Börsungar niðurlægðir í borg ástarinnar á Valentínusardaginn | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2017 21:45 Ángel Di María fagnar fyrra marki sínu. Vísir/afp Paris Saint-Germain er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir fyrri leikinn gegn Barcelona í 16 liða úrslitum keppninnar í kvöld. Frakklandsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og niðurlægðu Spánarmeistarana með 4-0 sigri á sjálfan Valentínusardaginn í borg ástarinnar. PSG-liðið var betra frá upphafi til enda og verðskuldaði sigurinn. Fyrrverandi Real Madrid-maðurinn Ángel Di María kom PSG yfir á 18. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu og þýski miðjumaðurinn Julian Draxler tvöfaldaði forskotið á 40. mínútu leiksins. Draxler er búinn að byrja frábærlega hjá PSG en hann var keyptur til liðsins í janúar frá Wolfsburg. Þetta er fimmta markið hans í átta leikjum síðan hann gekk í raðir Frakklandsmeistaranna í byrjun árs. Barcelona var enn þá inn í einvíginu og rúmlega það þrátt fyrir að vera bara 2-0 undir en Katalóníuliðið náði sér aldrei í gang og fékk á sig tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleik. Ángel Di María skoraði aftur með frábæru skoti fyrir utan teig eftir að heimamenn unnu boltann á miðjum vellinum og þeyttust fram. Edison Cavani innsiglaði svo 4-0 sigur með góðu skoti úr teignum og þar við sat. Samuel Umtiti var hársbreidd frá því að minnka muninn í 4-1 þegar skalli hans small í sláni en ljóst er að Börsungar eru heldur betur með bakið upp við vegg fyrir seinni leikinn. Þetta er jöfnun á stærsta tapi Barcelona frá upphafi í Meistaradeildinni. Börsungar töpuðu 4-0 fyrir Bayern 2013 og einnig með sama mun í frægum úrslitaleik á móti AC Milan árið 1994.1-0, Ángel Di María kemur PSG yfir: 2-0, Julian Draxler tvöfaldar forskot PSG: 3-0, Ángel Di María skorar aftur: 4-0, Edison Cavani skorar fjórða mark PSG: Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Paris Saint-Germain er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir fyrri leikinn gegn Barcelona í 16 liða úrslitum keppninnar í kvöld. Frakklandsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og niðurlægðu Spánarmeistarana með 4-0 sigri á sjálfan Valentínusardaginn í borg ástarinnar. PSG-liðið var betra frá upphafi til enda og verðskuldaði sigurinn. Fyrrverandi Real Madrid-maðurinn Ángel Di María kom PSG yfir á 18. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu og þýski miðjumaðurinn Julian Draxler tvöfaldaði forskotið á 40. mínútu leiksins. Draxler er búinn að byrja frábærlega hjá PSG en hann var keyptur til liðsins í janúar frá Wolfsburg. Þetta er fimmta markið hans í átta leikjum síðan hann gekk í raðir Frakklandsmeistaranna í byrjun árs. Barcelona var enn þá inn í einvíginu og rúmlega það þrátt fyrir að vera bara 2-0 undir en Katalóníuliðið náði sér aldrei í gang og fékk á sig tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleik. Ángel Di María skoraði aftur með frábæru skoti fyrir utan teig eftir að heimamenn unnu boltann á miðjum vellinum og þeyttust fram. Edison Cavani innsiglaði svo 4-0 sigur með góðu skoti úr teignum og þar við sat. Samuel Umtiti var hársbreidd frá því að minnka muninn í 4-1 þegar skalli hans small í sláni en ljóst er að Börsungar eru heldur betur með bakið upp við vegg fyrir seinni leikinn. Þetta er jöfnun á stærsta tapi Barcelona frá upphafi í Meistaradeildinni. Börsungar töpuðu 4-0 fyrir Bayern 2013 og einnig með sama mun í frægum úrslitaleik á móti AC Milan árið 1994.1-0, Ángel Di María kemur PSG yfir: 2-0, Julian Draxler tvöfaldar forskot PSG: 3-0, Ángel Di María skorar aftur: 4-0, Edison Cavani skorar fjórða mark PSG:
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira