Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Ég skrapp um daginn upp í Bryggjuhverfi. Bygging 300 nýrra íbúða í skemmtilega litríkum húsum í hverfinu er langt komin og fólk flutt inn í nokkur húsanna. Drög að nýju deiliskipulagi þar fyrir vestan, á hluta af svæði Björgunar, gera ráð fyrir allt að 900 íbúðum. Ég gekk upp á heilmikla mön sem skilur íbúðarhverfið og athafnasvæði Björgunar að og virti fyrir mér lygnan Grafavoginn, gamla sjávarkletta, sandhrúgur og steypusíló. Mönin mun brátt hverfa og Bryggjuhverfið verður með tíð og tíma hluti af mikilli byggð við Elliðaárósa og Ártúnshöfða. Á þessu svæði í heild sinni gætu risið um 4.500 íbúðir. Hinum megin við Elliðaárnar er svokölluð Vogabyggð. Þar verða á næstu árum byggðar um 1000 íbúðir. Stærsti áfangi Vogaskipulagsins hlaut um daginn skipulagsverðlaun ársins 2016. Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast þar.5000 íbúðir Það er mikið að gerast í Reykjavík þessa dagana og misserin. Nú liggur fyrir samþykkt og lögbundið deiliskipulag fyrir rúmlega 5000 íbúðir á byggingarsvæðum í borginni. Framkvæmdir eru hafnar á byggingarsvæðum með 2577 íbúðum. Eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur er hafið. Deiliskipulagsvinnan tryggir að uppbyggingin verður í takt við vandað aðalskipulag borgarinnar og skýra stefnu um þétta og vistvæna borg. Þeir sem eru á ferð um borgina sjá þetta með eigin augum á hverjum einasta degi. Ákkúrat núna í marsbyrjun 2017 er húsnæðissamvinnufélagið Búseti að klára rúmlega 200 íbúðir við Smiðjuholt, Félagsstofnun stúdenta vígði 103 stúdentaíbúðir við Brautarholt rétt fyrir jól og um 80 íbúðir eru í byggingu á Höfðatorgi. Byrjað er að byggja 200 íbúðir við Hverfisgötu og um 70 íbúðir við svokallað Hafnartorg. Á gamla Lýsisreitnum vestur í bæ eru 130 íbúðir að klárast og bygging 176 íbúða í Vesturbugt mun hefjast á þessu ári. Hafin er uppbygging á stórri lóð Ríkisútvarpsins. Þar verða byggðar um 360 íbúðir. Og það blasir við öllum sem fara um Bústaðaveg og Hringbraut að stórfelld uppbygging er hafin við Hlíðarenda. Þar er gert ráð fyrir að minnsta kosti 600 íbúðum. Að öllum líkindum hefst uppbygging á 300 íbúðum á Kirkjusandsreit á þessu ári. Sama má segja um byggingu 220 stúdentaíbúða á Vísindagarðareit við Háskóla Íslands. Auk þess liggja fyrir drög að skipulagi sem gerir ráð fyrir að um 500 nýjar íbúðir verði til á næstu árum í Úlfarsárdalnum.Fyrirheit um öryggi og skjól Borgaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að íbúðir í uppbyggingu verði fjölbreytilegar að stærð svo þær henti sem flestum. Á stórum byggingarsvæðum hefur borgin náð fram þeim samningsmarkmiðum sínum að 25% íbúðanna verði leiguíbúðir til að tryggja enn betur fjölbreytni á húsnæðismarkaðnum. Einnig hefur verið lögð áhersla á samstarf við byggingarfélög sem eru ekki hagnaðardrifin, svo sem Búseta, Félagsstofnun stúdenta, Byggingarfélag námsmanna og Samtök aldraðra. Þá hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu 1000 íbúða á vegum Alþýðusambands Íslands í Reykjavík. Í orðinu húsnæði felst fyrirheit um öryggi og skjól. Húsnæðismálin eru eitt stærsta viðfangsefni Reykjavíkurborgar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ég skrapp um daginn upp í Bryggjuhverfi. Bygging 300 nýrra íbúða í skemmtilega litríkum húsum í hverfinu er langt komin og fólk flutt inn í nokkur húsanna. Drög að nýju deiliskipulagi þar fyrir vestan, á hluta af svæði Björgunar, gera ráð fyrir allt að 900 íbúðum. Ég gekk upp á heilmikla mön sem skilur íbúðarhverfið og athafnasvæði Björgunar að og virti fyrir mér lygnan Grafavoginn, gamla sjávarkletta, sandhrúgur og steypusíló. Mönin mun brátt hverfa og Bryggjuhverfið verður með tíð og tíma hluti af mikilli byggð við Elliðaárósa og Ártúnshöfða. Á þessu svæði í heild sinni gætu risið um 4.500 íbúðir. Hinum megin við Elliðaárnar er svokölluð Vogabyggð. Þar verða á næstu árum byggðar um 1000 íbúðir. Stærsti áfangi Vogaskipulagsins hlaut um daginn skipulagsverðlaun ársins 2016. Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast þar.5000 íbúðir Það er mikið að gerast í Reykjavík þessa dagana og misserin. Nú liggur fyrir samþykkt og lögbundið deiliskipulag fyrir rúmlega 5000 íbúðir á byggingarsvæðum í borginni. Framkvæmdir eru hafnar á byggingarsvæðum með 2577 íbúðum. Eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur er hafið. Deiliskipulagsvinnan tryggir að uppbyggingin verður í takt við vandað aðalskipulag borgarinnar og skýra stefnu um þétta og vistvæna borg. Þeir sem eru á ferð um borgina sjá þetta með eigin augum á hverjum einasta degi. Ákkúrat núna í marsbyrjun 2017 er húsnæðissamvinnufélagið Búseti að klára rúmlega 200 íbúðir við Smiðjuholt, Félagsstofnun stúdenta vígði 103 stúdentaíbúðir við Brautarholt rétt fyrir jól og um 80 íbúðir eru í byggingu á Höfðatorgi. Byrjað er að byggja 200 íbúðir við Hverfisgötu og um 70 íbúðir við svokallað Hafnartorg. Á gamla Lýsisreitnum vestur í bæ eru 130 íbúðir að klárast og bygging 176 íbúða í Vesturbugt mun hefjast á þessu ári. Hafin er uppbygging á stórri lóð Ríkisútvarpsins. Þar verða byggðar um 360 íbúðir. Og það blasir við öllum sem fara um Bústaðaveg og Hringbraut að stórfelld uppbygging er hafin við Hlíðarenda. Þar er gert ráð fyrir að minnsta kosti 600 íbúðum. Að öllum líkindum hefst uppbygging á 300 íbúðum á Kirkjusandsreit á þessu ári. Sama má segja um byggingu 220 stúdentaíbúða á Vísindagarðareit við Háskóla Íslands. Auk þess liggja fyrir drög að skipulagi sem gerir ráð fyrir að um 500 nýjar íbúðir verði til á næstu árum í Úlfarsárdalnum.Fyrirheit um öryggi og skjól Borgaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að íbúðir í uppbyggingu verði fjölbreytilegar að stærð svo þær henti sem flestum. Á stórum byggingarsvæðum hefur borgin náð fram þeim samningsmarkmiðum sínum að 25% íbúðanna verði leiguíbúðir til að tryggja enn betur fjölbreytni á húsnæðismarkaðnum. Einnig hefur verið lögð áhersla á samstarf við byggingarfélög sem eru ekki hagnaðardrifin, svo sem Búseta, Félagsstofnun stúdenta, Byggingarfélag námsmanna og Samtök aldraðra. Þá hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu 1000 íbúða á vegum Alþýðusambands Íslands í Reykjavík. Í orðinu húsnæði felst fyrirheit um öryggi og skjól. Húsnæðismálin eru eitt stærsta viðfangsefni Reykjavíkurborgar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun