Innlent

Misvísandi yfirlýsingar frá Trump

Höskuldur Kári Schram skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að þrátt fyrir misvísandi yfirlýsingar Donalds Trump verðandi forseta Bandaríkjanna eigi hann ekki von á miklum stefnubreytingum af hálfu Bandaríkjamanna þegar kemur að varnarsamstarfi vestrænna ríkja.

Donald Trump tekur formlega við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun. Yfirlýsingar hans um Nató hafa vakið upp spurningar hvort vænta megi stefnubreytinga af hálfu Bandaríkjamanna þegar kemur að varnarsamstarfi vestrænna ríkja.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að yfirlýsingar Trump séu misvísandi og að hér á landi sé fylgst grannt með þróun mála.

„Það eru misvísandi yfirlýsingar að koma frá hinum verðandi forseta. Þess ber að geta að varaforsetaefni hans og sömuleiðis ráðherraefni tala um það að það verði ekki þessar grundvallarbreytingar sem margir hafa talið að gætu orðið í tíð nýs forseta. En ef til þess kæmi þá myndi það snerta fleira en bara Ísland. Það myndi snerta öll aðildarríki Nató og öll ríki heims ef út í það er farið,“ segir Guðlaugur Þór. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×