Sport

Nýkrýndur Super Bowl meistari sleppir ferð Patriots í Hvíta Húsið vegna Trumps

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ætlarðu ekki að koma með?
Ætlarðu ekki að koma með? vísir/getty
Martellus Bennett, innherji New England Patriots, vann sinn fyrst Super Bowl-titil í gær þegar liðið lagði Atlanta Falcons, 34-28, í rafmögnuðum úrslitaleik NFL-deildarinnar.

Venjan er að sigurvegarar stóru deildanna í Bandaríkjunum í ameríska fótboltanum, körfunni, hafnaboltanum og íshokkíinu heimsæki forsetann í Hvíta Húsið en þangað ætlar Bennett ekki.

Bennett hefur verið mjög gagnrýnin á stefnu Trumps á Twitter-síðu sinni undanfarna mánuði og sagðist aðspurður á mánudaginn fyrir viku hvort hann myndi fara ef Patriots myndi vinna að það kemur ekki til greina.

Þessi annars bráðskemmtilegi karakter var á sama máli þegar hann var spurður eftir leik hvort hann væri búinn að skipta um skoðun. „Nei. Svona er þetta bara. Fólk veit alveg hvað mér finnst um hann. Þið sjáið það á Twitter,“ sagði Martellus Bennett.

Innherjinn er svolítið erfiðri stöðu því þrír mikilvægustu menn Patriots; eigandinn Robert Kraft, þjálfarinn Bill Belichik og leikstjórnandinn Tom Brady, eru allir góðir vinir Donalds Trumps.

„Ég hef engar áhyggjur af því. Bara alls engar. Ég kem ekkert með skoðanir mínar í vinnuna. Það er enginn eins og við þurfum að taka fólki eins og það er,“ sagði Martellus Bennett.var spurður eftir leik hvort hann væri búinn að skipta um skoðun.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×