Innlent

Íslendingar „ekkert svo skyldir“ Donald Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump og íslenska þjóðin.
Donald Trump og íslenska þjóðin. Vísir/Getty/Eyþór
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna eru skyldir í 25. ættlið ef marka má ættfræðirannsóknir Odds F. Helgason sem rakið hefur ættir þjóðhöfðingjanna tveggja.

Tilefnið er fréttaflutningur þess efnis að Trump eigi ætti ættir að rekja til norrænasta svæði Bretlandseyja en móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum.

Norskir fjölmiðlar ráku rætur Donalds Trump til norrænna manna á sömu slóðum í gegnum móður hans, Mary Anne MacLeod, en forfaðir hennar hét Ljótur. Ætt Ljóts skiptist í tvo ættboga í gegnum syni hans, sem hétu Þorkell og Þormóður, en í skoskum ritum eru þeir nefndir Torquil og Tormod MacLeod.

Oddur fór því á stúfana og rakti saman ættir Guðna Th. og Trump enda væri rétt að miða saman þjóðhöfðingjana til þess að kanna skyldleika hins nýbaka leiðtoga Bandaríkjanna við Íslendinga.

„Forseti Íslands og Forseti Bandaríkjanna eru skyldir í 25. ættlið, á meðan höfundur þessa verks er skyldur honum í 20. lið svo jú Íslendingar eru ekkert svo skyldir Trump, engar áhyggjur,“ skrifar Oddur á Facebook-síðu sína en Oddur bendir á að áhugasamir geti kannað skyldleika sinn við Donald Trump með því að kanna fjölskyldutengsl sín við Gottskálk „grimma“ Nikulásson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×