Óveðrið á Austurlandi: „Óðs manns æði að fara af stað núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2016 17:27 „Við erum bara með sama viðbúnað og alltaf. Okkar björgunarsveitarmenn eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar þegar á þarf að halda en núna eru björgunarsveitarmenn þar sem versta veðrið ermeð varann á sér,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi en veður fer nú versnandi á Austurlandi og er hætta á að fjallvegir þar lokist á næstunni. Nú þegar hefur vegunum um Mývatns-og Möðrudalsöræfi verið lokað, sem og vegunum um Oddskarð, Skeiðarársand og Öræfasveit. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar og hér má lesa um þjónustu Vegagerðarinnar yfir jól og áramót. Þorsteinn segir að skilaboð Landsbjargar séu einföld. „Það er óðs manns æði að fara af stað núna. Þða er ekkert ferðaveður á þessum svæðum svo fólk á bara að halda kyrru fyrir. Það er miklu betra að bíða þetta af sér heldur en að vera fastur uppi á heiði í myrkri og kulda og bíða björgunar, þurfa að skilja bílinn eftir og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur, segir að veðrið gangi í raun ekki niður fyrr en síðdegis á morgun. „Þetta verður aðeins skrárra í fyrramálið en svo batnar þetta ekki almennilega fyrr en síðdegis og annað kvöld verður komið rólegasta veður. Þá fjarlægist lægðin og er úr sögunni en svo kemur frænka hennar á jóladag þegar við fáum hvassa norðanátt með snjókomu á Norður-og Austurlandi. Þar verður versta veðrið en það mun snjóa víðar á landinu,“ segir Teitur. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í kvöld muni lægja mikið fyrir austan Klaustur og í Öræfum en í Suðursveit og Hornafirði er útlit fyrir vindröst af jökli með hviðum allt að 35 til 40 metrar á sekúndu allt til klukkan 9 í fyrramálið. Á Austfjörðum og Austurlandi helst stórhríðin með norðan 15 til 22 metrum á sekúndu allt til morguns og skánar ekki að ráði fyrr en um hádegi. Austan til á Norðurlandi mun einnig snjóa víðast hvar til morguns og verður sums staðar skafrenningur og takmarkað skyggni. Vestan Eyjafjarðar verður skaplegra veður, víða snjókoma en að mestu laust við skafrenning.Veðurspá Veðurstofu Íslands má lesa hér að neðan:Norðlæg átt 15-25 metrar á sekúndu í kvöld, en 10-18 um landið vestanvert. Víða snjókoma á landinu og vægt frost, talsverð ofankoma norðaustanlands. Rigning eða slydda með austurströndinni og frostlaust þar.Lægir smám saman á morgun, hæg breytileg átt annað kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands. Kólnar í veðri.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðaustananátt um landið norðan- og austanvert og snjókoma, en slydda eða rigning við austurströndina. Allhvöss vestlæg átt sunnan- og suðvestanlands með éljagangi. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða dálítil él, en snjókoma fram eftir degi norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 10 stig. Veður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
„Við erum bara með sama viðbúnað og alltaf. Okkar björgunarsveitarmenn eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar þegar á þarf að halda en núna eru björgunarsveitarmenn þar sem versta veðrið ermeð varann á sér,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi en veður fer nú versnandi á Austurlandi og er hætta á að fjallvegir þar lokist á næstunni. Nú þegar hefur vegunum um Mývatns-og Möðrudalsöræfi verið lokað, sem og vegunum um Oddskarð, Skeiðarársand og Öræfasveit. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar og hér má lesa um þjónustu Vegagerðarinnar yfir jól og áramót. Þorsteinn segir að skilaboð Landsbjargar séu einföld. „Það er óðs manns æði að fara af stað núna. Þða er ekkert ferðaveður á þessum svæðum svo fólk á bara að halda kyrru fyrir. Það er miklu betra að bíða þetta af sér heldur en að vera fastur uppi á heiði í myrkri og kulda og bíða björgunar, þurfa að skilja bílinn eftir og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur, segir að veðrið gangi í raun ekki niður fyrr en síðdegis á morgun. „Þetta verður aðeins skrárra í fyrramálið en svo batnar þetta ekki almennilega fyrr en síðdegis og annað kvöld verður komið rólegasta veður. Þá fjarlægist lægðin og er úr sögunni en svo kemur frænka hennar á jóladag þegar við fáum hvassa norðanátt með snjókomu á Norður-og Austurlandi. Þar verður versta veðrið en það mun snjóa víðar á landinu,“ segir Teitur. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í kvöld muni lægja mikið fyrir austan Klaustur og í Öræfum en í Suðursveit og Hornafirði er útlit fyrir vindröst af jökli með hviðum allt að 35 til 40 metrar á sekúndu allt til klukkan 9 í fyrramálið. Á Austfjörðum og Austurlandi helst stórhríðin með norðan 15 til 22 metrum á sekúndu allt til morguns og skánar ekki að ráði fyrr en um hádegi. Austan til á Norðurlandi mun einnig snjóa víðast hvar til morguns og verður sums staðar skafrenningur og takmarkað skyggni. Vestan Eyjafjarðar verður skaplegra veður, víða snjókoma en að mestu laust við skafrenning.Veðurspá Veðurstofu Íslands má lesa hér að neðan:Norðlæg átt 15-25 metrar á sekúndu í kvöld, en 10-18 um landið vestanvert. Víða snjókoma á landinu og vægt frost, talsverð ofankoma norðaustanlands. Rigning eða slydda með austurströndinni og frostlaust þar.Lægir smám saman á morgun, hæg breytileg átt annað kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands. Kólnar í veðri.Á sunnudag (jóladagur):Hvöss norðaustananátt um landið norðan- og austanvert og snjókoma, en slydda eða rigning við austurströndina. Allhvöss vestlæg átt sunnan- og suðvestanlands með éljagangi. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðlæg átt og víða dálítil él, en snjókoma fram eftir degi norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 10 stig.
Veður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira