Falleg kveðja frá Gerrard til Xabi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2017 16:15 Xabi Alonso og Steven Gerrard með félögum sínum í Evrópumeistaraliði Liverpool 2005. Vísir/Getty Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso staðfesti í dag að hann ætli að leggja skóna á hilluna í sumar en þessi magnaði leikmaður hefur átt frábæran feril sem gæti endað með nokkrum titlum til viðbótar í vor. Xabi Alonso hélt upp á 35 ára afmæli sitt í nóvember síðastliðnum en hann hefur leikið stærsta hluta ferils síns með þremur af sigursælustu félögum í Evrópu eða Liverpool, Real Madrid og Bayern München. Xabi Alonso lék með Liverpool frá 2004 til 2009 eða frá því að hann var 23 ára þar til að hann var 28 ára. Xabi fór frá Liverpool til Real Madrid en hefur síðan leikið með Bayern München undanfarin þrjú ár. Stuðningsmönnum Liverpool þótti sárt að sjá á eftir Xabi Alonso á sínum tíma en hann var lykilmaður þegar liðið vann Meistaradeildina 2005. Einn af þeim sem saknaði Xabi Alonso mikið var Steven Gerrard og hann sendi spænska miðjumanninum fallega kveðju á Instagram-síðu sinni þegar fréttist af því að Xabi væri að fara að leggja skóna á hilluna. „Xabi, þú ert hreinræktuð gæði. Fyrirmyndardrengur innan vallar og herramaður utan hans. Það var unun að spila við hliðina á þér og ég saknaði þín á hverjum degi eftir að þú fórst. Til hamingju með fullkominn feril og gangi þér og fjölskyldu þinni vel í framtíðinni. #Goðsögn,“ skrifaði Steven Gerrard og kórónaði færsluna með hjarta- og fullkomnunarmerki. Xavi you are pure quality . A class act on the pitch and a gentlemen off it . It was a pleasure to play alongside you and I missed you every day from the moment you left the reds . Congratulations on your perfect career and good luck to you and your family In the future . #legend @xabialonso A post shared by Steven Gerrard (@stevengerrard) on Mar 9, 2017 at 4:39am PST Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso staðfesti í dag að hann ætli að leggja skóna á hilluna í sumar en þessi magnaði leikmaður hefur átt frábæran feril sem gæti endað með nokkrum titlum til viðbótar í vor. Xabi Alonso hélt upp á 35 ára afmæli sitt í nóvember síðastliðnum en hann hefur leikið stærsta hluta ferils síns með þremur af sigursælustu félögum í Evrópu eða Liverpool, Real Madrid og Bayern München. Xabi Alonso lék með Liverpool frá 2004 til 2009 eða frá því að hann var 23 ára þar til að hann var 28 ára. Xabi fór frá Liverpool til Real Madrid en hefur síðan leikið með Bayern München undanfarin þrjú ár. Stuðningsmönnum Liverpool þótti sárt að sjá á eftir Xabi Alonso á sínum tíma en hann var lykilmaður þegar liðið vann Meistaradeildina 2005. Einn af þeim sem saknaði Xabi Alonso mikið var Steven Gerrard og hann sendi spænska miðjumanninum fallega kveðju á Instagram-síðu sinni þegar fréttist af því að Xabi væri að fara að leggja skóna á hilluna. „Xabi, þú ert hreinræktuð gæði. Fyrirmyndardrengur innan vallar og herramaður utan hans. Það var unun að spila við hliðina á þér og ég saknaði þín á hverjum degi eftir að þú fórst. Til hamingju með fullkominn feril og gangi þér og fjölskyldu þinni vel í framtíðinni. #Goðsögn,“ skrifaði Steven Gerrard og kórónaði færsluna með hjarta- og fullkomnunarmerki. Xavi you are pure quality . A class act on the pitch and a gentlemen off it . It was a pleasure to play alongside you and I missed you every day from the moment you left the reds . Congratulations on your perfect career and good luck to you and your family In the future . #legend @xabialonso A post shared by Steven Gerrard (@stevengerrard) on Mar 9, 2017 at 4:39am PST
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira