Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2017 14:46 Nesta Carter, Usain Bolt og strákarnir fagna eftir Ólympíusigurinn í Ríó í fyrra. Þeir halda þeim gullverðlaunum. vísir/getty Jamaíski spretthlauparinn Nesta Carter hefur verið sviptur ólympíugullinu sem hann vann í 4x100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Það sama gildir um alla sveitina eins og reglur kveða á um en það þýðir að Usain Bolt missir ein af níu ólympíugullverðlaunum sínum. Örvandi lyf sem heitir Methylhexanamine fannst í lyfsýni Nesta Carter en það var eitt af 454 frosnum sýnum frá leikunum 2008 í Peking sem voru endurskoðuð með nýjustu tækni á síðustu vikum og mánuðum. Auk Carter og Bolt voru í sveitinni þeir Asafa Powell og Michael Frater en þeir komu fyrstir í mark á 37,10 sekúndum og settu heimsmet. Sveit Trínidad og Tóbagó hafnaði í öðru sæti en fær nú gullið frá Jamaíku. Nesta Carter hefur í mörg ár verið lykilmaður í 4x100 metra sveit Jamaíka en hann fékk einnig gull í greininni á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og á HM 2011, 2013 og 2015. Nú er spurning hvort önnur sýni hans verði skoðuð. Usain Bolt vann 100 og 200 metra hlaupin auk þess að vera í sigursveit Jamaíku í 4x100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, Lundúnum 2012 og nú síðast í Ríó 2016. Þetta var kallað þreföld þrenna Bolts en hún er nú að engu orðin þar sem gullverðlaunin sem einu sinni voru níu eru orðin átta frá og með deginum í dag. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira
Jamaíski spretthlauparinn Nesta Carter hefur verið sviptur ólympíugullinu sem hann vann í 4x100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Það sama gildir um alla sveitina eins og reglur kveða á um en það þýðir að Usain Bolt missir ein af níu ólympíugullverðlaunum sínum. Örvandi lyf sem heitir Methylhexanamine fannst í lyfsýni Nesta Carter en það var eitt af 454 frosnum sýnum frá leikunum 2008 í Peking sem voru endurskoðuð með nýjustu tækni á síðustu vikum og mánuðum. Auk Carter og Bolt voru í sveitinni þeir Asafa Powell og Michael Frater en þeir komu fyrstir í mark á 37,10 sekúndum og settu heimsmet. Sveit Trínidad og Tóbagó hafnaði í öðru sæti en fær nú gullið frá Jamaíku. Nesta Carter hefur í mörg ár verið lykilmaður í 4x100 metra sveit Jamaíka en hann fékk einnig gull í greininni á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og á HM 2011, 2013 og 2015. Nú er spurning hvort önnur sýni hans verði skoðuð. Usain Bolt vann 100 og 200 metra hlaupin auk þess að vera í sigursveit Jamaíku í 4x100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, Lundúnum 2012 og nú síðast í Ríó 2016. Þetta var kallað þreföld þrenna Bolts en hún er nú að engu orðin þar sem gullverðlaunin sem einu sinni voru níu eru orðin átta frá og með deginum í dag.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira