Enn er margt á huldu um skattaskjólin Smári McCarthy skrifar 21. febrúar 2017 14:13 Fram kemur í skýrslu vinnuhóps sem fjármálaráðherra skipaði til þess að kanna umfang eigna Íslendinga í skattaskjólum að höfundar hafi hvorki haft fullnægjandi gögn til þess að vinna úr né nægan tíma til að fullvinna rannsóknina, m.a. vegna þess að rekið var á eftir því að skýrslunni yrði skilað - en eins og við vitum lauk vinnu við skýrsluna innan þess þrönga tímaramma sem Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, setti þessari vinnu sem hann svo stakk undir stól fram yfir kosningar. Þetta mál afhjúpar veikleika málatilbúnaðar, þar sem ráðherra skipar nefnd til þess að kanna mál sem hann sjálfur og nánustu skyldmenni eru aðilar að. Í þessu tilviki sem eigandur félaga og bankareikninga í skattaskjólum. Jafnframt sýnir þessi skýrsla, þrátt fyrir annmarka sína, nauðsyn þess að gera vandaða og ítarlega úttekt á öllum þáttum er varða eignarhald Íslendinga á fyrirtækjum og bankareikningum í skattaskjólum og hvaða afleiðingar þetta fyrirkomulag hefur haft, ekki einungis með tilliti til skattaundanskota heldur ekki síður vegna þeirra áhrifa sem dulið eignarhald hefur á meinta frjálsa markaði með kaup og sölu á hlutabréfum og hugsanlega árekstra við samkeppnislög. Ítarlegri rannsókn ætti einnig að beinst að því að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, sem leikur á að hafi verið nýtt til að flytja inn fjármagn með óljósan uppruna - en kenningar eru uppi um að um sé að ræða fjármagn sem flutt var út af Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, sem arður (í sumum tilvikum fyrirframgreiddur og fjármagnaður með lánum). Sömuleiðis þarf að útskýra 400 milljarða króna skekkju í gögnum um viðskipta- og fjármagnsjöfnuð hjá Seðlabankanum. Að sama skapi eru ýmsar mjög stórar fjármagnstilfærslur sem áttu sér stað bæði fyrir og eftir hrun, m.a. 400 milljón evrur sem góðvinur Vladimirs Putins Rússlandsforseta tryggði sér í lánum frá Kaupþingi í september 2008, hugsanlega með vitund og jafnvel stuðningi þáverandi seðlabankastjóra. Þessar fjármagnstilfærslur þarf að útskýra. Gagnaskorturinn sést einkum á því að fjármálaeftirlit Lúxemborgar sér ekki ástæðu til að deila upplýsingum með fjármálaeftirliti Íslands sem gætu nýst við rannsóknir á óeðlilegum viðskiptum. Skýrslan um eignarhald Íslendinga í skattaskjólum er ennfremur takmörkuð við skattaskjólsráðstafanir í gegnum Lúxemborg, en ekki skattaskjól almennt, en vitað er að Íslendingar hafa átt í líflegum viðskiptum við önnur skattaskjólsríki, s.s. Sviss, Holland, Bretland, Panama, Seychelles-eyjar, Kýpur, og fleira. Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi og önnur atriði rannsökuð nánar, bæði til að varpa betra ljósi á atburðarrásina sem leiddi til þess að Íslendingar urðu umsvifamiklir skattaskjólsbraskarar fyrir og eftir hrun, á stöðu mála í Seðlabankanum á þessum tíma, og sömuleiðis til að hægt sé að undirbúa lagasetningu sem kemur í veg fyrir áframhald á þessum undarlegu tilfærslum og undanskotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fram kemur í skýrslu vinnuhóps sem fjármálaráðherra skipaði til þess að kanna umfang eigna Íslendinga í skattaskjólum að höfundar hafi hvorki haft fullnægjandi gögn til þess að vinna úr né nægan tíma til að fullvinna rannsóknina, m.a. vegna þess að rekið var á eftir því að skýrslunni yrði skilað - en eins og við vitum lauk vinnu við skýrsluna innan þess þrönga tímaramma sem Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, setti þessari vinnu sem hann svo stakk undir stól fram yfir kosningar. Þetta mál afhjúpar veikleika málatilbúnaðar, þar sem ráðherra skipar nefnd til þess að kanna mál sem hann sjálfur og nánustu skyldmenni eru aðilar að. Í þessu tilviki sem eigandur félaga og bankareikninga í skattaskjólum. Jafnframt sýnir þessi skýrsla, þrátt fyrir annmarka sína, nauðsyn þess að gera vandaða og ítarlega úttekt á öllum þáttum er varða eignarhald Íslendinga á fyrirtækjum og bankareikningum í skattaskjólum og hvaða afleiðingar þetta fyrirkomulag hefur haft, ekki einungis með tilliti til skattaundanskota heldur ekki síður vegna þeirra áhrifa sem dulið eignarhald hefur á meinta frjálsa markaði með kaup og sölu á hlutabréfum og hugsanlega árekstra við samkeppnislög. Ítarlegri rannsókn ætti einnig að beinst að því að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, sem leikur á að hafi verið nýtt til að flytja inn fjármagn með óljósan uppruna - en kenningar eru uppi um að um sé að ræða fjármagn sem flutt var út af Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, sem arður (í sumum tilvikum fyrirframgreiddur og fjármagnaður með lánum). Sömuleiðis þarf að útskýra 400 milljarða króna skekkju í gögnum um viðskipta- og fjármagnsjöfnuð hjá Seðlabankanum. Að sama skapi eru ýmsar mjög stórar fjármagnstilfærslur sem áttu sér stað bæði fyrir og eftir hrun, m.a. 400 milljón evrur sem góðvinur Vladimirs Putins Rússlandsforseta tryggði sér í lánum frá Kaupþingi í september 2008, hugsanlega með vitund og jafnvel stuðningi þáverandi seðlabankastjóra. Þessar fjármagnstilfærslur þarf að útskýra. Gagnaskorturinn sést einkum á því að fjármálaeftirlit Lúxemborgar sér ekki ástæðu til að deila upplýsingum með fjármálaeftirliti Íslands sem gætu nýst við rannsóknir á óeðlilegum viðskiptum. Skýrslan um eignarhald Íslendinga í skattaskjólum er ennfremur takmörkuð við skattaskjólsráðstafanir í gegnum Lúxemborg, en ekki skattaskjól almennt, en vitað er að Íslendingar hafa átt í líflegum viðskiptum við önnur skattaskjólsríki, s.s. Sviss, Holland, Bretland, Panama, Seychelles-eyjar, Kýpur, og fleira. Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi og önnur atriði rannsökuð nánar, bæði til að varpa betra ljósi á atburðarrásina sem leiddi til þess að Íslendingar urðu umsvifamiklir skattaskjólsbraskarar fyrir og eftir hrun, á stöðu mála í Seðlabankanum á þessum tíma, og sömuleiðis til að hægt sé að undirbúa lagasetningu sem kemur í veg fyrir áframhald á þessum undarlegu tilfærslum og undanskotum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun