Hættu snarlega við lendingu vegna annarrar flugvélar á brautinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2017 13:17 Vélin var nánast lent þegar flugstjóra var tilkynnt um aðra vél á flugbrautinni. Vísir/Vilhelm Flugvél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn þurfti skyndilega að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að önnur vél var á brautinni. Vélin var svo gott sem lent á flugvellinum þegar hún þurfti að hækka flugið aftur. Hin flugvélin var í hinum enda flugbrautarinnar en lengri tíma tók að koma henni út af brautinni en áætlað var, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Hann segir enga hættu hafa skapast. „Það er bara hluti af starfi flugumferðarstjóra að teygja á tímanum sem næsta vél kemur inn og var flugstjórinn því beðinn um að taka aukahring. Það er mjög stuttur tími á milli véla þegar mest er að gera, en öllum ítrustu reglum var fylgt, eins og alltaf,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Aðspurður segir Guðni um það bil þrjá kílómetra hafa verið á milli flugvélanna tveggja. „Vélin var þarna við hinn endann og því var þetta ekki nálægt því að vera hættulegt atvik. Það eru reglur um að það megi ekki hafa tvær vélar á flugbrautinni á sama tíma og þeim reglum var fylgt.“ Þá segir hann það ekki algengt að atvik sem þessi komi upp, en að þegar svo beri undir sé ákveðnum verkferlum fylgt í hvarvetna.Greint var frá því í júní síðastliðnum að vél Icelandair frá Frankfurt hafi þurft að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Önnur vél var þá á brautinni en svartaþoka var á vellinum og vélin sem reyndist vera fyrir á flugbrautinni hafði misst af beygju inn á akstursbraut. Þurfti því að hætta snarlega við lendinguna. Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Flugvél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn þurfti skyndilega að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að önnur vél var á brautinni. Vélin var svo gott sem lent á flugvellinum þegar hún þurfti að hækka flugið aftur. Hin flugvélin var í hinum enda flugbrautarinnar en lengri tíma tók að koma henni út af brautinni en áætlað var, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Hann segir enga hættu hafa skapast. „Það er bara hluti af starfi flugumferðarstjóra að teygja á tímanum sem næsta vél kemur inn og var flugstjórinn því beðinn um að taka aukahring. Það er mjög stuttur tími á milli véla þegar mest er að gera, en öllum ítrustu reglum var fylgt, eins og alltaf,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Aðspurður segir Guðni um það bil þrjá kílómetra hafa verið á milli flugvélanna tveggja. „Vélin var þarna við hinn endann og því var þetta ekki nálægt því að vera hættulegt atvik. Það eru reglur um að það megi ekki hafa tvær vélar á flugbrautinni á sama tíma og þeim reglum var fylgt.“ Þá segir hann það ekki algengt að atvik sem þessi komi upp, en að þegar svo beri undir sé ákveðnum verkferlum fylgt í hvarvetna.Greint var frá því í júní síðastliðnum að vél Icelandair frá Frankfurt hafi þurft að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Önnur vél var þá á brautinni en svartaþoka var á vellinum og vélin sem reyndist vera fyrir á flugbrautinni hafði misst af beygju inn á akstursbraut. Þurfti því að hætta snarlega við lendinguna.
Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira