Munu þessi frægu orð Barkley um Angóla eiga við í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2017 13:30 Íslenska handboltalandsliði og Barkley. Vísir/Samsett/Getty Ísland mætir Angóla á HM í handbolta í kvöld og ætti að ná þar í fyrsta sigur sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Það voru samt engin Charles Barkley stælar í strákunum okkar fyrir leikinn. Charles Barkley hefur látið margt flakka í gegnum árum og kjafturinn á honum var alltaf í aðalhlutverki á hans ferli og svo enn meira eftir að ferlinum lauk. Eitt af frægari ummælum Charles Barkley voru fyrir fyrsta leik bandaríska draumaliðsins á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Charles Barkley var þá mættur til Spánar með bestu körfuboltamönnum heims en NBA-leikmenn fengu þá í fyrsta sinn að vera með á Ólympíuleikum. Bandaríkjamenn voru þá með Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, David Robinson, Karl Malone og Scottie Pippen í sama liði og upptalningunni er langt í frá að vera lokið. Í liðinu voru einnig Patrick Ewing, Clyde Drexler, John Stockton, Chris Mullin, Christian Laettner og svo að sjálfsögðu Barkley sjálfur. Fyrsti leikurinn á mótinu var síðan leikur á móti Afríkuríkinu Angóla og fyrsta spurning til Barkley var hvað hann vissi um lið Angóla. Svar Charles Barkley var stutt og laggott: „Ég veit ekkert um Angóla en það eina sem ég veit er að Angóla á von á vandræðum,“ sagði Charles Barkley. Bandaríska landsliðið vann leikinn með 68 stiga mun (116-48) og skoraði um tíma 46 stig gegn einu. Eina stig Angólamanna á þeim tíma kom á vítalínunni eftir að Charles Barkley fékk á sig óíþróttamannslega villu. Charles Barkley var stigahæstur í bandaríska liðinu í leiknum með 24 stig og auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Michael Jordan lét sér nægja að skora 10 stig en var með 8 stolna bolta. Karl Malone var næststigahæstur með 19 stig. Enginn íslensku landsliðsmannanna í handbolta kom skiljanlega með „Charles Barkley“ ummæli um Angóla í gær en íslenska landsliðið mætir einmitt Angóla á HM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á móti og hann ætti að koma í kvöld á móti langlélegasta liði riðilsins. Íslendingar vona því að Angóla eigi von á vandræðum í Metz höllinni í kvöld. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með þessum heimsfrægu ummælum Charles Barkley frá sumrinu 1992. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Ísland mætir Angóla á HM í handbolta í kvöld og ætti að ná þar í fyrsta sigur sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Það voru samt engin Charles Barkley stælar í strákunum okkar fyrir leikinn. Charles Barkley hefur látið margt flakka í gegnum árum og kjafturinn á honum var alltaf í aðalhlutverki á hans ferli og svo enn meira eftir að ferlinum lauk. Eitt af frægari ummælum Charles Barkley voru fyrir fyrsta leik bandaríska draumaliðsins á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Charles Barkley var þá mættur til Spánar með bestu körfuboltamönnum heims en NBA-leikmenn fengu þá í fyrsta sinn að vera með á Ólympíuleikum. Bandaríkjamenn voru þá með Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, David Robinson, Karl Malone og Scottie Pippen í sama liði og upptalningunni er langt í frá að vera lokið. Í liðinu voru einnig Patrick Ewing, Clyde Drexler, John Stockton, Chris Mullin, Christian Laettner og svo að sjálfsögðu Barkley sjálfur. Fyrsti leikurinn á mótinu var síðan leikur á móti Afríkuríkinu Angóla og fyrsta spurning til Barkley var hvað hann vissi um lið Angóla. Svar Charles Barkley var stutt og laggott: „Ég veit ekkert um Angóla en það eina sem ég veit er að Angóla á von á vandræðum,“ sagði Charles Barkley. Bandaríska landsliðið vann leikinn með 68 stiga mun (116-48) og skoraði um tíma 46 stig gegn einu. Eina stig Angólamanna á þeim tíma kom á vítalínunni eftir að Charles Barkley fékk á sig óíþróttamannslega villu. Charles Barkley var stigahæstur í bandaríska liðinu í leiknum með 24 stig og auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Michael Jordan lét sér nægja að skora 10 stig en var með 8 stolna bolta. Karl Malone var næststigahæstur með 19 stig. Enginn íslensku landsliðsmannanna í handbolta kom skiljanlega með „Charles Barkley“ ummæli um Angóla í gær en íslenska landsliðið mætir einmitt Angóla á HM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á móti og hann ætti að koma í kvöld á móti langlélegasta liði riðilsins. Íslendingar vona því að Angóla eigi von á vandræðum í Metz höllinni í kvöld. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með þessum heimsfrægu ummælum Charles Barkley frá sumrinu 1992.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira