Varað við ofsaveðri: „Þetta verður hvellur í fyrramálið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 22:30 Mjög hvasst verður á vestanverðu landinu á morgun. Vísir/Anton Brink „Við erum að spá alveg upp í 30 metra á sekúndu, sem er ofsaveður, snemma í fyrramálið á vestanverðu landinu og það stendur eitthvað fram yfir hádegi,“ segir Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, en varað er við roki eða ofsaveðri um landið vestanvert á morgun með vindhraða á bilinu 23 til 30 metrar á sekúndu. Þorsteinn segir að veðrið verði verst á Snæfellsnesi, Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, við Breiðafjörð og Hrútafjörð og þá gæti líka orðið mjög hvasst á Reykjanesskaganum, og þar með á Reykjanesbraut, þar sem vindur gæti farið upp í 28 metra á sekúndu. Á hálendinu er síðan spáð fárviðri, það er allt að 33 metrum á sekúndu. „Þannig að þetta verður hvellur í fyrramálið og það gætu orðið samgöngutruflanir og einhverjar fokskemmdir hérna vestanlands,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort að þessu ofsaveðri fylgi mikil úrkoma segir hann svo ekki vera á vestanverðu landinu en suðaustanlands er búist við miklu vatnsveðri á morgun. Þar gætu ár bólgnað og jafnvel skriður fallið en spáin nær allt frá Mýrdal, austur í Öræfasveit og lengra meðfram Vatnajökli. Á því svæði ætti fólk því að huga að niðurföllum. Þorsteinn segir að veðrið byrji svo að ganga niður upp úr hádegi og eftir því sem líður á daginn.Veðurhorfur eru annars þessar á landinu:Sunnan 15-23 metrar á sekúndu og rigning með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hvessir í nótt, suðaustan 23-30 metrar á sekúndu með morgninum vestan til, hvassast við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra kringum hádegi, en lægir talsvert síðdegis. Suðaustan 18-25 austan til, en lægir þar annað kvöld. Víða talsverð rigning, jafnvel mikil rigning suðaustan lands, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 9 stig.Á fimmtudag:Sunnan 18-23 m/s A-lands og hiti 3 til 8 stig, en annars 8-13 og hiti kringum frostmark. Talsverð rigning á A-verðu landinu, slydda eða snjókoma með köflum V-til, en lengst af úrkomulítið NA-lands.Á föstudag:Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða snjókoma A-til og rigning við ströndina, en léttir til síðdegis. Skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark.Á laugardag:Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Slydda og síðar rigning V-til, en þurrt og bjart fyrir austan. Veður Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
„Við erum að spá alveg upp í 30 metra á sekúndu, sem er ofsaveður, snemma í fyrramálið á vestanverðu landinu og það stendur eitthvað fram yfir hádegi,“ segir Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, en varað er við roki eða ofsaveðri um landið vestanvert á morgun með vindhraða á bilinu 23 til 30 metrar á sekúndu. Þorsteinn segir að veðrið verði verst á Snæfellsnesi, Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, við Breiðafjörð og Hrútafjörð og þá gæti líka orðið mjög hvasst á Reykjanesskaganum, og þar með á Reykjanesbraut, þar sem vindur gæti farið upp í 28 metra á sekúndu. Á hálendinu er síðan spáð fárviðri, það er allt að 33 metrum á sekúndu. „Þannig að þetta verður hvellur í fyrramálið og það gætu orðið samgöngutruflanir og einhverjar fokskemmdir hérna vestanlands,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort að þessu ofsaveðri fylgi mikil úrkoma segir hann svo ekki vera á vestanverðu landinu en suðaustanlands er búist við miklu vatnsveðri á morgun. Þar gætu ár bólgnað og jafnvel skriður fallið en spáin nær allt frá Mýrdal, austur í Öræfasveit og lengra meðfram Vatnajökli. Á því svæði ætti fólk því að huga að niðurföllum. Þorsteinn segir að veðrið byrji svo að ganga niður upp úr hádegi og eftir því sem líður á daginn.Veðurhorfur eru annars þessar á landinu:Sunnan 15-23 metrar á sekúndu og rigning með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hvessir í nótt, suðaustan 23-30 metrar á sekúndu með morgninum vestan til, hvassast við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra kringum hádegi, en lægir talsvert síðdegis. Suðaustan 18-25 austan til, en lægir þar annað kvöld. Víða talsverð rigning, jafnvel mikil rigning suðaustan lands, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 9 stig.Á fimmtudag:Sunnan 18-23 m/s A-lands og hiti 3 til 8 stig, en annars 8-13 og hiti kringum frostmark. Talsverð rigning á A-verðu landinu, slydda eða snjókoma með köflum V-til, en lengst af úrkomulítið NA-lands.Á föstudag:Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða snjókoma A-til og rigning við ströndina, en léttir til síðdegis. Skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark.Á laugardag:Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Slydda og síðar rigning V-til, en þurrt og bjart fyrir austan.
Veður Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira