Snjórinn kominn til að vera næstu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 08:44 Snjórinn er ekkert að fara og dýr og menn munu því áfram geta leikið sér úti við í vikunni. vísir/vilhelm Það verður bjart og kalt næstu daga á höfuðborgarsvæðinu að sögn Teits Arasonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hitinn verður undir frostmarki og er snjórinn sem féll um helgina því kominn til að vera, að minnsta kosti í bili. Þá verður vindur nokkuð hægur en Teitur segir að hæð sem sé fyrir norðan land virðist ætla að sitja þar kyrr í nokkra daga en hæðir halda lægðum í burtu sem færa úrkom og vind til landsins. „Það verður því nokkuð svipað veður núna í nokkra daga og það verða því kjörin tækifæri til hvers kyns vetrarútivistar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Teitur í samtali við Vísi. Aðspurður um veðurhorfur á landinu öllu segir Teitur að þær séu svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu nema helst í dag, mánudag, þegar það verður norðaustan strekkingur með snjókomu fyrir norðan og á Austurlandi. „Það er lægð fyrir austan land sem sendir úrkomubakka yfir en frá og með þriðjudegi mun hæðin svo taka meira völdin og það verður yfirleitt hægur vindur á landinu öllu, engin úrkoma og bjart veður. Það er kannski helst við blá austurströndina sem gæti gert smá él með vindi á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag,“ segir Teitur.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Norðaustan 10-18 m/s, hvassast SA-til og á Vestfjörðum. Dálítil snjókoma eða slydda N- og A-til, en él seinni partinn. Yfirleitt léttskýjað S- og V-lands, en stöku él syðst. Úrkomuminna með kvöldinu. Hæg austlæg átt og víða léttskýjað á morgun, en norðan 8-13 og og dálítil él austast. Frost víða 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.Á þriðjudag:Norðan 8-15 m/s og dálítil él austast á landinu, en annars fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Frostlaust syðst, en frost annars 0 til 5 stig. Kólnar með kvöldinu.Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en heldur hvassara og stöku él austast. Talsvert frost.Á laugardag og sunnudag:Austlæg átt og bjart með köflum, en strekkingur og dálítil él syðst. Áfram talsvert frost. Veður Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Það verður bjart og kalt næstu daga á höfuðborgarsvæðinu að sögn Teits Arasonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hitinn verður undir frostmarki og er snjórinn sem féll um helgina því kominn til að vera, að minnsta kosti í bili. Þá verður vindur nokkuð hægur en Teitur segir að hæð sem sé fyrir norðan land virðist ætla að sitja þar kyrr í nokkra daga en hæðir halda lægðum í burtu sem færa úrkom og vind til landsins. „Það verður því nokkuð svipað veður núna í nokkra daga og það verða því kjörin tækifæri til hvers kyns vetrarútivistar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Teitur í samtali við Vísi. Aðspurður um veðurhorfur á landinu öllu segir Teitur að þær séu svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu nema helst í dag, mánudag, þegar það verður norðaustan strekkingur með snjókomu fyrir norðan og á Austurlandi. „Það er lægð fyrir austan land sem sendir úrkomubakka yfir en frá og með þriðjudegi mun hæðin svo taka meira völdin og það verður yfirleitt hægur vindur á landinu öllu, engin úrkoma og bjart veður. Það er kannski helst við blá austurströndina sem gæti gert smá él með vindi á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag,“ segir Teitur.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Norðaustan 10-18 m/s, hvassast SA-til og á Vestfjörðum. Dálítil snjókoma eða slydda N- og A-til, en él seinni partinn. Yfirleitt léttskýjað S- og V-lands, en stöku él syðst. Úrkomuminna með kvöldinu. Hæg austlæg átt og víða léttskýjað á morgun, en norðan 8-13 og og dálítil él austast. Frost víða 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.Á þriðjudag:Norðan 8-15 m/s og dálítil él austast á landinu, en annars fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Frostlaust syðst, en frost annars 0 til 5 stig. Kólnar með kvöldinu.Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en heldur hvassara og stöku él austast. Talsvert frost.Á laugardag og sunnudag:Austlæg átt og bjart með köflum, en strekkingur og dálítil él syðst. Áfram talsvert frost.
Veður Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira