Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2017 06:30 Radamel Falcao er byrjaður að raða inn mörkum á nýjan leik. vísir/getty Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Falcao þekkir staðhætti í borginni en hann lék sem lánsmaður með erkifjendum City, Manchester United, tímabilið 2014-15. Kólumbíumaðurinn átti ekkert sérstöku gengi að fagna hjá United, gekk illa að festa sig í sessi og skoraði aðeins fjögur mörk í 29 leikjum. Tímabilið á eftir fór Falcao til Chelsea og þar gekk enn verr. Nú er öldin önnur. Falcao er farinn að skora aftur og minnir á gamla Falcao sem var einn beittasti framherjinn í bransanum áður en hann sleit krossbönd í hné í byrjun árs 2014. Þau meiðsli rændu hann HM í Brasilíu og virtust hafa rænt hann ferlinum. Falcao er hins vegar leikmaður endurfæddur og fer fyrir einu skemmtilegasta sóknarliði Evrópu. Monaco hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; liðið er með þriggja stiga forskot á toppnum og búið að skora 76 mörk í 26 leikjum, eða næstum því þrjú mörk að meðaltali í leik. Falcao hefur gert 16 af þessum 76 mörkum Monaco. Í kvöld mæta Falcao og félagar á Etihad-völlinn og iða væntanlega í skinninu að hrella City-vörnina sem er langt frá því að vera sú sterkasta. Og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, er meðvitaður um hættuna sem stafar af Monaco. „Þeir eru með heilsteypt lið og það fremsta í Evrópu þegar kemur að því að skora mörk. Þetta verður erfið viðureign en við hlökkum til,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:45. Á sama tíma hefst leikur Bayer Leverkusen og Atlético Madrid, silfurliðsins frá því í fyrra. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Falcao þekkir staðhætti í borginni en hann lék sem lánsmaður með erkifjendum City, Manchester United, tímabilið 2014-15. Kólumbíumaðurinn átti ekkert sérstöku gengi að fagna hjá United, gekk illa að festa sig í sessi og skoraði aðeins fjögur mörk í 29 leikjum. Tímabilið á eftir fór Falcao til Chelsea og þar gekk enn verr. Nú er öldin önnur. Falcao er farinn að skora aftur og minnir á gamla Falcao sem var einn beittasti framherjinn í bransanum áður en hann sleit krossbönd í hné í byrjun árs 2014. Þau meiðsli rændu hann HM í Brasilíu og virtust hafa rænt hann ferlinum. Falcao er hins vegar leikmaður endurfæddur og fer fyrir einu skemmtilegasta sóknarliði Evrópu. Monaco hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; liðið er með þriggja stiga forskot á toppnum og búið að skora 76 mörk í 26 leikjum, eða næstum því þrjú mörk að meðaltali í leik. Falcao hefur gert 16 af þessum 76 mörkum Monaco. Í kvöld mæta Falcao og félagar á Etihad-völlinn og iða væntanlega í skinninu að hrella City-vörnina sem er langt frá því að vera sú sterkasta. Og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, er meðvitaður um hættuna sem stafar af Monaco. „Þeir eru með heilsteypt lið og það fremsta í Evrópu þegar kemur að því að skora mörk. Þetta verður erfið viðureign en við hlökkum til,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:45. Á sama tíma hefst leikur Bayer Leverkusen og Atlético Madrid, silfurliðsins frá því í fyrra.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira