Veðurfræðingur hvatti til sniðgöngu á vörum frá Kína Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2017 11:35 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði. Ef Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin ættu þeir eftir fremsta megni að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt þeim. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði, þegar hún er spurð út í orð veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar sem hafa vakið mikla athygli.Áður en Einar flutti landsmönnum veðurfréttir í Sjónvarpinu í gærkvöldi varpaði hann upp línuriti frá bresku veðurstofunni sem sýndi að hitastig á jörðinni hefur aldrei verið hærra frá upphafi mælinga en í fyrra.Flutningur gríðarlega mengandi Einar sagði Íslendinga geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn þessari þróun með því að sniðganga vörur sem eru framleiddar í Kína. Sagði hann Kínverja brenna kolum til að framleiða vörur og því væru allar vörur sem framleiddar eru í Kína óumhverfisvænar. Brynhildur segir þetta hárrétt hjá Einari en það þurfi að huga að mörgu þegar kemur að því að velja vöru með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. „Það sem við þurfum að gera ar að bera saman kolefnisfótspor allra vara sem við erum að kaupa og kaupa það sem er með það minnsta,“ segir Brynhildur. Hún nefnir að flutningur vara geti verið gríðarlega mengandi, þá sérstaklega þær vörur sem eru fluttar til landsins með flugi. Þá sé gríðarleg neysla á vörum sem eru nánast einnota.Brenna kolum við framleiðslu „Við þurfum að draga úr því og velt fyrir okkur hvort við þurfum að fá vörurnar með svona miklum hraði og velta fyrir okkur hversu lengi vörurnar nýtast. E þær nýtast mjög stutt þarf að framleiða meira og það hefur sín áhrif,“ segir Brynhildur. Hún segir gott að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt okkur því þá er minna um flutninga. „Og það sem er framleitt á Íslandi er framleitt með rafmagni sem tengist orku sem er oft mun umhverfisvænni en annars staðar,“ segir Brynhildur og tekur fram að gríðarlega mikilvægt sé að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum.Rannsókn vísindamanna við háskólana í Kaliforníu, Harvard og Maryland leiddi nýverið í ljós að losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu vara í Kína er umtalsvert hærri en annars staðar, og er það rakið til þess að Kínverjar brenna kolum við framleiðslu. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Ef Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin ættu þeir eftir fremsta megni að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt þeim. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði, þegar hún er spurð út í orð veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar sem hafa vakið mikla athygli.Áður en Einar flutti landsmönnum veðurfréttir í Sjónvarpinu í gærkvöldi varpaði hann upp línuriti frá bresku veðurstofunni sem sýndi að hitastig á jörðinni hefur aldrei verið hærra frá upphafi mælinga en í fyrra.Flutningur gríðarlega mengandi Einar sagði Íslendinga geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn þessari þróun með því að sniðganga vörur sem eru framleiddar í Kína. Sagði hann Kínverja brenna kolum til að framleiða vörur og því væru allar vörur sem framleiddar eru í Kína óumhverfisvænar. Brynhildur segir þetta hárrétt hjá Einari en það þurfi að huga að mörgu þegar kemur að því að velja vöru með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. „Það sem við þurfum að gera ar að bera saman kolefnisfótspor allra vara sem við erum að kaupa og kaupa það sem er með það minnsta,“ segir Brynhildur. Hún nefnir að flutningur vara geti verið gríðarlega mengandi, þá sérstaklega þær vörur sem eru fluttar til landsins með flugi. Þá sé gríðarleg neysla á vörum sem eru nánast einnota.Brenna kolum við framleiðslu „Við þurfum að draga úr því og velt fyrir okkur hvort við þurfum að fá vörurnar með svona miklum hraði og velta fyrir okkur hversu lengi vörurnar nýtast. E þær nýtast mjög stutt þarf að framleiða meira og það hefur sín áhrif,“ segir Brynhildur. Hún segir gott að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt okkur því þá er minna um flutninga. „Og það sem er framleitt á Íslandi er framleitt með rafmagni sem tengist orku sem er oft mun umhverfisvænni en annars staðar,“ segir Brynhildur og tekur fram að gríðarlega mikilvægt sé að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum.Rannsókn vísindamanna við háskólana í Kaliforníu, Harvard og Maryland leiddi nýverið í ljós að losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu vara í Kína er umtalsvert hærri en annars staðar, og er það rakið til þess að Kínverjar brenna kolum við framleiðslu.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira