Afrekssjóður lokar mögulega á KSÍ: Sækja bara um fyrir stelpurnar og yngri landsliðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 19:00 Svo gæti farið að knattspyrnusamband Íslands fái ekki krónu til viðbótar úr afrekssjóði vegna sterkrar stöðu sambandsins ef tillögur vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ verða samþykktar á næsta íþróttaþingi en Vísir fjallaði um skýrslu vinnuhópsins í dag. Vinnuhópurinn leggur til í skýrslu sinni að Afrekssjóður fái frekari heimild til að hafna umsóknum fjársterkra sambanda. KSÍ er eitt í þeim flokki en það er fjárhagslega sterkara en stór hluti hreyfingarinnar lögð saman. KSÍ fékk tæpar níu milljónir við síðustu úthlutun vegna verkefna A-landsliðs kvenna og unglingalandsliða. „KSÍ er frábærlega vel rekið og er eina sérsambandið sem hefur gríðarlega mikla tekjumöguleika. Tekjuramminn þeirra er stærri en hjá meirihluta hreyfingarinnar [...] Við segjum að það er ekki nógu mikið af peningum og á meðan KSÍ gengur svona vel og raun ber vitni er eðlilegt að aðrir njóti peninganna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður íþróttanefndar ríksins og einn starfsmanna vinnuhópsins. Guðrún Inga Sívertssen, varaformaður knattspyrnusambands Íslands, er í stjórn Afrekssjóðs. Hún segir þetta ekki vera beint nýjar fréttir þar sem reglan hefur verið í gildi í núverandi regluvirki afrekssjóðsins. „Ég fagna því að það sé settur ákveðinn rammi utan um afreksstarfið en KSÍ skilgreinir sig sem afreksstarf. Þessi rammi sem er settur má heldur ekki vera hamlandi fyrir þau sérsambönd sem reka sig vel og afla sinna tekna erlendis frá til dæmis,“ segir Guðrún Inga. Hún bendir á að ævintýralegar tekjur KSÍ á síðasta ári séu einsdæmi en þær komu til vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. „Árið í fyrra var að sjálfsögðu óvenjulegt fyrir okkur því við fengum mikið af tekjum vegna EM hjá strákunum. Hafa skal á hreinu að við sóttum ekki um styrk fyrir A-landslið karla í afrekssjóð. Við sækjum um fyrir A-landslið kvenna og unglingalandsliðin. Við sækjum ekki um styrki fyrir A-landslið karla því þaðan koma peningarnir,“ segir Guðrún Inga. KSÍ mun ekki hætta að sækja um styrki: „Að sjálfsögðu munum við halda áfram að sækja um fyrir þau lið okkar sem við sendum í keppni. Það er líka á ábyrgð okkar sem erum í knattspyrnuforystunni að ná í allar þær tekjur sem við getum náð í og alla þá styrki sem í boði eru,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 "Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Svo gæti farið að knattspyrnusamband Íslands fái ekki krónu til viðbótar úr afrekssjóði vegna sterkrar stöðu sambandsins ef tillögur vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ verða samþykktar á næsta íþróttaþingi en Vísir fjallaði um skýrslu vinnuhópsins í dag. Vinnuhópurinn leggur til í skýrslu sinni að Afrekssjóður fái frekari heimild til að hafna umsóknum fjársterkra sambanda. KSÍ er eitt í þeim flokki en það er fjárhagslega sterkara en stór hluti hreyfingarinnar lögð saman. KSÍ fékk tæpar níu milljónir við síðustu úthlutun vegna verkefna A-landsliðs kvenna og unglingalandsliða. „KSÍ er frábærlega vel rekið og er eina sérsambandið sem hefur gríðarlega mikla tekjumöguleika. Tekjuramminn þeirra er stærri en hjá meirihluta hreyfingarinnar [...] Við segjum að það er ekki nógu mikið af peningum og á meðan KSÍ gengur svona vel og raun ber vitni er eðlilegt að aðrir njóti peninganna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður íþróttanefndar ríksins og einn starfsmanna vinnuhópsins. Guðrún Inga Sívertssen, varaformaður knattspyrnusambands Íslands, er í stjórn Afrekssjóðs. Hún segir þetta ekki vera beint nýjar fréttir þar sem reglan hefur verið í gildi í núverandi regluvirki afrekssjóðsins. „Ég fagna því að það sé settur ákveðinn rammi utan um afreksstarfið en KSÍ skilgreinir sig sem afreksstarf. Þessi rammi sem er settur má heldur ekki vera hamlandi fyrir þau sérsambönd sem reka sig vel og afla sinna tekna erlendis frá til dæmis,“ segir Guðrún Inga. Hún bendir á að ævintýralegar tekjur KSÍ á síðasta ári séu einsdæmi en þær komu til vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. „Árið í fyrra var að sjálfsögðu óvenjulegt fyrir okkur því við fengum mikið af tekjum vegna EM hjá strákunum. Hafa skal á hreinu að við sóttum ekki um styrk fyrir A-landslið karla í afrekssjóð. Við sækjum um fyrir A-landslið kvenna og unglingalandsliðin. Við sækjum ekki um styrki fyrir A-landslið karla því þaðan koma peningarnir,“ segir Guðrún Inga. KSÍ mun ekki hætta að sækja um styrki: „Að sjálfsögðu munum við halda áfram að sækja um fyrir þau lið okkar sem við sendum í keppni. Það er líka á ábyrgð okkar sem erum í knattspyrnuforystunni að ná í allar þær tekjur sem við getum náð í og alla þá styrki sem í boði eru,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 "Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00
"Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45