Einar Andri gerir upp leik Íslands: Enginn dæmdur af þessum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2017 21:55 Rúnar Kárason skýtur að marki í kvöld. Vísir/EPA Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar og sérfræðingur Vísis um HM í handbolta, segir að sigurinn gegn Angóla í kvöld hafi verið leikur sem þurfti að klára. Ísland vann fjórtán marka sigur, 33-19, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 16-8. Einar Andri segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið skárri. Sjá einnig: Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla „Við vorum klaufar að vera ekki meira en átta mörkum yfir. Gaui fór illa með tvö hraðaupphlaup og við fórum illa með nokkur færi þar að auki. Við hefðum átt að vera 10-12 mörkum yfir í hálfleik miðað við spilamennskuna,“ sagði Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og markvörslunni en Björgvin Páll varði þrettán skot í fyrri hálfleiknum. „Við vorum með leikinn í okkar höndum en það vantaði herslumuninn að slátra leiknum algerlega,“ sagði han.Erfitt að spila gegn svona liði Það voru margar breytingar gerðar á liðinu í síðari hálfleik og Einar Andri segir að það hafi haft sín áhrif. „Þetta hikstaði hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott í tæpar 20 mínútur. Það var fúlt að missa forystuna niður í sjö mörk,“ sagði Einar Andri en á þessum kafla skoraði Angóla sjö mörk gegn sex mörkum Íslands. „Sigurinn var auðvitað aldrei í hættu en ég var að vonast til þess að við hefðum náð að rúlla fyrr yfir þá. En ég skil ákvörðun Geirs vel og að hann hafi viljað nota marga leikmenn. Næst eigum við leik gegn Makedóníu sem er úrslitaleikur fyrir okkur í riðlinum.“ „Ég veit ekki hvort að hann var að velta markatölunni eitthvað fyrir sér en það er vissulega erfitt að spila á móti svona liði, liði sem spilar óhefðbundinn handbolta og hangir lengi á boltanum.“ Hann segir að dómarapar leiksins, Lars Geipel og Marcus Helbig, hafi meira að segja fallið í þann pytt að fylgja eftir þeirri línu sem þeir eiga að gera. „Angóla fékk að spila langar sóknir og fékk ódýr fríköst. En þetta dómarapar er eitt það besta heimi og þetta sýnir að það er erfitt fyrir alla að halda einbeitingunni.“Fá aukamann fyrr inn í sóknina „Þessi leikur skipti engu máli nema bara að við þurftum að fá sigur. Það verður enginn dæmdur af þessum leik. Nú þurfum við að vinna Makedóníu og þá verður þriðja sætið í riðlinum voandi okkar,“ segir Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og sagði hann svipaðan og í mótinu hingað til. „Við höfum verið að lifa á vörn og markvörslu og það eina sem þeir náðu að nýta sér voru neglur utan af velli.“ „Það var svo erfitt að spila við þá í sókn. Þeir eru það sterkir og stórir. Það var erfitt að opna þá og fara á þá maður á móti manni. Við settum aukamann inn á undir lokin og við hefðum mátt gera það fyrr.“ Hann hrósaði Guðjóni Val fyrir frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik en segir að það hafi í raun enginn annar útileikmaður sem hafi staðið upp úr. „Þetta rann bara áfram. Þeir náðu sem betur fer að hvíla Rúnar ágætlega og Ólafur spilaði bara vörn. Það er því enginn þreyttur eftir þennan leik.“ Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk af vítalínunni í jafn mörgum tilraunum. Hann fékk hrós frá Einari Andra. „Ég held að þjálfarar U-21 liðsins hafi sagt í fyrra að hann hafi nýtt 28 af 29 sínum á EM síðasta sumar. Hann er ótrúleg vítaskytta og flottur leikmaður.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar og sérfræðingur Vísis um HM í handbolta, segir að sigurinn gegn Angóla í kvöld hafi verið leikur sem þurfti að klára. Ísland vann fjórtán marka sigur, 33-19, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 16-8. Einar Andri segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið skárri. Sjá einnig: Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla „Við vorum klaufar að vera ekki meira en átta mörkum yfir. Gaui fór illa með tvö hraðaupphlaup og við fórum illa með nokkur færi þar að auki. Við hefðum átt að vera 10-12 mörkum yfir í hálfleik miðað við spilamennskuna,“ sagði Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og markvörslunni en Björgvin Páll varði þrettán skot í fyrri hálfleiknum. „Við vorum með leikinn í okkar höndum en það vantaði herslumuninn að slátra leiknum algerlega,“ sagði han.Erfitt að spila gegn svona liði Það voru margar breytingar gerðar á liðinu í síðari hálfleik og Einar Andri segir að það hafi haft sín áhrif. „Þetta hikstaði hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott í tæpar 20 mínútur. Það var fúlt að missa forystuna niður í sjö mörk,“ sagði Einar Andri en á þessum kafla skoraði Angóla sjö mörk gegn sex mörkum Íslands. „Sigurinn var auðvitað aldrei í hættu en ég var að vonast til þess að við hefðum náð að rúlla fyrr yfir þá. En ég skil ákvörðun Geirs vel og að hann hafi viljað nota marga leikmenn. Næst eigum við leik gegn Makedóníu sem er úrslitaleikur fyrir okkur í riðlinum.“ „Ég veit ekki hvort að hann var að velta markatölunni eitthvað fyrir sér en það er vissulega erfitt að spila á móti svona liði, liði sem spilar óhefðbundinn handbolta og hangir lengi á boltanum.“ Hann segir að dómarapar leiksins, Lars Geipel og Marcus Helbig, hafi meira að segja fallið í þann pytt að fylgja eftir þeirri línu sem þeir eiga að gera. „Angóla fékk að spila langar sóknir og fékk ódýr fríköst. En þetta dómarapar er eitt það besta heimi og þetta sýnir að það er erfitt fyrir alla að halda einbeitingunni.“Fá aukamann fyrr inn í sóknina „Þessi leikur skipti engu máli nema bara að við þurftum að fá sigur. Það verður enginn dæmdur af þessum leik. Nú þurfum við að vinna Makedóníu og þá verður þriðja sætið í riðlinum voandi okkar,“ segir Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og sagði hann svipaðan og í mótinu hingað til. „Við höfum verið að lifa á vörn og markvörslu og það eina sem þeir náðu að nýta sér voru neglur utan af velli.“ „Það var svo erfitt að spila við þá í sókn. Þeir eru það sterkir og stórir. Það var erfitt að opna þá og fara á þá maður á móti manni. Við settum aukamann inn á undir lokin og við hefðum mátt gera það fyrr.“ Hann hrósaði Guðjóni Val fyrir frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik en segir að það hafi í raun enginn annar útileikmaður sem hafi staðið upp úr. „Þetta rann bara áfram. Þeir náðu sem betur fer að hvíla Rúnar ágætlega og Ólafur spilaði bara vörn. Það er því enginn þreyttur eftir þennan leik.“ Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk af vítalínunni í jafn mörgum tilraunum. Hann fékk hrós frá Einari Andra. „Ég held að þjálfarar U-21 liðsins hafi sagt í fyrra að hann hafi nýtt 28 af 29 sínum á EM síðasta sumar. Hann er ótrúleg vítaskytta og flottur leikmaður.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira