Bjarki: Eigum ekki að sýna Spánverjum neina virðingu Arnar Björnsson í Metz skrifar 11. janúar 2017 16:00 Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er einn margra í landsliðinu sem hefur ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla. „Ég var að glíma við smávægileg meiðsli í mjöðminni en prófaði á æfingu í gær og það gekk rosalega vel. Ég er bjartsýnn á að þetta haldi og verði gott,“ sagði Bjarki Már eftir æfingu liðsins í gær. „Ef ég myndi ekki treysta mér þá myndi ég ekki gefa kost á mér. Ég er bara klár.“ Bjarki gekk til liðs við Füchse Berlin sumarið 2015 og er næstmarkahæsti maður liðsins en Berlínarliðið er í fjórða sæti í Bundesligunni. Hann er búinn að skora 62 mörk úr vinstra horninu og aðeins Petar Nenadic er búinn að skora fleiri mörk fyrir Füchse. „Ég er einbeittur og vil standa mig og nýta það tækifæri sem ég fæ og reyna að hjálpa liðinu,“ segir Bjarki sem tekur núna þátt í sínu fyrsta stórmóti. Bjarki viðurkennir alveg að honum hafi fundist að það væri kominn tími á að hann fengi tækifærið. „Jú, jú en þjálfarinn velur náttúrulega alltaf sitt lið og maður verður alltaf að bera virðingu fyrir því. Ég er búinn að bíða lengi eftir sénsinum og hann er loksins kominn, ef þetta fer sem horfir. Ég hlakka bara til að hjálpa liðinu eins og ég get,“ segir Bjarki. Fyrsti andstæðingurinn er afar erfiður enda Spánverjar sem eru með valinn mann í hverju rúmi. „Við þurfum að undirbúa okkur vel, mæta með kassann úti og gefa allt í þetta. Við höfum engu að tapa. Við eigum ekki að sýna þeim neina virðingu og fara í leikinn af krafti og sjá hvað gerist,“ segir Bjarki sem skoraði sjö mörk úr níu skotum í leikjunum tveimur sem hann spilaði á æfingamótinu í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er einn margra í landsliðinu sem hefur ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla. „Ég var að glíma við smávægileg meiðsli í mjöðminni en prófaði á æfingu í gær og það gekk rosalega vel. Ég er bjartsýnn á að þetta haldi og verði gott,“ sagði Bjarki Már eftir æfingu liðsins í gær. „Ef ég myndi ekki treysta mér þá myndi ég ekki gefa kost á mér. Ég er bara klár.“ Bjarki gekk til liðs við Füchse Berlin sumarið 2015 og er næstmarkahæsti maður liðsins en Berlínarliðið er í fjórða sæti í Bundesligunni. Hann er búinn að skora 62 mörk úr vinstra horninu og aðeins Petar Nenadic er búinn að skora fleiri mörk fyrir Füchse. „Ég er einbeittur og vil standa mig og nýta það tækifæri sem ég fæ og reyna að hjálpa liðinu,“ segir Bjarki sem tekur núna þátt í sínu fyrsta stórmóti. Bjarki viðurkennir alveg að honum hafi fundist að það væri kominn tími á að hann fengi tækifærið. „Jú, jú en þjálfarinn velur náttúrulega alltaf sitt lið og maður verður alltaf að bera virðingu fyrir því. Ég er búinn að bíða lengi eftir sénsinum og hann er loksins kominn, ef þetta fer sem horfir. Ég hlakka bara til að hjálpa liðinu eins og ég get,“ segir Bjarki. Fyrsti andstæðingurinn er afar erfiður enda Spánverjar sem eru með valinn mann í hverju rúmi. „Við þurfum að undirbúa okkur vel, mæta með kassann úti og gefa allt í þetta. Við höfum engu að tapa. Við eigum ekki að sýna þeim neina virðingu og fara í leikinn af krafti og sjá hvað gerist,“ segir Bjarki sem skoraði sjö mörk úr níu skotum í leikjunum tveimur sem hann spilaði á æfingamótinu í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn