Sigmundur fékk mörg hundruð atkvæði frá Bangladess Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2016 13:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosinn maður ársins á Útvarpi Sögu. vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vann kosningu um Mann ársins á Rás 2 út á atkvæði frá erlendum IP-tölum. Það komst þó upp áður en úrslitin voru kunngjörð og eftir endurtalningu stóðu björgunarsveitir Landsbjargar uppi sem sigurvegarar. Sigmundur hafnaði í þriðja sæti. Heimildir fréttastofu herma að mörg hundruð atkvæði hafi borist í gegnum IP-tölur frá Bangladess, en kosningin fór fram í gegnum vef Ríkisútvarpsins. Fleiri fengu hins vegar einnig atkvæði erlendis frá, en enginn eins mörg og Sigmundur. Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann staðfesti hins vegar að verið væri að skoða hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað í kosningunni. Aðspurður sagði hann að þau atkvæði sem teljist óeðlileg verði sjálfkrafa ógild. Sigmundur Davíð greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði fengið símtal frá Ríkisútvarpinu þar sem hann hefði verið beðinn um að taka við viðurkenningu sem maður ársins. Það hafi hins vegar breyst eftir endurtalningu en sagðist sáttur við að björgunarsveitirnar hefðu hreppt nafnbótina, enda séu þær helsta stolt Íslendinga. Sigmundur Davíð var valinn maður ársins á Útvarpi Sögu í vikunni. Alls bárust 20 þúsund gild atkvæði í kosningunni en tilkynnt var um sigurvegarann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Annað sætið hreppti Jóhannes KR. Kristjánsson og Sigmundur Davíð í þriðja sætið. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu vegna deilna Sigmundar Davíðs við RÚV vegna þess sem hann telur ósanngjarna umfjöllun um sig á árinu sem senn er að líða. Er hann sérstaklega ósáttur við umfjöllun í tengslum við félagið Wintris. Jóhannes Kr. hélt utan um umfjöllun Reykjavík Media í samstarfi við Kastljós og sænska ríkisútvarpið við úrvinnslu gagna úr Panama-lekanum þaðan sem upplýsingarnar um umrætt félag komu fram. Sigmundur hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV, sem stendur við allan sinn flutning. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26 Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30 Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vann kosningu um Mann ársins á Rás 2 út á atkvæði frá erlendum IP-tölum. Það komst þó upp áður en úrslitin voru kunngjörð og eftir endurtalningu stóðu björgunarsveitir Landsbjargar uppi sem sigurvegarar. Sigmundur hafnaði í þriðja sæti. Heimildir fréttastofu herma að mörg hundruð atkvæði hafi borist í gegnum IP-tölur frá Bangladess, en kosningin fór fram í gegnum vef Ríkisútvarpsins. Fleiri fengu hins vegar einnig atkvæði erlendis frá, en enginn eins mörg og Sigmundur. Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann staðfesti hins vegar að verið væri að skoða hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað í kosningunni. Aðspurður sagði hann að þau atkvæði sem teljist óeðlileg verði sjálfkrafa ógild. Sigmundur Davíð greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði fengið símtal frá Ríkisútvarpinu þar sem hann hefði verið beðinn um að taka við viðurkenningu sem maður ársins. Það hafi hins vegar breyst eftir endurtalningu en sagðist sáttur við að björgunarsveitirnar hefðu hreppt nafnbótina, enda séu þær helsta stolt Íslendinga. Sigmundur Davíð var valinn maður ársins á Útvarpi Sögu í vikunni. Alls bárust 20 þúsund gild atkvæði í kosningunni en tilkynnt var um sigurvegarann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Annað sætið hreppti Jóhannes KR. Kristjánsson og Sigmundur Davíð í þriðja sætið. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu vegna deilna Sigmundar Davíðs við RÚV vegna þess sem hann telur ósanngjarna umfjöllun um sig á árinu sem senn er að líða. Er hann sérstaklega ósáttur við umfjöllun í tengslum við félagið Wintris. Jóhannes Kr. hélt utan um umfjöllun Reykjavík Media í samstarfi við Kastljós og sænska ríkisútvarpið við úrvinnslu gagna úr Panama-lekanum þaðan sem upplýsingarnar um umrætt félag komu fram. Sigmundur hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV, sem stendur við allan sinn flutning.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26 Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30 Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26
Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30
Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22