Svona var ástandið í blaðamannaboxinu þegar Barcelona skoraði sjötta markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2017 12:30 Sergi Roberto fagnar sjötta markinu og Alfredo Martinez missir sig í stúkunni. Vísir/Samett/Getty 6-1 sigur Barcelona á Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær var sögulegur og fótboltaáhugamenn eiga eftir að ræða þennan leik um ókomna tíð. Liðið var í vonlítilli stöðu, bæði með því að tapa fyrri leiknum 4-0 sem og að fá á sig mark og vera „bara“ 3-1 yfir þegar lítið var eftir af leiknum. Þrjú mörk í blálokin tryggði Börsungum sætið í átta liða úrslitum. Þetta var því stórkostlegt kvöld fyrir leikmenn Barcelona, starfsmenn Barcelona og ekki síst stuðningsmenn Barcelona. Það voru líka menn sem voru í vinnunni sem misstu sig alveg. Spænski lýsandinn Alfredo Martinez var einn af þeim. Það hafa birst myndbrot á netinu af fögnuðu leikmanna Barcelona og stuðningsfólksins í stúkunni en Martinez hefur nú gefið áhugasömum tækifæri til að sjá hvað gekk á í blaðamannaboxinu á Nou Camp. Alfredo Martinez var að lýsa leiknum fyrir útvarpstöðina Onda Cero en Cataluña en hann lýsir flestum leikjum Barcelona fyrir stöðina. Hann setti myndband af sér að lýsa sjötta marki Barcelona í leiknum sem Sergi Roberto skoraði á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Það þarf ekki að skilja mikla spænsku til að meðtaka geðshræringu lýsandans sem eins og fleiri virðist varla trúa því sem hefur gerst. Alfredo Martinez þakkaði líka Barcelona fyrir þetta ótrúlega kvöld í Twitter-færslu sinni. „Takk fyrir ótrúlegt kvöld. Nú höfum við séð allt. Lengi lifi móðirin sem fæddi Sergi Roberto,“ skrifaði Alfredo Martinez. Hér fyrir neðan má einnig finna fleiri myndbönd úr blaðamannaboxinu.Gracias Barça. Por una noche inolvidable. Ya lo hemos visto todo. SERGI ROBERTO Viva la madre que te parió !!! pic.twitter.com/C1aB6EL36g— Alfredo Martínez (@Alfremartinezz) March 8, 2017 That is history. And this is the immediate reaction. Absolutely bloody amazing. What have we just seen?!?! #FCBPSG @btsportfootball pic.twitter.com/6e68BZVq9j— Reshmin Chowdhury (@ReshminTV) March 8, 2017 GOL HISTÒRIC de @SergiRoberto10 amb @gerardromero el 6-1 al PSG #MogutsperLaRemuntada #showgol pic.twitter.com/Eg8fO0M43g— Moguts pel Barça (@MogutsFCB) March 8, 2017 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Sturlaðar staðreyndir um sigur Barcelona í gær Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni. 9. mars 2017 11:30 Shakira missti sig í stúkunni á Nou Camp | Myndband Kólumbíska söngkonan Shakira var í hópi fjölmarga stuðningsmanna Barcelona sem gersamlega misstu sig í leikslok eftir að Börsungar höfðu gert hið ómögulega í gærkvöldi, komið til baka og slegið út Paris Saint Germain. 9. mars 2017 10:30 Lagerbäck sorgmæddur út af leikaraskap Suarez Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, varð sorgmæddur er Luis Suarez, framherji Barcelona, fiskaði vítaspyrnu í hinum ótrúlega leik Barcelona og PSG í gær. 9. mars 2017 08:30 Barcelona áfram eftir stórkostlega endurkomu | Sjáðu mörkin Barcelona er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir einhverja ótrúlegustu endurkomu síðari ára. 8. mars 2017 22:00 Velkomnir í endurkomuklúbbinn Barcelona framkvæmdi íþróttakraftaverk númer tvö á á árinu í gær og það var vel við hæfi að hitt kraftaverkaliðið skildi óska Barcelona til hamingju í gær. 9. mars 2017 09:30 Rakitic: Sáum í Super Bowl að það er allt hægt í íþróttum Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona, líkti ótrúlegri endurkomu liðsins gegn Paris Saint-Germain við endurkomu New England Patriots gegn Atlanta Falcons í Super Bowl í síðasta mánuði. 8. mars 2017 23:19 Twitter um kraftaverkið á Nývangi: Eiður hélt að Enrique væri klikkaður Barcelona endurskrifaði fótboltasöguna í kvöld þegar liðið tryggði sig áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 6-1 sigur á Paris Saint-Germain á Nývangi. 8. mars 2017 22:31 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
6-1 sigur Barcelona á Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær var sögulegur og fótboltaáhugamenn eiga eftir að ræða þennan leik um ókomna tíð. Liðið var í vonlítilli stöðu, bæði með því að tapa fyrri leiknum 4-0 sem og að fá á sig mark og vera „bara“ 3-1 yfir þegar lítið var eftir af leiknum. Þrjú mörk í blálokin tryggði Börsungum sætið í átta liða úrslitum. Þetta var því stórkostlegt kvöld fyrir leikmenn Barcelona, starfsmenn Barcelona og ekki síst stuðningsmenn Barcelona. Það voru líka menn sem voru í vinnunni sem misstu sig alveg. Spænski lýsandinn Alfredo Martinez var einn af þeim. Það hafa birst myndbrot á netinu af fögnuðu leikmanna Barcelona og stuðningsfólksins í stúkunni en Martinez hefur nú gefið áhugasömum tækifæri til að sjá hvað gekk á í blaðamannaboxinu á Nou Camp. Alfredo Martinez var að lýsa leiknum fyrir útvarpstöðina Onda Cero en Cataluña en hann lýsir flestum leikjum Barcelona fyrir stöðina. Hann setti myndband af sér að lýsa sjötta marki Barcelona í leiknum sem Sergi Roberto skoraði á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Það þarf ekki að skilja mikla spænsku til að meðtaka geðshræringu lýsandans sem eins og fleiri virðist varla trúa því sem hefur gerst. Alfredo Martinez þakkaði líka Barcelona fyrir þetta ótrúlega kvöld í Twitter-færslu sinni. „Takk fyrir ótrúlegt kvöld. Nú höfum við séð allt. Lengi lifi móðirin sem fæddi Sergi Roberto,“ skrifaði Alfredo Martinez. Hér fyrir neðan má einnig finna fleiri myndbönd úr blaðamannaboxinu.Gracias Barça. Por una noche inolvidable. Ya lo hemos visto todo. SERGI ROBERTO Viva la madre que te parió !!! pic.twitter.com/C1aB6EL36g— Alfredo Martínez (@Alfremartinezz) March 8, 2017 That is history. And this is the immediate reaction. Absolutely bloody amazing. What have we just seen?!?! #FCBPSG @btsportfootball pic.twitter.com/6e68BZVq9j— Reshmin Chowdhury (@ReshminTV) March 8, 2017 GOL HISTÒRIC de @SergiRoberto10 amb @gerardromero el 6-1 al PSG #MogutsperLaRemuntada #showgol pic.twitter.com/Eg8fO0M43g— Moguts pel Barça (@MogutsFCB) March 8, 2017
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Sturlaðar staðreyndir um sigur Barcelona í gær Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni. 9. mars 2017 11:30 Shakira missti sig í stúkunni á Nou Camp | Myndband Kólumbíska söngkonan Shakira var í hópi fjölmarga stuðningsmanna Barcelona sem gersamlega misstu sig í leikslok eftir að Börsungar höfðu gert hið ómögulega í gærkvöldi, komið til baka og slegið út Paris Saint Germain. 9. mars 2017 10:30 Lagerbäck sorgmæddur út af leikaraskap Suarez Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, varð sorgmæddur er Luis Suarez, framherji Barcelona, fiskaði vítaspyrnu í hinum ótrúlega leik Barcelona og PSG í gær. 9. mars 2017 08:30 Barcelona áfram eftir stórkostlega endurkomu | Sjáðu mörkin Barcelona er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir einhverja ótrúlegustu endurkomu síðari ára. 8. mars 2017 22:00 Velkomnir í endurkomuklúbbinn Barcelona framkvæmdi íþróttakraftaverk númer tvö á á árinu í gær og það var vel við hæfi að hitt kraftaverkaliðið skildi óska Barcelona til hamingju í gær. 9. mars 2017 09:30 Rakitic: Sáum í Super Bowl að það er allt hægt í íþróttum Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona, líkti ótrúlegri endurkomu liðsins gegn Paris Saint-Germain við endurkomu New England Patriots gegn Atlanta Falcons í Super Bowl í síðasta mánuði. 8. mars 2017 23:19 Twitter um kraftaverkið á Nývangi: Eiður hélt að Enrique væri klikkaður Barcelona endurskrifaði fótboltasöguna í kvöld þegar liðið tryggði sig áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 6-1 sigur á Paris Saint-Germain á Nývangi. 8. mars 2017 22:31 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Sturlaðar staðreyndir um sigur Barcelona í gær Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni. 9. mars 2017 11:30
Shakira missti sig í stúkunni á Nou Camp | Myndband Kólumbíska söngkonan Shakira var í hópi fjölmarga stuðningsmanna Barcelona sem gersamlega misstu sig í leikslok eftir að Börsungar höfðu gert hið ómögulega í gærkvöldi, komið til baka og slegið út Paris Saint Germain. 9. mars 2017 10:30
Lagerbäck sorgmæddur út af leikaraskap Suarez Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, varð sorgmæddur er Luis Suarez, framherji Barcelona, fiskaði vítaspyrnu í hinum ótrúlega leik Barcelona og PSG í gær. 9. mars 2017 08:30
Barcelona áfram eftir stórkostlega endurkomu | Sjáðu mörkin Barcelona er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir einhverja ótrúlegustu endurkomu síðari ára. 8. mars 2017 22:00
Velkomnir í endurkomuklúbbinn Barcelona framkvæmdi íþróttakraftaverk númer tvö á á árinu í gær og það var vel við hæfi að hitt kraftaverkaliðið skildi óska Barcelona til hamingju í gær. 9. mars 2017 09:30
Rakitic: Sáum í Super Bowl að það er allt hægt í íþróttum Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona, líkti ótrúlegri endurkomu liðsins gegn Paris Saint-Germain við endurkomu New England Patriots gegn Atlanta Falcons í Super Bowl í síðasta mánuði. 8. mars 2017 23:19
Twitter um kraftaverkið á Nývangi: Eiður hélt að Enrique væri klikkaður Barcelona endurskrifaði fótboltasöguna í kvöld þegar liðið tryggði sig áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 6-1 sigur á Paris Saint-Germain á Nývangi. 8. mars 2017 22:31