Dánaraðstoð: Rétt skal vera rétt Ingrid Kuhlman og Sylviane Lecoultre skrifar 16. mars 2017 07:00 Í byrjun febrúar birtust greinar í Fréttablaðinu um „líknardeyðingu“ eins og Björn Einarsson öldrunarlæknir á Landakoti-LSH kallar dánaraðstoð. Björn fer ekki með rétt mál og viljum við því leiðrétta hann með þessari grein. Undirritaðar hafa báðar reynslu af dánaraðstoð, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Sviss og er markmið greinarinnar að viðhalda upplýstri umræðu um dánaraðstoð, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, nýstofnaðs félags um dánaraðstoð. Líknarmeðferð Björn lýsir hvernig líknarmeðferð er beitt og segir að þó að ásetningurinn sé ekki að stytta líf sjúklings séu engin takmörk á því hvað má gefa mikið af lyfjum, og þar af leiðandi kunni líknarmeðferð að stytta líf sjúklings. Læknaeiðurinn er oft notaður sem rök gegn dánaraðstoð en þar sem dánaraðstoð á sér stað innan ramma líknandi meðferðar eiga þessi rök ekki við. Dánaraðstoð í Hollandi Björn fullyrðir ranglega að tveir læknar þurfi að staðfesta að sjúklingur sé dauðvona. Hið rétta er að læknirinn þarf að vera sannfærður um að þjáning sjúklingsins sé viðvarandi og óbærileg. Auk líkamlegrar þjáningar getur verið um að ræða andlega þjáningu eða þjáningu vegna mjög svo skertra lífsgæða. Björn fullyrðir ranglega að sjúkdómsgreining þurfi ekki lengur að liggja fyrir. Aðeins læknir má veita dánaraðstoð í Hollandi og er ákvörðunin ávallt byggð á sjúkdómsgreiningu. Samkvæmt hollensku lögunum má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að skylda lækna til að veita dánaraðstoð, eins og Björn heldur ranglega fram. Dánaraðstoð í Sviss Björn fullyrðir ranglega að læknir komi ekki að ákvörðun um aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Hjá Dignitas er ávallt leitað álits lækna. Sjúklingur er krafinn um upplýsingar um þróun sjúkdómsins, meðhöndlun hans og hver staðan er þegar sótt er um dánaraðstoð. Því fer fjarri að hver sem er geti óskað eftir aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Björn fullyrðir ranglega að frískur eiginmaður hafi fengið að fylgja konu sinni í dauðann. Árið 2009 fékk eiginmaður konu með ólæknandi krabbamein í brisi og lifur aðstoð við sjálfsvíg. Þó að eiginmaðurinn hafi ekki verið með ólæknandi sjúkdóm var hann blindur, að verða heyrnarlaus og fullkomlega háður konu sinni eftir að heilsu hans hrakaði eftir mjaðmaliðaskipti. Það er einnig rangt hjá Birni að ekki verði af aðstoð við sjálfsvíg ef sjúklingur getur ekki drukkið lyfjablönduna. Hann getur sjálfur sprautað vökvann í sondu eða fengið fjarstýringu til þess. Fullyrðingar Björns um reiði, sársauka og höfnun fjölskyldu eiga sennilega við rök að styðjast ef einstaklingur hefur ekki rætt dánaraðstoðina opinskátt við nánustu aðstandendur. Það heyrir hins vegar til undantekninga að fólk geri þetta án vitundar ættingja. Læknar leggja áhersla á þátttöku aðstandenda og eiga við þá samtal. Ákvörðun um dánaraðstoð veldur aðstandendum ekki viðbótarþjáningu, eins og Björn heldur fram, heldur líta flestir á hana sem kærleiksverk enda er um að ræða dýpstu ósk einstaklingsins um að fá að deyja með sæmd, í faðmi fjölskyldunnar. Íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð þó að hún sé veitt. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður óbærilegar kvalir þar sem engin skynsöm lausn er í boði. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar birtust greinar í Fréttablaðinu um „líknardeyðingu“ eins og Björn Einarsson öldrunarlæknir á Landakoti-LSH kallar dánaraðstoð. Björn fer ekki með rétt mál og viljum við því leiðrétta hann með þessari grein. Undirritaðar hafa báðar reynslu af dánaraðstoð, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Sviss og er markmið greinarinnar að viðhalda upplýstri umræðu um dánaraðstoð, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, nýstofnaðs félags um dánaraðstoð. Líknarmeðferð Björn lýsir hvernig líknarmeðferð er beitt og segir að þó að ásetningurinn sé ekki að stytta líf sjúklings séu engin takmörk á því hvað má gefa mikið af lyfjum, og þar af leiðandi kunni líknarmeðferð að stytta líf sjúklings. Læknaeiðurinn er oft notaður sem rök gegn dánaraðstoð en þar sem dánaraðstoð á sér stað innan ramma líknandi meðferðar eiga þessi rök ekki við. Dánaraðstoð í Hollandi Björn fullyrðir ranglega að tveir læknar þurfi að staðfesta að sjúklingur sé dauðvona. Hið rétta er að læknirinn þarf að vera sannfærður um að þjáning sjúklingsins sé viðvarandi og óbærileg. Auk líkamlegrar þjáningar getur verið um að ræða andlega þjáningu eða þjáningu vegna mjög svo skertra lífsgæða. Björn fullyrðir ranglega að sjúkdómsgreining þurfi ekki lengur að liggja fyrir. Aðeins læknir má veita dánaraðstoð í Hollandi og er ákvörðunin ávallt byggð á sjúkdómsgreiningu. Samkvæmt hollensku lögunum má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að skylda lækna til að veita dánaraðstoð, eins og Björn heldur ranglega fram. Dánaraðstoð í Sviss Björn fullyrðir ranglega að læknir komi ekki að ákvörðun um aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Hjá Dignitas er ávallt leitað álits lækna. Sjúklingur er krafinn um upplýsingar um þróun sjúkdómsins, meðhöndlun hans og hver staðan er þegar sótt er um dánaraðstoð. Því fer fjarri að hver sem er geti óskað eftir aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Björn fullyrðir ranglega að frískur eiginmaður hafi fengið að fylgja konu sinni í dauðann. Árið 2009 fékk eiginmaður konu með ólæknandi krabbamein í brisi og lifur aðstoð við sjálfsvíg. Þó að eiginmaðurinn hafi ekki verið með ólæknandi sjúkdóm var hann blindur, að verða heyrnarlaus og fullkomlega háður konu sinni eftir að heilsu hans hrakaði eftir mjaðmaliðaskipti. Það er einnig rangt hjá Birni að ekki verði af aðstoð við sjálfsvíg ef sjúklingur getur ekki drukkið lyfjablönduna. Hann getur sjálfur sprautað vökvann í sondu eða fengið fjarstýringu til þess. Fullyrðingar Björns um reiði, sársauka og höfnun fjölskyldu eiga sennilega við rök að styðjast ef einstaklingur hefur ekki rætt dánaraðstoðina opinskátt við nánustu aðstandendur. Það heyrir hins vegar til undantekninga að fólk geri þetta án vitundar ættingja. Læknar leggja áhersla á þátttöku aðstandenda og eiga við þá samtal. Ákvörðun um dánaraðstoð veldur aðstandendum ekki viðbótarþjáningu, eins og Björn heldur fram, heldur líta flestir á hana sem kærleiksverk enda er um að ræða dýpstu ósk einstaklingsins um að fá að deyja með sæmd, í faðmi fjölskyldunnar. Íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð þó að hún sé veitt. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður óbærilegar kvalir þar sem engin skynsöm lausn er í boði. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun