Segir húðkeipa Skrælingja styðja að Vínland var í New Brunswick Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2017 20:00 Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings, sem telur lýsingar á húðkeipum Skrælingjanna útiloka að Vínland hafi verið New York. Þetta kom fram í Landnemunum og fréttum Stöðvar 2. Fræðimenn deila enn um hvar Vínland var sem Leifur heppni fann. Helsti sérfræðingurinn vestanhafs um Vínlandssögurnar er sænski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace en hún tók þátt í að grafa upp víkingatóftirnar á Nýfundnalandi. Hún telur að Miramichi-svæðið í New Brunswick hafi verið sá staður sem Þorfinnur karlsefni nefndi Hóp en þar voru mestu samskiptin við Skrælingjana, ef marka má fornsögurnar. Á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi má sjá myndir af bátum eins og þeir notuðu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birgitta telur að lýsingar á bátum Skrælingjanna hjálpi til að staðsetja Hóp og Vínland en þeir voru í sögunum sagðir á húðkeipum, eða skinnbátum. Svo vill til að slíkir bátar voru ekki notaðir af öllum indíánaflokkum, þeir voru á ákveðnu svæði. „Slíkir kanóar voru ekki til fyrir sunnan miðhluta Maine og fyrir sunnan Boston voru engir kanóar yfirhöfuð,“ segir Birgitta Wallace. „Það þýðir að Hóp hefur verið fyrir norðan Boston og líklega fyrir norðan miðhluta Maine. En þeir voru mjög algengir í New Brunswick.“ -Svo þetta getur ekki hafa verið í New York? „Nei, það getur ekki verið. Ekki ef þeir hafa séð húðkeipa,“ segir Birgitta.George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hún telur líklegast að Skrælingjarnir hafi verið af ættbálki Mikmaq-indíána en þeirra búsvæði voru einkum við innanverðan Lárensflóa, í New Brunswick og Nova Scotia. Fulltrúar þeirra sögðu okkur að þeirra ættbálkur hefði gert sér báta úr dýraskinnum. „Við vorum líklega með þeim fyrstu til að hitta Evrópubúa þegar þeir hófu að ferðast til annarra landa. Við vorum þeir fyrstu sem þeir hittu á ströndinni,“ segir George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi.Frá Miramichi-ánni í New Brunswick. Birgitta Wallace telur að Vínland hið góða hafi verið á þessu svæði.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings, sem telur lýsingar á húðkeipum Skrælingjanna útiloka að Vínland hafi verið New York. Þetta kom fram í Landnemunum og fréttum Stöðvar 2. Fræðimenn deila enn um hvar Vínland var sem Leifur heppni fann. Helsti sérfræðingurinn vestanhafs um Vínlandssögurnar er sænski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace en hún tók þátt í að grafa upp víkingatóftirnar á Nýfundnalandi. Hún telur að Miramichi-svæðið í New Brunswick hafi verið sá staður sem Þorfinnur karlsefni nefndi Hóp en þar voru mestu samskiptin við Skrælingjana, ef marka má fornsögurnar. Á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi má sjá myndir af bátum eins og þeir notuðu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birgitta telur að lýsingar á bátum Skrælingjanna hjálpi til að staðsetja Hóp og Vínland en þeir voru í sögunum sagðir á húðkeipum, eða skinnbátum. Svo vill til að slíkir bátar voru ekki notaðir af öllum indíánaflokkum, þeir voru á ákveðnu svæði. „Slíkir kanóar voru ekki til fyrir sunnan miðhluta Maine og fyrir sunnan Boston voru engir kanóar yfirhöfuð,“ segir Birgitta Wallace. „Það þýðir að Hóp hefur verið fyrir norðan Boston og líklega fyrir norðan miðhluta Maine. En þeir voru mjög algengir í New Brunswick.“ -Svo þetta getur ekki hafa verið í New York? „Nei, það getur ekki verið. Ekki ef þeir hafa séð húðkeipa,“ segir Birgitta.George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hún telur líklegast að Skrælingjarnir hafi verið af ættbálki Mikmaq-indíána en þeirra búsvæði voru einkum við innanverðan Lárensflóa, í New Brunswick og Nova Scotia. Fulltrúar þeirra sögðu okkur að þeirra ættbálkur hefði gert sér báta úr dýraskinnum. „Við vorum líklega með þeim fyrstu til að hitta Evrópubúa þegar þeir hófu að ferðast til annarra landa. Við vorum þeir fyrstu sem þeir hittu á ströndinni,“ segir George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi.Frá Miramichi-ánni í New Brunswick. Birgitta Wallace telur að Vínland hið góða hafi verið á þessu svæði.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.
Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00
Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15