyggjan stuðlað að ört vaxandi ójöfnuði á Íslandi og auknu braski á kostnað verðmætasköpunar. Þess vegna er nauðsynlegt að vinda ofan af markaðsvæðingunni með auknu vægi félagslegra lausna til að koma á jafnvægi og meiri jöfnuði í samfélaginu. Alþýðufylkingin kom til nýliðinna kosninga með ítarlega stefnuskrá, Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning. Aðrir flokkar hafa ýmist sett fram óljósar og samhengislausar hugmyndir eða eru beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti haldið áfram að raka saman gróða á kostnað alþýðunnar. Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra. Í samfélaginu er uppi hávær og réttmæt krafa um eflingu heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins. Heilbrigðiskerfið hefur verið svelt um árabil og verulegt átak þarf til að það rétti úr kútnum. Bæði þarf að koma til aukin félagsvæðing og þar með betri nýting fjármuna og einnig veruleg aukning fjárveitinga. Menntakerfið hefur verið fjársvelt lengi og stendur frammi fyrir alvarlegum vanda. Nauðsynlegt er að verja auknu fé til skólanna og grípa til margvíslegra úrræða til að afstýra vaxandi kennaraskorti, sem getur varað lengi að óbreyttu. Ýmsir flokkar taka undir nauðsyn þess að taka á þessum vandamálum, en Alþýðufylkingin ein hefur haldið á lofti nauðsyn þess að sækja peningana þangað sem þeir eru í raun og koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar. Án umbóta af þessu tagi verður velferðin ætíð afgangsstærð eftir að auðmenn hafa fleytt rjómann, og hrekst inn í vítahring einkavæðingar og niðurskurðar, hvað sem líður fögrum áformum. Forsetinn er kosinn af þjóðinni og er æðsti trúnaðarmaður hennar. Ábyrgð hans hnígur því að hagsmunum þjóðarinnar og auknum lífsgæðum hennar. Í ljósi þess áréttum við hvatningu um að Alþýðufylkingunni verði falið að mynda utanþingsstjórn til að koma á jafnvægi og auknum jöfnuði í íslensku samfélagi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Herra forseti Íslands. Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar. Núverandi stjórnarkreppa varpar ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar. Öll stjórnmál í nútíma samfélagi snúast um það hvort áhersla er lögð á félagslegar lausnir eða hvort markaður kapítalismans er látinn um að móta efnahagslífið og skiptingu samfélagslegra gæða. Undanfarna áratugi hefur markaðshyggjan stuðlað að ört vaxandi ójöfnuði á Íslandi og auknu braski á kostnað verðmætasköpunar. Þess vegna er nauðsynlegt að vinda ofan af markaðsvæðingunni með auknu vægi félagslegra lausna til að koma á jafnvægi og meiri jöfnuði í samfélaginu. Alþýðufylkingin kom til nýliðinna kosninga með ítarlega stefnuskrá, Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning. Aðrir flokkar hafa ýmist sett fram óljósar og samhengislausar hugmyndir eða eru beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti haldið áfram að raka saman gróða á kostnað alþýðunnar. Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra. Í samfélaginu er uppi hávær og réttmæt krafa um eflingu heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins. Heilbrigðiskerfið hefur verið svelt um árabil og verulegt átak þarf til að það rétti úr kútnum. Bæði þarf að koma til aukin félagsvæðing og þar með betri nýting fjármuna og einnig veruleg aukning fjárveitinga. Menntakerfið hefur verið fjársvelt lengi og stendur frammi fyrir alvarlegum vanda. Nauðsynlegt er að verja auknu fé til skólanna og grípa til margvíslegra úrræða til að afstýra vaxandi kennaraskorti, sem getur varað lengi að óbreyttu. Ýmsir flokkar taka undir nauðsyn þess að taka á þessum vandamálum, en Alþýðufylkingin ein hefur haldið á lofti nauðsyn þess að sækja peningana þangað sem þeir eru í raun og koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar. Án umbóta af þessu tagi verður velferðin ætíð afgangsstærð eftir að auðmenn hafa fleytt rjómann, og hrekst inn í vítahring einkavæðingar og niðurskurðar, hvað sem líður fögrum áformum. Forsetinn er kosinn af þjóðinni og er æðsti trúnaðarmaður hennar. Ábyrgð hans hnígur því að hagsmunum þjóðarinnar og auknum lífsgæðum hennar. Í ljósi þess áréttum við hvatningu um að Alþýðufylkingunni verði falið að mynda utanþingsstjórn til að koma á jafnvægi og auknum jöfnuði í íslensku samfélagi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar