Upplifði helvíti í Napoli: Bendlaður við mafíu og barnaníð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 09:02 Quagliarella fagnar nýverið marki í leik með Sampdoria. Vísir/Getty Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Quagliarella segir að hann hafi þurft að upplifa hreint helvíti þegar hann var á mála hjá Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni á sínum tíma vegna máls sem plagaði hann og fjölskyldu hans utan vallar. Quagliarella var hjá Napoli í aðeins eitt tímabil, frá 2009 til 2010. Það kom mörgum á óvart þegar hann fór enda þótti hann standa sig vel með liðinu og skoraði alls ellefu mörk í 34 leikjum. En nú hefur hann skýrt frá raunverulegum ástæðum þess að hann fór frá félaginu. Líf Quagliarella og fjölskyldu hans í Napoli var mjög erfitt utan vallar vegna eltihrellis sem tókst að gera líf þeirra að lifandi helvíti. Umræddur maður sendi félaginu nafnlaus bréf þar sem Quagliarella var bendlaður við mafíuna. Þá var hann sakaður um kókaínneyslu og barnaníð, meðal annars.Fagnar marki í leik með Napoli árið 2010.Vísir/GettySeldur vegna nafnlausra bréfa „Aurelio De Laurentiis [forseti Napoli] seldi mig því hann fékk nafnlaus bréf þar sem ég var sakaður um að hafa notað kókaín og umgengist meðlimi Camorra-mafíunnar,“ sagði Quagliarella þegar hann lýsti upplifun sinni í samtali við ítalska fjölmiðla í síðasta mánuði. „Ég neyddist til að yfirgefa minn heimabæ. Ég var ranglega sakaður um að vera „Camorrist“ og barnaníðingur sem tækji þátt í kynsvalli,“ sagði hann en Quagliarella ólst upp í nágrenni Napoli. Quagliarella ræddi málið enn frekar í samtali við Sky Sport Italia í gær og greinilegt var að hann átti erfitt með sig þegar hann rifjaði þetta upp. Ástæðan fyrir því að hann gerir það nú er að umræddur eltihrellir var fangelsaður nýverið.Í leik með Napoli.Vísir/GettyÞakkar dómstólum fyrir „Í þessari viku lauk máli sem gerði líf mitt utan vallar að martröð,“ sagði Quagliarella í viðtalinu. „Mér er afar létt og þetta er raunverulega ástæða þess að ég þurfti að fara frá Napoli á sínum tíma. Ég var mjög ánægður þar en dvölin mín breyttist í algera martröð.“ „Ég óska engum að upplifa svona lagað. Ég gat ekki farið af heimili mínu og ekki fjölskyldan mín hendur. Ég þakka dómstólum fyrir að hið sanna er nú komi í ljós.“ „Það sem gerði þetta enn erfiðara er að ég gat aldrei tjáð mig um þetta á meðan rannsóknin stóð yfir. Það var mjög erfitt að fá ekki að tjá sig um þetta.“ Quagliarella er 34 ára og á að baki 25 leiki með ítalska landsliðinu. Hann hefur skorað í þeim sjö mörk. Hann gekk í raðir Sampdoria í fyrra og hefur síðan þá skorað sjö mörk í 29 leikjum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sjá meira
Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Quagliarella segir að hann hafi þurft að upplifa hreint helvíti þegar hann var á mála hjá Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni á sínum tíma vegna máls sem plagaði hann og fjölskyldu hans utan vallar. Quagliarella var hjá Napoli í aðeins eitt tímabil, frá 2009 til 2010. Það kom mörgum á óvart þegar hann fór enda þótti hann standa sig vel með liðinu og skoraði alls ellefu mörk í 34 leikjum. En nú hefur hann skýrt frá raunverulegum ástæðum þess að hann fór frá félaginu. Líf Quagliarella og fjölskyldu hans í Napoli var mjög erfitt utan vallar vegna eltihrellis sem tókst að gera líf þeirra að lifandi helvíti. Umræddur maður sendi félaginu nafnlaus bréf þar sem Quagliarella var bendlaður við mafíuna. Þá var hann sakaður um kókaínneyslu og barnaníð, meðal annars.Fagnar marki í leik með Napoli árið 2010.Vísir/GettySeldur vegna nafnlausra bréfa „Aurelio De Laurentiis [forseti Napoli] seldi mig því hann fékk nafnlaus bréf þar sem ég var sakaður um að hafa notað kókaín og umgengist meðlimi Camorra-mafíunnar,“ sagði Quagliarella þegar hann lýsti upplifun sinni í samtali við ítalska fjölmiðla í síðasta mánuði. „Ég neyddist til að yfirgefa minn heimabæ. Ég var ranglega sakaður um að vera „Camorrist“ og barnaníðingur sem tækji þátt í kynsvalli,“ sagði hann en Quagliarella ólst upp í nágrenni Napoli. Quagliarella ræddi málið enn frekar í samtali við Sky Sport Italia í gær og greinilegt var að hann átti erfitt með sig þegar hann rifjaði þetta upp. Ástæðan fyrir því að hann gerir það nú er að umræddur eltihrellir var fangelsaður nýverið.Í leik með Napoli.Vísir/GettyÞakkar dómstólum fyrir „Í þessari viku lauk máli sem gerði líf mitt utan vallar að martröð,“ sagði Quagliarella í viðtalinu. „Mér er afar létt og þetta er raunverulega ástæða þess að ég þurfti að fara frá Napoli á sínum tíma. Ég var mjög ánægður þar en dvölin mín breyttist í algera martröð.“ „Ég óska engum að upplifa svona lagað. Ég gat ekki farið af heimili mínu og ekki fjölskyldan mín hendur. Ég þakka dómstólum fyrir að hið sanna er nú komi í ljós.“ „Það sem gerði þetta enn erfiðara er að ég gat aldrei tjáð mig um þetta á meðan rannsóknin stóð yfir. Það var mjög erfitt að fá ekki að tjá sig um þetta.“ Quagliarella er 34 ára og á að baki 25 leiki með ítalska landsliðinu. Hann hefur skorað í þeim sjö mörk. Hann gekk í raðir Sampdoria í fyrra og hefur síðan þá skorað sjö mörk í 29 leikjum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sjá meira