Guðmundur, Dagur og Kristján á HM: Hundrað prósent árangur og 78 mörk í plús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 09:30 Kristján Andrésson, Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson eru að gera frábæra hluti með sín landslið. Vísir/Samsett Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum á HM í handbolta í Frakklandi en það er ekki mikið hægt að kvarta yfir hinum þremur íslensku þjálfurum á heimsmeistaramótinu. Kristján Andrésson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa stýrt sínum landsliðum til sigurs í báðum leikjum sínum á HM til þessa.Sænska landsliðið hefur unnið tvo risasigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á stórmóti undir stjórn Kristján Andréssonar. Svíar unnu 17 marka sigur á Barein og 18 marka sigur á Argentínu en sænska liðið hefur aðeins fengið á sig 16,5 mörk að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með bestu skotnýtinguna en liðið hefur nýtt 72 prósent skota sinna í þessum tveimur leikjum. Svíar ásamt Þjóðverjum eru líka það lið sem hefur tapað fæstum boltum eða aðeins 13 í þessum tveimur leikjum.Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, fylgdu eftir fjögurra marka sigri á Ungverjalandi með því að vinna 21 marks sigur á Síle í gær. Þjóðverjar hvíla í dag en mæta Sádí Arabíu á morgun sem ætti að vera annar auðveldur sigur.Danska landsliðið hefur ekki verið í miklum vandræðum í sínum fyrstu tveimur leikjum, vann fyrst ellefu marka sigur á Argentínu og svo sjö marka sigur á Egyptalandi. Guðmundur hefur dreift álaginu á sína menn og sjö leikmenn hafa skorað á bilinu fjögur til átta mörk í leikjunum tveimur. Samanlagt hafa þessir þrír þjálfarar unnið leikina sex með samtals 78 marka mun eða þrettán mörkum að meðaltali í leik. Það verður stór stund í kvöld þegar þeir Guðmundur og Kristján mætast með sín lið í lykilleik í D-riðlinum. Það er ljóst að báðir geta ekki verið með hundrað prósent árangur eftir þann leik. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í kvöld.Leikir sænska landsliðsins undir stjórn Kristján Andréssonar á HM 2017: 17 marka sigur á Barein (33-16) 18 marka sigur á Argentínu (35-17) 4 stig af 4 mögulegum og 35 mörk í plúsLeikir þýska landsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar á HM 2017: 4 marka sigur á Ungverjalandi (27-23) 21 marks sigur á Síle (35-14) 4 stig af 4 mögulegum og 25 mörk í plúsLeikir danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar á HM 2017: 11 marka sigur á Argentínu (33-22) 7 marka sigur á Egyptalandi (35-28) 4 stig af 4 mögulegum og 18 mörk í plús Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag. 13. janúar 2017 18:28 Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22 Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag. 13. janúar 2017 18:14 Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld. 13. janúar 2017 20:57 Ólympíumeistararnir fara vel af stað | Króatar í basli Danir fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir öruggan 11 marka sigur, 33-22, á Argentínu. 13. janúar 2017 21:15 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum á HM í handbolta í Frakklandi en það er ekki mikið hægt að kvarta yfir hinum þremur íslensku þjálfurum á heimsmeistaramótinu. Kristján Andrésson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa stýrt sínum landsliðum til sigurs í báðum leikjum sínum á HM til þessa.Sænska landsliðið hefur unnið tvo risasigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á stórmóti undir stjórn Kristján Andréssonar. Svíar unnu 17 marka sigur á Barein og 18 marka sigur á Argentínu en sænska liðið hefur aðeins fengið á sig 16,5 mörk að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með bestu skotnýtinguna en liðið hefur nýtt 72 prósent skota sinna í þessum tveimur leikjum. Svíar ásamt Þjóðverjum eru líka það lið sem hefur tapað fæstum boltum eða aðeins 13 í þessum tveimur leikjum.Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, fylgdu eftir fjögurra marka sigri á Ungverjalandi með því að vinna 21 marks sigur á Síle í gær. Þjóðverjar hvíla í dag en mæta Sádí Arabíu á morgun sem ætti að vera annar auðveldur sigur.Danska landsliðið hefur ekki verið í miklum vandræðum í sínum fyrstu tveimur leikjum, vann fyrst ellefu marka sigur á Argentínu og svo sjö marka sigur á Egyptalandi. Guðmundur hefur dreift álaginu á sína menn og sjö leikmenn hafa skorað á bilinu fjögur til átta mörk í leikjunum tveimur. Samanlagt hafa þessir þrír þjálfarar unnið leikina sex með samtals 78 marka mun eða þrettán mörkum að meðaltali í leik. Það verður stór stund í kvöld þegar þeir Guðmundur og Kristján mætast með sín lið í lykilleik í D-riðlinum. Það er ljóst að báðir geta ekki verið með hundrað prósent árangur eftir þann leik. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í kvöld.Leikir sænska landsliðsins undir stjórn Kristján Andréssonar á HM 2017: 17 marka sigur á Barein (33-16) 18 marka sigur á Argentínu (35-17) 4 stig af 4 mögulegum og 35 mörk í plúsLeikir þýska landsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar á HM 2017: 4 marka sigur á Ungverjalandi (27-23) 21 marks sigur á Síle (35-14) 4 stig af 4 mögulegum og 25 mörk í plúsLeikir danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar á HM 2017: 11 marka sigur á Argentínu (33-22) 7 marka sigur á Egyptalandi (35-28) 4 stig af 4 mögulegum og 18 mörk í plús
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag. 13. janúar 2017 18:28 Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22 Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag. 13. janúar 2017 18:14 Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld. 13. janúar 2017 20:57 Ólympíumeistararnir fara vel af stað | Króatar í basli Danir fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir öruggan 11 marka sigur, 33-22, á Argentínu. 13. janúar 2017 21:15 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag. 13. janúar 2017 18:28
Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22
Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag. 13. janúar 2017 18:14
Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld. 13. janúar 2017 20:57
Ólympíumeistararnir fara vel af stað | Króatar í basli Danir fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir öruggan 11 marka sigur, 33-22, á Argentínu. 13. janúar 2017 21:15