Ungu strákarnir lofa góðu en varnarleikurinn er enn þá til vandræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2017 19:00 Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta lofuðu góðu á æfingamótinu Danmörku en þeir eiga langt í land eins og íslenska liðið segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um strákana okkar. Þeir hefja leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn. Það sáust bæði góðir og slæmir hlutir hjá íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Danmörku sem lauk í gær með skell gegn Ólympíumeisturum Dana. Mesta athygli fengu þrír ungir strákar; leikstjórnandinn Janus Daði Smárason, línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson og hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon sem voru hvergi bangnir sama hversu mikla ábyrgð þeir þurftu að taka í leikjunum. „Þeir stóðu sig mjög vel um helgina. Sérstaklega þessir þrír strákar; Ómar, Arnar og Janus, sem eru að koma úr U21 árs landsliðinu. Þeir voru ákafir og grimmir og létu finna fyrir sér. Ég hef litlar væntingar en vona það besta. Maður er bara spenntur að sjá hvernig þessir stráka munu stimpla sig inn í þetta lið,“ segir Einar Andri. Janus Daði spilaði mest þessara þriggja leikmanna þar sem hinir tveir voru sendir í verkefni með U21 árs landsliðinu um helgina. Hann var mjög grimmur í sínum leik og skoraði ellefu mörk í 18 skotum og fiskaði fjögur víti. Það var það góða en hann skorti svolítið að búa til fyrir aðra. „Janus var virkilega ákafur og grimmur. Hann lét til sín taka og þorði að taka á skarið. Það skilaði sér í mörkum en síðan var hin hliðin að við töpuðum boltum og fengum hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það vantaði ákveðið skipulag enda strákar þarna að spila í fyrsta skipti saman þannig það var ákveðið óöryggi í hlutunum. Menn voru að mæta á vitlausum hraða á boltann og losa hann á röngum augnablikum,“ segir Einar Andri. Íslenska liðið fékk 30 mörk á sig að meðaltali á mótinu og varnarleikurinn því enn þá hausverkur eins og hann hefur verið undanfarin misseri. „Það eru vandamál í varnarleiknum sem þarf að tækla. Það þarf að finna réttu blönduna og finna út hverjir virka best í miðju varnarinnar. Það er verið að spila núna svolítið skiptingalaust og þar eru menn í nýjum hlutverkum. Hvort sem litið er til sóknar eða varnar er þetta lið nánast alveg nýtt, allavega ef litið er til leikmannanna sem eru í ábyrgðarhlutverkum. Þetta þarf tíma en já, vörnin þarf að lagast,“ segir Einar Andri Einarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en nánar verður rætt við Einar Andra í Fréttablaðinu á morgun. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. janúar 2017 12:30 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. 8. janúar 2017 21:00 Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið inn á vellinum í meira en 6500 mínútur með íslenska landsliðinu á stórmótum. Undanfarin sautján ár hefur Guðjón Valur alltaf verið til taks og tilbúinn að gefa allt sitt fyrir íslenska landsliði 9. janúar 2017 07:00 Tandri Már ekki með á HM | Vignir heim vegna veikinda Sextán leikmenn fara með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudag. 9. janúar 2017 12:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta lofuðu góðu á æfingamótinu Danmörku en þeir eiga langt í land eins og íslenska liðið segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um strákana okkar. Þeir hefja leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn. Það sáust bæði góðir og slæmir hlutir hjá íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Danmörku sem lauk í gær með skell gegn Ólympíumeisturum Dana. Mesta athygli fengu þrír ungir strákar; leikstjórnandinn Janus Daði Smárason, línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson og hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon sem voru hvergi bangnir sama hversu mikla ábyrgð þeir þurftu að taka í leikjunum. „Þeir stóðu sig mjög vel um helgina. Sérstaklega þessir þrír strákar; Ómar, Arnar og Janus, sem eru að koma úr U21 árs landsliðinu. Þeir voru ákafir og grimmir og létu finna fyrir sér. Ég hef litlar væntingar en vona það besta. Maður er bara spenntur að sjá hvernig þessir stráka munu stimpla sig inn í þetta lið,“ segir Einar Andri. Janus Daði spilaði mest þessara þriggja leikmanna þar sem hinir tveir voru sendir í verkefni með U21 árs landsliðinu um helgina. Hann var mjög grimmur í sínum leik og skoraði ellefu mörk í 18 skotum og fiskaði fjögur víti. Það var það góða en hann skorti svolítið að búa til fyrir aðra. „Janus var virkilega ákafur og grimmur. Hann lét til sín taka og þorði að taka á skarið. Það skilaði sér í mörkum en síðan var hin hliðin að við töpuðum boltum og fengum hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það vantaði ákveðið skipulag enda strákar þarna að spila í fyrsta skipti saman þannig það var ákveðið óöryggi í hlutunum. Menn voru að mæta á vitlausum hraða á boltann og losa hann á röngum augnablikum,“ segir Einar Andri. Íslenska liðið fékk 30 mörk á sig að meðaltali á mótinu og varnarleikurinn því enn þá hausverkur eins og hann hefur verið undanfarin misseri. „Það eru vandamál í varnarleiknum sem þarf að tækla. Það þarf að finna réttu blönduna og finna út hverjir virka best í miðju varnarinnar. Það er verið að spila núna svolítið skiptingalaust og þar eru menn í nýjum hlutverkum. Hvort sem litið er til sóknar eða varnar er þetta lið nánast alveg nýtt, allavega ef litið er til leikmannanna sem eru í ábyrgðarhlutverkum. Þetta þarf tíma en já, vörnin þarf að lagast,“ segir Einar Andri Einarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en nánar verður rætt við Einar Andra í Fréttablaðinu á morgun.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. janúar 2017 12:30 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. 8. janúar 2017 21:00 Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið inn á vellinum í meira en 6500 mínútur með íslenska landsliðinu á stórmótum. Undanfarin sautján ár hefur Guðjón Valur alltaf verið til taks og tilbúinn að gefa allt sitt fyrir íslenska landsliði 9. janúar 2017 07:00 Tandri Már ekki með á HM | Vignir heim vegna veikinda Sextán leikmenn fara með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudag. 9. janúar 2017 12:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. janúar 2017 12:30
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. 8. janúar 2017 21:00
Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið inn á vellinum í meira en 6500 mínútur með íslenska landsliðinu á stórmótum. Undanfarin sautján ár hefur Guðjón Valur alltaf verið til taks og tilbúinn að gefa allt sitt fyrir íslenska landsliði 9. janúar 2017 07:00
Tandri Már ekki með á HM | Vignir heim vegna veikinda Sextán leikmenn fara með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudag. 9. janúar 2017 12:01