Handbolti

Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karabatic og félagar verða erfiðir viðureignar.
Karabatic og félagar verða erfiðir viðureignar. Vísir/EPA
Ísland endaði í fjórða sæti B-riðils á HM í handbolta og mætir Frökkum, gestgjöfum mótsins, í Lille á laugardag. Leikurinn hefst klukkan 17.00.

Frakkland er ríkjandi heimsmeistari og má búast við miklum mannfjölda á leiknum. Leikurinn fer fram á knattspyrnuleikvangi borgarinnar, Stade Pierre Mauroy, sem verður breytt í handboltahöll.

Áhorfendamet á handboltaleik í Frakklandi var sett á opnunarleiknum í París þegar rúmlega 15 þúsund áhorfendur voru á leiknum. En leikvangurinn í Lille getur tekið 27.500 manns í sæti og má reikna með að metið verði slegið á laugardaginn.

Frakkar höfnuðu í efsta sæti í A-riðli og því ljóst að róðurinn fyrir okkar menn verður þungur. Ísland hefði náð þriðja sætinu með sigri á Makedóníu í dag en niðurstaðan varð jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×