Óveðrið á Austurlandi: „Óðs manns æði að fara af stað núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2016 17:27 „Við erum bara með sama viðbúnað og alltaf. Okkar björgunarsveitarmenn eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar þegar á þarf að halda en núna eru björgunarsveitarmenn þar sem versta veðrið ermeð varann á sér,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi en veður fer nú versnandi á Austurlandi og er hætta á að fjallvegir þar lokist á næstunni. Nú þegar hefur vegunum um Mývatns-og Möðrudalsöræfi verið lokað, sem og vegunum um Oddskarð, Skeiðarársand og Öræfasveit. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar og hér má lesa um þjónustu Vegagerðarinnar yfir jól og áramót. Þorsteinn segir að skilaboð Landsbjargar séu einföld. „Það er óðs manns æði að fara af stað núna. Þða er ekkert ferðaveður á þessum svæðum svo fólk á bara að halda kyrru fyrir. Það er miklu betra að bíða þetta af sér heldur en að vera fastur uppi á heiði í myrkri og kulda og bíða björgunar, þurfa að skilja bílinn eftir og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur, segir að veðrið gangi í raun ekki niður fyrr en síðdegis á morgun. „Þetta verður aðeins skrárra í fyrramálið en svo batnar þetta ekki almennilega fyrr en síðdegis og annað kvöld verður komið rólegasta veður. Þá fjarlægist lægðin og er úr sögunni en svo kemur frænka hennar á jóladag þegar við fáum hvassa norðanátt með snjókomu á Norður-og Austurlandi. Þar verður versta veðrið en það mun snjóa víðar á landinu,“ segir Teitur. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í kvöld muni lægja mikið fyrir austan Klaustur og í Öræfum en í Suðursveit og Hornafirði er útlit fyrir vindröst af jökli með hviðum allt að 35 til 40 metrar á sekúndu allt til klukkan 9 í fyrramálið. Á Austfjörðum og Austurlandi helst stórhríðin með norðan 15 til 22 metrum á sekúndu allt til morguns og skánar ekki að ráði fyrr en um hádegi. Austan til á Norðurlandi mun einnig snjóa víðast hvar til morguns og verður sums staðar skafrenningur og takmarkað skyggni. Vestan Eyjafjarðar verður skaplegra veður, víða snjókoma en að mestu laust við skafrenning.Veðurspá Veðurstofu Íslands má lesa hér að neðan:Norðlæg átt 15-25 metrar á sekúndu í kvöld, en 10-18 um landið vestanvert. Víða snjókoma á landinu og vægt frost, talsverð ofankoma norðaustanlands. Rigning eða slydda með austurströndinni og frostlaust þar.Lægir smám saman á morgun, hæg breytileg átt annað kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands. Kólnar í veðri.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðaustananátt um landið norðan- og austanvert og snjókoma, en slydda eða rigning við austurströndina. Allhvöss vestlæg átt sunnan- og suðvestanlands með éljagangi. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða dálítil él, en snjókoma fram eftir degi norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 10 stig. Veður Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
„Við erum bara með sama viðbúnað og alltaf. Okkar björgunarsveitarmenn eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar þegar á þarf að halda en núna eru björgunarsveitarmenn þar sem versta veðrið ermeð varann á sér,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi en veður fer nú versnandi á Austurlandi og er hætta á að fjallvegir þar lokist á næstunni. Nú þegar hefur vegunum um Mývatns-og Möðrudalsöræfi verið lokað, sem og vegunum um Oddskarð, Skeiðarársand og Öræfasveit. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar og hér má lesa um þjónustu Vegagerðarinnar yfir jól og áramót. Þorsteinn segir að skilaboð Landsbjargar séu einföld. „Það er óðs manns æði að fara af stað núna. Þða er ekkert ferðaveður á þessum svæðum svo fólk á bara að halda kyrru fyrir. Það er miklu betra að bíða þetta af sér heldur en að vera fastur uppi á heiði í myrkri og kulda og bíða björgunar, þurfa að skilja bílinn eftir og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur, segir að veðrið gangi í raun ekki niður fyrr en síðdegis á morgun. „Þetta verður aðeins skrárra í fyrramálið en svo batnar þetta ekki almennilega fyrr en síðdegis og annað kvöld verður komið rólegasta veður. Þá fjarlægist lægðin og er úr sögunni en svo kemur frænka hennar á jóladag þegar við fáum hvassa norðanátt með snjókomu á Norður-og Austurlandi. Þar verður versta veðrið en það mun snjóa víðar á landinu,“ segir Teitur. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í kvöld muni lægja mikið fyrir austan Klaustur og í Öræfum en í Suðursveit og Hornafirði er útlit fyrir vindröst af jökli með hviðum allt að 35 til 40 metrar á sekúndu allt til klukkan 9 í fyrramálið. Á Austfjörðum og Austurlandi helst stórhríðin með norðan 15 til 22 metrum á sekúndu allt til morguns og skánar ekki að ráði fyrr en um hádegi. Austan til á Norðurlandi mun einnig snjóa víðast hvar til morguns og verður sums staðar skafrenningur og takmarkað skyggni. Vestan Eyjafjarðar verður skaplegra veður, víða snjókoma en að mestu laust við skafrenning.Veðurspá Veðurstofu Íslands má lesa hér að neðan:Norðlæg átt 15-25 metrar á sekúndu í kvöld, en 10-18 um landið vestanvert. Víða snjókoma á landinu og vægt frost, talsverð ofankoma norðaustanlands. Rigning eða slydda með austurströndinni og frostlaust þar.Lægir smám saman á morgun, hæg breytileg átt annað kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands. Kólnar í veðri.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðaustananátt um landið norðan- og austanvert og snjókoma, en slydda eða rigning við austurströndina. Allhvöss vestlæg átt sunnan- og suðvestanlands með éljagangi. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða dálítil él, en snjókoma fram eftir degi norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 10 stig.
Veður Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira