Gosið er ekki sökudólgurinn Almar Guðmundsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Kastljósinu hefur verið beint að sykruðum gosdrykkjum sem sökudólg þess að landsmenn eru að þyngjast. Það er afar mikil einföldun að einblína á sykraða gosdrykki sem helstu orsök offituvandans. Það sem Hagstofan kallar „gosdrykki“ og er túlkað sem „sykrað gos“ er villandi þar sem staðreyndin er sú að einungis innan við helmingur af því er raunverulega sykrað gos. Það er því beinlínis rangt að leggja alla gosdrykki að jöfnu, líkt og gert hefur verið í umfjöllun undanfarið. Gosdrykkir skiptast í sykraða gosdrykki, sykurlausa drykki með sætuefnum og kolsýrða vatnsdrykki. Samkvæmt Markaðsgreiningu/AC Nielsen á árabilinu 2012 til 2016 hefur vægi sykraðra drykkja sem seldir eru á Íslandi minnkað úr 59 prósentum í 48 prósent. Á sama tíma hefur vægi sykurlausra drykkja (ósætra gosdrykkja og drykkja með sætuefnum) vaxið úr 41 prósenti í 52. Neysluhegðun Íslendinga er að breytast hratt. Það hefur ekkert með sykurskatta að gera heldur er skýringin miklu fremur sú að neytendur eru að taka upplýsta ákvörðun um sína neyslu. Vöruþróun og vöruframboð íslenskra framleiðenda tekur mið af þessu og er í stöðugri þróun til að mæta breyttu neyslumynstri. Þær vörur sem eru í langmestum vexti eru kolsýrðir vatnsdrykkir og hefur sala á slíkum drykkjum vaxið um 83 prósent frá árinu 2010. Á sama tíma hefur sala á sykruðum gosdrykkjum minnkað um 15 prósent og neysla á sykurlausum gosdrykkjum hefur dregist saman um sex prósent. Þá má nefna að sykurneysla á Íslandi hefur minnkað um nær tíu kíló á mann á nærri fimmtíu ára tímabili. Árið 1967 var neysla sykurs á mann 51,7 kg og árið 2014 var neysla sykurs komin niður í 41,8 kg á mann. Það er öfug fylgni milli heildarneyslu sykurs á mann og aukningar á líkamsþyngd og því erfitt að koma auga á orsakasamhengi þar á milli. Þessar staðreyndir staðfesta að það er ekki sykrinum einum að kenna að landsmenn þyngjast og ljóst að gosið er ekki sökudólgurinn. Það blasir því við að leita þarf orsakanna víðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Kastljósinu hefur verið beint að sykruðum gosdrykkjum sem sökudólg þess að landsmenn eru að þyngjast. Það er afar mikil einföldun að einblína á sykraða gosdrykki sem helstu orsök offituvandans. Það sem Hagstofan kallar „gosdrykki“ og er túlkað sem „sykrað gos“ er villandi þar sem staðreyndin er sú að einungis innan við helmingur af því er raunverulega sykrað gos. Það er því beinlínis rangt að leggja alla gosdrykki að jöfnu, líkt og gert hefur verið í umfjöllun undanfarið. Gosdrykkir skiptast í sykraða gosdrykki, sykurlausa drykki með sætuefnum og kolsýrða vatnsdrykki. Samkvæmt Markaðsgreiningu/AC Nielsen á árabilinu 2012 til 2016 hefur vægi sykraðra drykkja sem seldir eru á Íslandi minnkað úr 59 prósentum í 48 prósent. Á sama tíma hefur vægi sykurlausra drykkja (ósætra gosdrykkja og drykkja með sætuefnum) vaxið úr 41 prósenti í 52. Neysluhegðun Íslendinga er að breytast hratt. Það hefur ekkert með sykurskatta að gera heldur er skýringin miklu fremur sú að neytendur eru að taka upplýsta ákvörðun um sína neyslu. Vöruþróun og vöruframboð íslenskra framleiðenda tekur mið af þessu og er í stöðugri þróun til að mæta breyttu neyslumynstri. Þær vörur sem eru í langmestum vexti eru kolsýrðir vatnsdrykkir og hefur sala á slíkum drykkjum vaxið um 83 prósent frá árinu 2010. Á sama tíma hefur sala á sykruðum gosdrykkjum minnkað um 15 prósent og neysla á sykurlausum gosdrykkjum hefur dregist saman um sex prósent. Þá má nefna að sykurneysla á Íslandi hefur minnkað um nær tíu kíló á mann á nærri fimmtíu ára tímabili. Árið 1967 var neysla sykurs á mann 51,7 kg og árið 2014 var neysla sykurs komin niður í 41,8 kg á mann. Það er öfug fylgni milli heildarneyslu sykurs á mann og aukningar á líkamsþyngd og því erfitt að koma auga á orsakasamhengi þar á milli. Þessar staðreyndir staðfesta að það er ekki sykrinum einum að kenna að landsmenn þyngjast og ljóst að gosið er ekki sökudólgurinn. Það blasir því við að leita þarf orsakanna víðar.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar