Innlent

Geir H. Haarde verður viðstaddur innsetningarathöfn Trumps

Þorgeir Helgason skrifar
Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í dag.
Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í dag. Vísir/Getty
„Geir H. Haarde, sendiherra okkar í Washington, verður viðstaddur embættistöku Donalds Trump,“ segir Andri Lúthersson, deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Í dag mun Donald Trump sverja embættiseið og taka við völdum sem 45. forseti Bandaríkjanna.

Öllum sendiherrum erlendra ríkja í Washington-borg er boðið til embættistökunnar og er það bandaríska utanríkisráðuneytið sem heldur utan um skipulag þess. Geir H. Haarde mun sitja á sérsvæði, ásamt erindrekum erlendra ríkja, fyrir framan þinghúsið á Capitol-hæð þar sem embættistakan fer fram.

Búist er við að nokkur hundruð þúsund manns muni koma saman fyrir framan þinghúsið í dag til þess að fylgjast með embættistökunni.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×