Viðskipti erlent

Buffett græðir vel

Benedikt Bóas skrifar
Warren Buffett hefur það ágætt.
Warren Buffett hefur það ágætt. vísir/getty
Milljarðamæringurinn Warren Buffett græddi að meðaltali 32,2 milljónir dala á dag eða 3,6 milljarða allt árið 2016, samkvæmt útreikningum Bloomberg. Hann gaf góðgerðarsamtökum hlutabréf fyrir 2,6 milljarða dollara í júlí síðasta sumar en þrátt fyrir það aukast auðæfi hans.

Þrátt fyrir andstöðu sína gegn Donald Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna segir Dr. Brian Klaas, prófessor í hagfræði, að milljarðamæringar eins og Buffett muni græða vel á kosningu Trumps. „Verkamenn munu ekki njóta góðs af stefnu Trumps heldur viðskiptamógúlar,“ segir hann í samtali við breska blaðið Independent. Buffett er annar ríkasti maður heims á eftir Bill Gates.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×