Enn ein lægðin á leiðinni en útlitið gott fyrir gamlárs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2016 08:37 Ekki er útlit fyrir nein stórátök í veðri fyrstu dagana á nýju ári. Vísir/stefán Enn ein djúp lægð nálgast nú landið og verður hún stödd vestur af landinu eftir hádegi og veldur sunnan stormi á landinu í dag. Búist er við slagveðursrigningu á láglendi sunnan- og vestanlands og útlit er fyrir hvassa suðvestanátt með éljum í kvöld. „Það hlýnar oft minna en áður í þessari sunnanátt og því hlánar væntanlega seint og illa á fjallvegum og má búast við slyddu eða snjókomu á þeim vegum lengst af. Eins og svo oft í þessari vindátt þá verður úrkomulítið um landið norðaustanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar, en gert er ráð fyrir að það muni kólna aftur í veðri í kvöld. Lægðin skiptir sér í tvennt í nótt og mun verri helmingur hennar koma að norðausturhorni landsins á morgun og valda þar vestlægum stormi með snjókomu. Betri helmingurinn mun lóna vestur af landinu, nægilega langt í burtu til að koma lítið við sögu, segir á vef Veðurstofunnar. „Það þýðir að vindur á Suður- og Vesturlandi á morgun verður þokkalega skaplegur, en einhver éljahreytingur gerir vart við sig.“ Gamlársdagur heilsar með norðanstrekkingi og éljum á norðanverðu landinu. Þegar líður á daginn minnkar vindurinn smám saman og éljunum fækkar. Veðurútlit fyrir gamlárskvöld er því áfram hagstætt, sér í lagi miðað við það se mgenguð hefur á undanfarið. Þá segir að nýjustu langtímaspár bendi til þess að ekki verði nein stórátök í veðri fyrstu dagana á nýju ári.Veðurhorfur á landinu öllu næsta sólarhringinn: Vaxandi sunnanátt, víða 18-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda í fyrstu, en síðan rigning á láglendi. Úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í vestlægari átt seint í dag og kólnar. Suðvestan 13-23 í kvöld og él, hvassast með suður- og vesturströndinni. Vestlægur stormur á Norðaustur- og Austurlandi á morgun með snjókomu. Hægari vindur í öðrum landshlutum og él. Frost 0 til 6 stig. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Enn ein djúp lægð nálgast nú landið og verður hún stödd vestur af landinu eftir hádegi og veldur sunnan stormi á landinu í dag. Búist er við slagveðursrigningu á láglendi sunnan- og vestanlands og útlit er fyrir hvassa suðvestanátt með éljum í kvöld. „Það hlýnar oft minna en áður í þessari sunnanátt og því hlánar væntanlega seint og illa á fjallvegum og má búast við slyddu eða snjókomu á þeim vegum lengst af. Eins og svo oft í þessari vindátt þá verður úrkomulítið um landið norðaustanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar, en gert er ráð fyrir að það muni kólna aftur í veðri í kvöld. Lægðin skiptir sér í tvennt í nótt og mun verri helmingur hennar koma að norðausturhorni landsins á morgun og valda þar vestlægum stormi með snjókomu. Betri helmingurinn mun lóna vestur af landinu, nægilega langt í burtu til að koma lítið við sögu, segir á vef Veðurstofunnar. „Það þýðir að vindur á Suður- og Vesturlandi á morgun verður þokkalega skaplegur, en einhver éljahreytingur gerir vart við sig.“ Gamlársdagur heilsar með norðanstrekkingi og éljum á norðanverðu landinu. Þegar líður á daginn minnkar vindurinn smám saman og éljunum fækkar. Veðurútlit fyrir gamlárskvöld er því áfram hagstætt, sér í lagi miðað við það se mgenguð hefur á undanfarið. Þá segir að nýjustu langtímaspár bendi til þess að ekki verði nein stórátök í veðri fyrstu dagana á nýju ári.Veðurhorfur á landinu öllu næsta sólarhringinn: Vaxandi sunnanátt, víða 18-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda í fyrstu, en síðan rigning á láglendi. Úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í vestlægari átt seint í dag og kólnar. Suðvestan 13-23 í kvöld og él, hvassast með suður- og vesturströndinni. Vestlægur stormur á Norðaustur- og Austurlandi á morgun með snjókomu. Hægari vindur í öðrum landshlutum og él. Frost 0 til 6 stig.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira