Endurskoðun peningastefnu er óvissuferð Sigurður Hannesson skrifar 21. febrúar 2017 07:00 Það er ekki lögmál að raunvextir á Íslandi séu hærri en í nágrannalöndunum þó sú hafi verið raunin lengi. Markmiði ríkisstjórnarinnar um endurskoðun peningastefnu er fagnað enda hefur legið fyrir að hún færi fram þegar fjármagnshöft væru losuð. Breytt efnahagslandslag kallar einnig á slíka endurskoðun en ferðaþjónusta er nú mikilvæg stoð í hagkerfinu og ein af ástæðum þess að krónan hefur styrkst umtalsvert. Til að skapa stöðugleika þarf að styrkja umgjörð krónunnar, sem hefur í gegnum tíðina verið birtingarmynd óstöðugleika í efnahagslífinu en ekki ástæða hans. Hugmyndin að baki hávaxtastefnunni er sú, að háir vextir slái á eftirspurn í hagkerfinu, sporni þannig gegn verðbólgu og hvetji til sparnaðar. Hins vegar laða háir vextir erlent fjármagn til landsins og letja landsmenn til erlendra fjárfestinga. Við núverandi aðstæður styrkist krónan og afkoma útflutningsgreina versnar. Styrking krónu auðveldar Seðlabankanum tímabundið að ná markmiðum sínum um lága verðbólgu enda lækkar verð á innfluttum vörum með sterkri krónu. Hins vegar hafa hávaxtamyntir tilhneigingu til þess að styrkjast yfir lengri tímabil en veikjast svo skyndilega. Dæmið snýst þá við og verðbólga skýtur upp kollinum með tilheyrandi skelli fyrir heimilin í landinu, sem eru að mestu leyti með verðtryggðar skuldir. Allir finna fyrir slíkum samdrætti. Ráðast þarf að rótum vandans. Þannig verður að vinna gegn háum raunvöxtum en ekki gjaldmiðlinum sjálfum til að eyða ójafnvæginu sem skapast með reglulegu millibili á Íslandi og leiðir til efnahagsáfalla. Endurskoðun peningastefnu þarf að taka tillit til þessa eigi hún að vera vera trúverðug. Víðtæk samstaða virðist ríkja milli stjórnmálaflokka og Seðlabankans um nauðsyn þess að endurskoða peningastefnuna. Hins vegar ríkir engin samstaða um málið efnislega þar sem sjónarmiðin eru allt frá því að aðhyllast upptöku annarrar myntar yfir í sjálfstæða peningastefnu með íslensku krónunni og allt þar á milli. Ef áfangastaðurinn liggur ekki fyrir missir ferðalagið marks.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Sjá meira
Það er ekki lögmál að raunvextir á Íslandi séu hærri en í nágrannalöndunum þó sú hafi verið raunin lengi. Markmiði ríkisstjórnarinnar um endurskoðun peningastefnu er fagnað enda hefur legið fyrir að hún færi fram þegar fjármagnshöft væru losuð. Breytt efnahagslandslag kallar einnig á slíka endurskoðun en ferðaþjónusta er nú mikilvæg stoð í hagkerfinu og ein af ástæðum þess að krónan hefur styrkst umtalsvert. Til að skapa stöðugleika þarf að styrkja umgjörð krónunnar, sem hefur í gegnum tíðina verið birtingarmynd óstöðugleika í efnahagslífinu en ekki ástæða hans. Hugmyndin að baki hávaxtastefnunni er sú, að háir vextir slái á eftirspurn í hagkerfinu, sporni þannig gegn verðbólgu og hvetji til sparnaðar. Hins vegar laða háir vextir erlent fjármagn til landsins og letja landsmenn til erlendra fjárfestinga. Við núverandi aðstæður styrkist krónan og afkoma útflutningsgreina versnar. Styrking krónu auðveldar Seðlabankanum tímabundið að ná markmiðum sínum um lága verðbólgu enda lækkar verð á innfluttum vörum með sterkri krónu. Hins vegar hafa hávaxtamyntir tilhneigingu til þess að styrkjast yfir lengri tímabil en veikjast svo skyndilega. Dæmið snýst þá við og verðbólga skýtur upp kollinum með tilheyrandi skelli fyrir heimilin í landinu, sem eru að mestu leyti með verðtryggðar skuldir. Allir finna fyrir slíkum samdrætti. Ráðast þarf að rótum vandans. Þannig verður að vinna gegn háum raunvöxtum en ekki gjaldmiðlinum sjálfum til að eyða ójafnvæginu sem skapast með reglulegu millibili á Íslandi og leiðir til efnahagsáfalla. Endurskoðun peningastefnu þarf að taka tillit til þessa eigi hún að vera vera trúverðug. Víðtæk samstaða virðist ríkja milli stjórnmálaflokka og Seðlabankans um nauðsyn þess að endurskoða peningastefnuna. Hins vegar ríkir engin samstaða um málið efnislega þar sem sjónarmiðin eru allt frá því að aðhyllast upptöku annarrar myntar yfir í sjálfstæða peningastefnu með íslensku krónunni og allt þar á milli. Ef áfangastaðurinn liggur ekki fyrir missir ferðalagið marks.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar