Sport

Nóg af lausum þjálfarastöðum í NFL-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chip Kelly í sínum síðasta leik sem þjálfari 49ers.
Chip Kelly í sínum síðasta leik sem þjálfari 49ers. vísir/getty
Deildarkeppni NFL-deildarinnar lauk í nótt og liðin biðu ekki boðanna og byrjuðu að reka þjálfara strax í nótt.

Áhugaverðasta starfið sem er í boði er hjá meisturum Denver Broncos þar sem Gary Kubiak mun hætta í dag af heilsufarsástæðum. Það fullyrða bandarískir fjölmiðlar.

San Francisco 49ers rak þjálfarann sinn, Chip Kelly, í nótt sem og framkvæmdastjóra félagsins, Trent Baalke. Búið að sparka Kelly nú tvö ár í röð.

San Diego Chargers rak svo sinn þjálfara, Mike McCoy, í nótt en hann hafði stýrt liðinu í fjögur ár.

LA Rams er svo búið að reka Jeff Fisher og Rex Ryan missti líka sitt starf hjá Buffalo Bills áður en tímabilinu lauk.

Jacksonville Jaguars vantar líka þjálfara þar sem búið er að reka Gus Bradley.

Fleiri þjálfarar verða svo reknir í dag er yfirmenn liðanna vakna í dag. Mánudagurinn eftir deildarkeppnina er alltaf kallaður svarti mánudagurinn og hann mun standa undir nafni í dag líkt og síðustu ár.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×