Undrabörn og ofurmeistarar á Reykjavíkurskákmótinu Svavar Hávarðsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Undrabörn hafa alltaf sóst eftir að tefla í Reykjavík – hér situr að tafli Wei Yi, skákmaður sem spáð er miklum frama. vísir/valli GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2017 er hið sterkasta í rúmlega hálfrar aldar sögu mótsins og gæti ennfremur orðið það fjölmennasta. Þegar er 251 skákmaður skráður til leiks frá 46 löndum. Þrír ofurstórmeistarar tefla, nokkrar af sterkustu skákkonum heims, auk undrabarna og goðsagna úr sögu mótsins. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir að fjöldametið frá því árið 2015 sé í verulegri hættu. Eins og áður sagði er 251 skákmaður skráður til leiks. Þar af eru 69 Íslendingar. Fjölmennastir gestanna eru Indverjar sem eru 29 talsins. Í næstu sætum eru Bandaríkin en þaðan koma tuttugu skákmenn, þrettán frá Kanada en einnig mæta stórir hópar Hollendinga, Svía, Englendinga og Þjóðverja. „Mótið, sem stendur dagana 19. til 26. apríl, hefur fengið mikla athygli erlendis og var nýlega kosið næstbesta opna skákmótið af Samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð alþjóðleg skákmót eru haldin ár hvert. Reykjavíkurskákmótið hefur á þessari rúmu hálfu öld unnið sér orðspor sem einstakt skákmót sem íslensk skákhreyfing er ákaflega stolt af,“ segir Gunnar. Meðal skráðra keppenda er 31 stórmeistari sem er umtalsverð fjölgun frá síðustu árum og enn á eftir að bætast eitthvað í þann hóp, ef að líkum lætur. Stigahæsti keppandi mótsins er Anish Giri, einn allra sterkasti skákmaður heims, sem hefur 2.769 skákstig. Hann er stigahæsti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Tveir aðrir keppendur hafa meira en 2.700 skákstig, sem oft er notað til að greina ofurstórmeistara frá þó mjög sterkum kollegum þeirra. Það er Rússinn Dmitry Andreikin og Georgíumaðurinn Baadur Jobava, sem þykir einn frumlegasti og skemmtilegasti skákmaður heims. „Meðal keppenda nú er Rameshbabu Praggnanandhaa, sem er nafn sem er rétt er að leggja á minnið, ef það er á annað borð hægt. Sá er aðeins 11 ára og þykir líklegur til að slá met Sergey Karjakin sem yngsti stórmeistari allra tíma,“ segir Gunnar sem bætir við að á mótinu megi einnig finna sterkustu skákkonur heims. Þeirra á meðal er hin indverska Hariku Dronavalli sem er á topp 10 í heiminum og landa hennar Tanja Sadchev sem sló eftirminnilega í gegn á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2017 er hið sterkasta í rúmlega hálfrar aldar sögu mótsins og gæti ennfremur orðið það fjölmennasta. Þegar er 251 skákmaður skráður til leiks frá 46 löndum. Þrír ofurstórmeistarar tefla, nokkrar af sterkustu skákkonum heims, auk undrabarna og goðsagna úr sögu mótsins. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir að fjöldametið frá því árið 2015 sé í verulegri hættu. Eins og áður sagði er 251 skákmaður skráður til leiks. Þar af eru 69 Íslendingar. Fjölmennastir gestanna eru Indverjar sem eru 29 talsins. Í næstu sætum eru Bandaríkin en þaðan koma tuttugu skákmenn, þrettán frá Kanada en einnig mæta stórir hópar Hollendinga, Svía, Englendinga og Þjóðverja. „Mótið, sem stendur dagana 19. til 26. apríl, hefur fengið mikla athygli erlendis og var nýlega kosið næstbesta opna skákmótið af Samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð alþjóðleg skákmót eru haldin ár hvert. Reykjavíkurskákmótið hefur á þessari rúmu hálfu öld unnið sér orðspor sem einstakt skákmót sem íslensk skákhreyfing er ákaflega stolt af,“ segir Gunnar. Meðal skráðra keppenda er 31 stórmeistari sem er umtalsverð fjölgun frá síðustu árum og enn á eftir að bætast eitthvað í þann hóp, ef að líkum lætur. Stigahæsti keppandi mótsins er Anish Giri, einn allra sterkasti skákmaður heims, sem hefur 2.769 skákstig. Hann er stigahæsti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Tveir aðrir keppendur hafa meira en 2.700 skákstig, sem oft er notað til að greina ofurstórmeistara frá þó mjög sterkum kollegum þeirra. Það er Rússinn Dmitry Andreikin og Georgíumaðurinn Baadur Jobava, sem þykir einn frumlegasti og skemmtilegasti skákmaður heims. „Meðal keppenda nú er Rameshbabu Praggnanandhaa, sem er nafn sem er rétt er að leggja á minnið, ef það er á annað borð hægt. Sá er aðeins 11 ára og þykir líklegur til að slá met Sergey Karjakin sem yngsti stórmeistari allra tíma,“ segir Gunnar sem bætir við að á mótinu megi einnig finna sterkustu skákkonur heims. Þeirra á meðal er hin indverska Hariku Dronavalli sem er á topp 10 í heiminum og landa hennar Tanja Sadchev sem sló eftirminnilega í gegn á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira