Munu þessi frægu orð Barkley um Angóla eiga við í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2017 13:30 Íslenska handboltalandsliði og Barkley. Vísir/Samsett/Getty Ísland mætir Angóla á HM í handbolta í kvöld og ætti að ná þar í fyrsta sigur sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Það voru samt engin Charles Barkley stælar í strákunum okkar fyrir leikinn. Charles Barkley hefur látið margt flakka í gegnum árum og kjafturinn á honum var alltaf í aðalhlutverki á hans ferli og svo enn meira eftir að ferlinum lauk. Eitt af frægari ummælum Charles Barkley voru fyrir fyrsta leik bandaríska draumaliðsins á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Charles Barkley var þá mættur til Spánar með bestu körfuboltamönnum heims en NBA-leikmenn fengu þá í fyrsta sinn að vera með á Ólympíuleikum. Bandaríkjamenn voru þá með Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, David Robinson, Karl Malone og Scottie Pippen í sama liði og upptalningunni er langt í frá að vera lokið. Í liðinu voru einnig Patrick Ewing, Clyde Drexler, John Stockton, Chris Mullin, Christian Laettner og svo að sjálfsögðu Barkley sjálfur. Fyrsti leikurinn á mótinu var síðan leikur á móti Afríkuríkinu Angóla og fyrsta spurning til Barkley var hvað hann vissi um lið Angóla. Svar Charles Barkley var stutt og laggott: „Ég veit ekkert um Angóla en það eina sem ég veit er að Angóla á von á vandræðum,“ sagði Charles Barkley. Bandaríska landsliðið vann leikinn með 68 stiga mun (116-48) og skoraði um tíma 46 stig gegn einu. Eina stig Angólamanna á þeim tíma kom á vítalínunni eftir að Charles Barkley fékk á sig óíþróttamannslega villu. Charles Barkley var stigahæstur í bandaríska liðinu í leiknum með 24 stig og auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Michael Jordan lét sér nægja að skora 10 stig en var með 8 stolna bolta. Karl Malone var næststigahæstur með 19 stig. Enginn íslensku landsliðsmannanna í handbolta kom skiljanlega með „Charles Barkley“ ummæli um Angóla í gær en íslenska landsliðið mætir einmitt Angóla á HM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á móti og hann ætti að koma í kvöld á móti langlélegasta liði riðilsins. Íslendingar vona því að Angóla eigi von á vandræðum í Metz höllinni í kvöld. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með þessum heimsfrægu ummælum Charles Barkley frá sumrinu 1992. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Ísland mætir Angóla á HM í handbolta í kvöld og ætti að ná þar í fyrsta sigur sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Það voru samt engin Charles Barkley stælar í strákunum okkar fyrir leikinn. Charles Barkley hefur látið margt flakka í gegnum árum og kjafturinn á honum var alltaf í aðalhlutverki á hans ferli og svo enn meira eftir að ferlinum lauk. Eitt af frægari ummælum Charles Barkley voru fyrir fyrsta leik bandaríska draumaliðsins á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Charles Barkley var þá mættur til Spánar með bestu körfuboltamönnum heims en NBA-leikmenn fengu þá í fyrsta sinn að vera með á Ólympíuleikum. Bandaríkjamenn voru þá með Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, David Robinson, Karl Malone og Scottie Pippen í sama liði og upptalningunni er langt í frá að vera lokið. Í liðinu voru einnig Patrick Ewing, Clyde Drexler, John Stockton, Chris Mullin, Christian Laettner og svo að sjálfsögðu Barkley sjálfur. Fyrsti leikurinn á mótinu var síðan leikur á móti Afríkuríkinu Angóla og fyrsta spurning til Barkley var hvað hann vissi um lið Angóla. Svar Charles Barkley var stutt og laggott: „Ég veit ekkert um Angóla en það eina sem ég veit er að Angóla á von á vandræðum,“ sagði Charles Barkley. Bandaríska landsliðið vann leikinn með 68 stiga mun (116-48) og skoraði um tíma 46 stig gegn einu. Eina stig Angólamanna á þeim tíma kom á vítalínunni eftir að Charles Barkley fékk á sig óíþróttamannslega villu. Charles Barkley var stigahæstur í bandaríska liðinu í leiknum með 24 stig og auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Michael Jordan lét sér nægja að skora 10 stig en var með 8 stolna bolta. Karl Malone var næststigahæstur með 19 stig. Enginn íslensku landsliðsmannanna í handbolta kom skiljanlega með „Charles Barkley“ ummæli um Angóla í gær en íslenska landsliðið mætir einmitt Angóla á HM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á móti og hann ætti að koma í kvöld á móti langlélegasta liði riðilsins. Íslendingar vona því að Angóla eigi von á vandræðum í Metz höllinni í kvöld. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með þessum heimsfrægu ummælum Charles Barkley frá sumrinu 1992.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira