Smá komment um komment Óli Gneisti Sóleyjarson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Mig langar að rita örfá orð í tilefni greinar Stefáns Mána í Fréttablaðinu 17. janúar um athugasemdakerfi vefmiðla. Ég geri fastlega ráð fyrir að þau séu meira virði, að mati Stefáns, sem grein heldur en sem komment. Fyrir ekki svo löngu síðan gaf ég út spil sem heitir #Kommentakerfið. Það var ádeila mín á sömu umræðuhefð og Stefán Máni er að tala um. En mín ádeila var frá allt öðru sjónarhorni því ég held að athugasemdakerfin geti verið dásamleg ef miðlarnir sem hýsa þau leggja sig örlítið fram. Athugasemdakerfin geta nefnilega verið alveg frábært aðhald fyrir fjölmiðla. Þar getur almenningur bent á rangfærslur í fréttum og jafnvel á sjónarhorn sem farið hefur fram hjá fjölmiðlum. Ég veit auðvitað að svoleiðis athugasemdir ná oft að kafna bæði í heimsku sem og kjaftæði um hluti sem tengjast ekki einu sinni fréttinni sem ætti að vera til umræðu. En það eru alveg til lausnir á þessu. Bestu athugasemdakerfin á vefnum eru þau sem eru með milda ritstjórn. Sú gengur ekki einu sinni út á að eyða vondum athugasemdum heldur að taka þær úr umferð. Ritstjórar athugasemdakerfanna, sem er staða sem þarf að vera til hjá vefmiðlum sem bjóða upp á komment, merkja athugasemdir sem þeir telja að eigi ekki heima í umræðunni. Þær eru þá faldar þannig að lesendur þurfa sérstaklega að smella á þær til þess að lesa þær. Þannig missa þessar athugasemdir kraft sinn. Það má líka taka þá sem eru of oft í ruglinu úr umferð þannig að það þurfi einhver að lesa yfir athugasemdir þeirra áður en þær birtast. Gagn athugasemda sést þar sem þær ekki birtast. Í þessum mánuði birti Kjarninn tvær greinar eftir Heiðar Guðjónsson. Maður gæti haldið að Heiðar hefði valið greinum sínum birtingarstað sérstaklega út frá því að Kjarninn leyfir ekki athugasemdir. Greinarnar voru nefnilega uppfullar af staðreyndavillum sem auðvelt hefði verið að leiðrétta í athugasemdum en án athugasemdakerfis fá villurnar að standa óleiðréttar. Fjölmiðill sem leyfir ekki athugasemdir þarf að stunda miklu virkari staðreyndavakt í skrifum sem þar birtast. Þegar maður er þekktur rithöfundur sem fær birtar aðsendar greinar sínar í blöðum sem eru send á flest heimili í landinu þá skilur maður kannski ekki að tjáningarfrelsi er ekki alltaf sjálfgefið eða auðvelt. Stefán Máni stingur upp á að fólk deili fréttum með eigin athugasemdum á samfélagsmiðlum í stað þess að nota athugasemdakerfi. Málið er að þannig myndum við bara einangra enn frekar þá þægindabólu sem við höfum, með hjálp samfélagsmiðla, búið til fyrir okkur. Við þyrftum aldrei að horfa upp á allt þetta óþægilega fólk sem er ósammála okkur og yrðum þá enn meira hissa þegar þetta fólk tekur sig saman og kýs Donald Trump. Lýðræði krefst meiri rökræðu en ekki minni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „No comment” Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum 17. janúar 2017 07:00 Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að rita örfá orð í tilefni greinar Stefáns Mána í Fréttablaðinu 17. janúar um athugasemdakerfi vefmiðla. Ég geri fastlega ráð fyrir að þau séu meira virði, að mati Stefáns, sem grein heldur en sem komment. Fyrir ekki svo löngu síðan gaf ég út spil sem heitir #Kommentakerfið. Það var ádeila mín á sömu umræðuhefð og Stefán Máni er að tala um. En mín ádeila var frá allt öðru sjónarhorni því ég held að athugasemdakerfin geti verið dásamleg ef miðlarnir sem hýsa þau leggja sig örlítið fram. Athugasemdakerfin geta nefnilega verið alveg frábært aðhald fyrir fjölmiðla. Þar getur almenningur bent á rangfærslur í fréttum og jafnvel á sjónarhorn sem farið hefur fram hjá fjölmiðlum. Ég veit auðvitað að svoleiðis athugasemdir ná oft að kafna bæði í heimsku sem og kjaftæði um hluti sem tengjast ekki einu sinni fréttinni sem ætti að vera til umræðu. En það eru alveg til lausnir á þessu. Bestu athugasemdakerfin á vefnum eru þau sem eru með milda ritstjórn. Sú gengur ekki einu sinni út á að eyða vondum athugasemdum heldur að taka þær úr umferð. Ritstjórar athugasemdakerfanna, sem er staða sem þarf að vera til hjá vefmiðlum sem bjóða upp á komment, merkja athugasemdir sem þeir telja að eigi ekki heima í umræðunni. Þær eru þá faldar þannig að lesendur þurfa sérstaklega að smella á þær til þess að lesa þær. Þannig missa þessar athugasemdir kraft sinn. Það má líka taka þá sem eru of oft í ruglinu úr umferð þannig að það þurfi einhver að lesa yfir athugasemdir þeirra áður en þær birtast. Gagn athugasemda sést þar sem þær ekki birtast. Í þessum mánuði birti Kjarninn tvær greinar eftir Heiðar Guðjónsson. Maður gæti haldið að Heiðar hefði valið greinum sínum birtingarstað sérstaklega út frá því að Kjarninn leyfir ekki athugasemdir. Greinarnar voru nefnilega uppfullar af staðreyndavillum sem auðvelt hefði verið að leiðrétta í athugasemdum en án athugasemdakerfis fá villurnar að standa óleiðréttar. Fjölmiðill sem leyfir ekki athugasemdir þarf að stunda miklu virkari staðreyndavakt í skrifum sem þar birtast. Þegar maður er þekktur rithöfundur sem fær birtar aðsendar greinar sínar í blöðum sem eru send á flest heimili í landinu þá skilur maður kannski ekki að tjáningarfrelsi er ekki alltaf sjálfgefið eða auðvelt. Stefán Máni stingur upp á að fólk deili fréttum með eigin athugasemdum á samfélagsmiðlum í stað þess að nota athugasemdakerfi. Málið er að þannig myndum við bara einangra enn frekar þá þægindabólu sem við höfum, með hjálp samfélagsmiðla, búið til fyrir okkur. Við þyrftum aldrei að horfa upp á allt þetta óþægilega fólk sem er ósammála okkur og yrðum þá enn meira hissa þegar þetta fólk tekur sig saman og kýs Donald Trump. Lýðræði krefst meiri rökræðu en ekki minni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„No comment” Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum 17. janúar 2017 07:00
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun