Rassskellur á móti Dönum er enginn heimsendir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2017 06:00 Geir Sveinsson. Vísir/Ernir Geir Sveinsson og strákarnir okkar þurfa að gera miklu betur á HM í Frakklandi en þeir gerðu í átta marka tapi, 34-26, fyrir lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í gærkvöldi. Danir höfðu ekki mikið fyrir því að rassskella íslenska liðið sem tapaði þar með tveimur síðustu leikjum sínum fyrir HM sem hefst á fimmtudaginn. Eftir flottan sigur á Egyptum á fimmtudaginn töpuðu strákarnir á móti Ungverjum á föstudaginn og svo í Árósum í gærkvöldi. Íslenska liðið mætir Spánverjum á fimmtudaginn og það góða við leikinn í gærkvöldi er það að Spánverjum er hætt við að vanmeta okkar menn eftir svona útreið.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirBara veruleikinn í dag „Þetta er bara veruleikinn í dag. Að tapa á móti Ólympíumeisturum Dana á þeirra eigin heimavelli með átta mörkum er enginn heimsendir. Yfirburðirnir eru klárlega til staðar og þetta var bara brekka allan leikinn. Þetta var bara virkilega erfitt en við vissum það líka. Þetta er bara munurinn á þessum toppklassa og þar sem við erum staddir í dag,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Geir hefur ekki áhyggjur af því að enda undirbúninginn á svona skelli. „Það skiptir engu máli. Menn læra yfirleitt mest af því að gera mistök. Við verðum bara að nýta þetta og læra af þessu. Eins og ég sagði við drengina eftir leikinn er, að það er það sem við krefjum okkur sjálfa um. Við gerum þær kröfur til okkar, alveg óháð úrslitunum og alveg óháð getu Dana, að sætta okkur ekki við að þetta sé svona heldur finna út hvað við hefðum getað gert betur til þess að bæta okkar leik. Það er bara okkar vinna,“ sagði Geir. Landsliðsþjálfarinn mun ákveða það á morgun hverjir fara með íslenska liðinu á heimsmeistaramótið í Frakklandi. „Ég þarf að melta þetta. Auðvitað er ég með einhverjar hugmyndir um hvað ég ætla að gera. Ég gef mér sólarhringinn í að ákveða það,“ sagði Geir og eitt af stærstu spurningamerkjunum er stórskyttan Aron Pálmarsson.Aron PálmarssonVísir/ErnirKemur í ljós með Aron á morgun „Aron mun koma út og til móts við okkur á morgun (í dag). Við munum taka stöðuna á Aroni Pálmarssyni niður í Frakklandi 10. janúar. Þetta veltur svolítið á æfingunni sem við prófum hann. Það teygist hugsanlega yfir á 11. janúar áður en endanleg niðurstaða fæst,“ segir Geir. Íslenska landsliðið saknaði mikið ógnunarinnar frá Aroni en hvaða landslið myndi ekki gera það. „Við erum ekki að fara að hengja haus yfir þessu og þetta er enginn heimsendir. Það kemur dagur eftir þennan dag. Okkar markmið er bara að halda áfram okkar vinnu. Það er langt og strangt mót fram undan og við þurfum bara að vinna í okkar hlutum, hafa trú á því sem við erum að gera og reyna að bæta okkur,“ segir Geir og hann hrósaði skapgerð sinna manna „Viljinn er til staðar og það vantaði ekkert upp á það hjá leikmönnum í dag. Það var vilji og menn voru að gefa sig alla í verkefnið. Andstæðingurinn var einfaldlega það sterkur og við með of marga tæknifeila í leiknum. Ég held samt að ég sé ekkert að fara með rangt mál að segja að þessi styrkleiki bíður okkar í fyrsta leik,“ sagði Geir að lokum.Mads Mensah skorar í leiknum í gær.Vísir/Getty Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Geir Sveinsson og strákarnir okkar þurfa að gera miklu betur á HM í Frakklandi en þeir gerðu í átta marka tapi, 34-26, fyrir lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í gærkvöldi. Danir höfðu ekki mikið fyrir því að rassskella íslenska liðið sem tapaði þar með tveimur síðustu leikjum sínum fyrir HM sem hefst á fimmtudaginn. Eftir flottan sigur á Egyptum á fimmtudaginn töpuðu strákarnir á móti Ungverjum á föstudaginn og svo í Árósum í gærkvöldi. Íslenska liðið mætir Spánverjum á fimmtudaginn og það góða við leikinn í gærkvöldi er það að Spánverjum er hætt við að vanmeta okkar menn eftir svona útreið.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirBara veruleikinn í dag „Þetta er bara veruleikinn í dag. Að tapa á móti Ólympíumeisturum Dana á þeirra eigin heimavelli með átta mörkum er enginn heimsendir. Yfirburðirnir eru klárlega til staðar og þetta var bara brekka allan leikinn. Þetta var bara virkilega erfitt en við vissum það líka. Þetta er bara munurinn á þessum toppklassa og þar sem við erum staddir í dag,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Geir hefur ekki áhyggjur af því að enda undirbúninginn á svona skelli. „Það skiptir engu máli. Menn læra yfirleitt mest af því að gera mistök. Við verðum bara að nýta þetta og læra af þessu. Eins og ég sagði við drengina eftir leikinn er, að það er það sem við krefjum okkur sjálfa um. Við gerum þær kröfur til okkar, alveg óháð úrslitunum og alveg óháð getu Dana, að sætta okkur ekki við að þetta sé svona heldur finna út hvað við hefðum getað gert betur til þess að bæta okkar leik. Það er bara okkar vinna,“ sagði Geir. Landsliðsþjálfarinn mun ákveða það á morgun hverjir fara með íslenska liðinu á heimsmeistaramótið í Frakklandi. „Ég þarf að melta þetta. Auðvitað er ég með einhverjar hugmyndir um hvað ég ætla að gera. Ég gef mér sólarhringinn í að ákveða það,“ sagði Geir og eitt af stærstu spurningamerkjunum er stórskyttan Aron Pálmarsson.Aron PálmarssonVísir/ErnirKemur í ljós með Aron á morgun „Aron mun koma út og til móts við okkur á morgun (í dag). Við munum taka stöðuna á Aroni Pálmarssyni niður í Frakklandi 10. janúar. Þetta veltur svolítið á æfingunni sem við prófum hann. Það teygist hugsanlega yfir á 11. janúar áður en endanleg niðurstaða fæst,“ segir Geir. Íslenska landsliðið saknaði mikið ógnunarinnar frá Aroni en hvaða landslið myndi ekki gera það. „Við erum ekki að fara að hengja haus yfir þessu og þetta er enginn heimsendir. Það kemur dagur eftir þennan dag. Okkar markmið er bara að halda áfram okkar vinnu. Það er langt og strangt mót fram undan og við þurfum bara að vinna í okkar hlutum, hafa trú á því sem við erum að gera og reyna að bæta okkur,“ segir Geir og hann hrósaði skapgerð sinna manna „Viljinn er til staðar og það vantaði ekkert upp á það hjá leikmönnum í dag. Það var vilji og menn voru að gefa sig alla í verkefnið. Andstæðingurinn var einfaldlega það sterkur og við með of marga tæknifeila í leiknum. Ég held samt að ég sé ekkert að fara með rangt mál að segja að þessi styrkleiki bíður okkar í fyrsta leik,“ sagði Geir að lokum.Mads Mensah skorar í leiknum í gær.Vísir/Getty
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn