Guðni Th.: Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2017 13:15 Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fylgist með íslenska landsliðinu á HM i handbolta. Vísir/EPA Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í stóru viðtali við heimasíðu Alþjóðahandboltasambandsins þar sem er meðal annars farið vel yfir handboltaáhuga forsetans. Guðni Th. Jóhannesson talar fyrst um það í viðtalinu hvernig góður árangur íslenskra íþróttamanna er góð auglýsing fyrir Ísland á alþjóðlegum vettvangi. „Íþróttirnar geta sameinað fólk á svo jákvæðan hátt. Fyrir litla þjóð eins og Ísland þá er nokkuð öruggt að hver og einn þekkir einhvern í landsliðinu. Hann er kannski í fjölskyldunni eða gamall skólafélagi,“ segir Guðni. „Við höfum náð frábærum árangri í liðsíþróttum eins og í handbolta, fótbolta og körfubolta. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum þá voru það handboltastrákarnir sem fyrstir náðu góðum árangri á alþjóðavísu. Það er því sérstök tenging þar,“ segir Guðni. Guðni var spurður út í minningar sínar frá því að Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Ég var á Íslandi þá og man frekar eftir undanúrslitaleiknum en úrslitaleiknum. Ég man meira segja eftir sumum mörkunum og markvörslunum,“ segir Guðni í viðtalinu og nefnir meðal annars eitt marka Loga Geirssonar í undanúrslitaleiknum á móti Spáni. Guðni Th. er síðan spurður út í tengsl sín við handboltann því það fór ekkert framhjá blaðamanninum að Guðni hefur mikla ástríðu fyrir handboltanum. „Ég horft á handbolta alla ævi. Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni. Ég kem frá handboltafjölskyldu. Tveir yngri bræður mínir spiluðu handbolta og faðir minn var handboltaþjálfari. Ég á margar góðar minningar úr handboltanum og flestar þeirra á Íslandi,“ sagði Guðni. Guðni talar einnig um HM á Íslandi 1995 í þessu viðtali. „Ég fór á nokkra leiki. Þetta voru tímamót fyrir Ísland sem íþróttaþjóð og við vorum mjög ánægð með að sýna að við gætum haldið svona stórt mót í okkar landi,“ segir Guðni en bætir við: „Það hafði þó ekki góð áhrif á áhugann að liðinu gekk ekki vel inn á vellinum. Við stóðum okkur ekki eins vel og við vonuðumst til. Bróðir minn var í íslenska landsliðinu og ég man vel eftir vonbrigðum hans,“ segir Guðni . Guðni er líka spurður út í velgengni íslensku handboltaþjálfaranna síðustu ár og handboltaferilinn hjá honum sjálfum. „Ég spilaði margar stöður sem krakki en var oftast leikstjórnandi. Ég hætt að æfa sextán eða sautján ára. Ég hafði mjög gaman af handbolta en gerði mér grein fyrir því að ég yrði ekki einn af þeim bestu,“ segir Guðni en segir líka frá því þegar hann spilaði handbolta á námsárum hans í Englandi. „Ég vann þá Midlands Cup eitt árið og grínaðist með það við bróður minn, sem á yfir 200 landsleiki fyrir Ísland, að það væri bikar sem hann myndi aldrei vinna,“ sagði Guðni léttur.Það má lesa allt viðtalið við forsetann hér. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í stóru viðtali við heimasíðu Alþjóðahandboltasambandsins þar sem er meðal annars farið vel yfir handboltaáhuga forsetans. Guðni Th. Jóhannesson talar fyrst um það í viðtalinu hvernig góður árangur íslenskra íþróttamanna er góð auglýsing fyrir Ísland á alþjóðlegum vettvangi. „Íþróttirnar geta sameinað fólk á svo jákvæðan hátt. Fyrir litla þjóð eins og Ísland þá er nokkuð öruggt að hver og einn þekkir einhvern í landsliðinu. Hann er kannski í fjölskyldunni eða gamall skólafélagi,“ segir Guðni. „Við höfum náð frábærum árangri í liðsíþróttum eins og í handbolta, fótbolta og körfubolta. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum þá voru það handboltastrákarnir sem fyrstir náðu góðum árangri á alþjóðavísu. Það er því sérstök tenging þar,“ segir Guðni. Guðni var spurður út í minningar sínar frá því að Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Ég var á Íslandi þá og man frekar eftir undanúrslitaleiknum en úrslitaleiknum. Ég man meira segja eftir sumum mörkunum og markvörslunum,“ segir Guðni í viðtalinu og nefnir meðal annars eitt marka Loga Geirssonar í undanúrslitaleiknum á móti Spáni. Guðni Th. er síðan spurður út í tengsl sín við handboltann því það fór ekkert framhjá blaðamanninum að Guðni hefur mikla ástríðu fyrir handboltanum. „Ég horft á handbolta alla ævi. Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni. Ég kem frá handboltafjölskyldu. Tveir yngri bræður mínir spiluðu handbolta og faðir minn var handboltaþjálfari. Ég á margar góðar minningar úr handboltanum og flestar þeirra á Íslandi,“ sagði Guðni. Guðni talar einnig um HM á Íslandi 1995 í þessu viðtali. „Ég fór á nokkra leiki. Þetta voru tímamót fyrir Ísland sem íþróttaþjóð og við vorum mjög ánægð með að sýna að við gætum haldið svona stórt mót í okkar landi,“ segir Guðni en bætir við: „Það hafði þó ekki góð áhrif á áhugann að liðinu gekk ekki vel inn á vellinum. Við stóðum okkur ekki eins vel og við vonuðumst til. Bróðir minn var í íslenska landsliðinu og ég man vel eftir vonbrigðum hans,“ segir Guðni . Guðni er líka spurður út í velgengni íslensku handboltaþjálfaranna síðustu ár og handboltaferilinn hjá honum sjálfum. „Ég spilaði margar stöður sem krakki en var oftast leikstjórnandi. Ég hætt að æfa sextán eða sautján ára. Ég hafði mjög gaman af handbolta en gerði mér grein fyrir því að ég yrði ekki einn af þeim bestu,“ segir Guðni en segir líka frá því þegar hann spilaði handbolta á námsárum hans í Englandi. „Ég vann þá Midlands Cup eitt árið og grínaðist með það við bróður minn, sem á yfir 200 landsleiki fyrir Ísland, að það væri bikar sem hann myndi aldrei vinna,“ sagði Guðni léttur.Það má lesa allt viðtalið við forsetann hér.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira