Vonbrigði með ákvörðun peningastefnunefndar Framkvæmdastjórar SA, SI, SAF og SFS og SVÞ skrifa 16. mars 2017 07:00 Peningastefnunefnd hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Það eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið enda sterk rök fyrir vaxtalækkun í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Verðbólga hefur verið undir 2,5% markmiðinu í þrjú ár samfleytt og verðbólguvæntingar eru það einnig. Það segir sína sögu. Sterk rök eru því fyrir lækkun stýrivaxta, einkum þar sem Seðlabankinn hefur í spám sínum byggt á veikara gengi krónunnar en nú er. Öll rök hníga að því að verðbólgu sé ofspáð í nánustu framtíð. Það stefnir í áframhaldandi styrkingu krónunnar verði ekki gripið í taumana. Afnám hafta virðist hafa heppnast vel enda styrktist krónan á fyrsta haftalausa deginum, og miðað við traust innlendra og erlendra markaðsaðila á íslensku efnahagslífi mun hún styrkjast áfram. Vitnisburður um það er innreið erlendra fjárfesta á innlendan hlutabréfamarkað. Hagvöxtur er mikill og viðskiptaafgangur nemur 8% af landsframleiðslu. Nýjar kortaveltutölur sýna hóflegan vöxt einkaneyslu. Þrátt fyrir mikinn vöxt óskuldsettrar einkaneyslu á árinu 2016 er hún í sögulegu lágmarki, sem hlutfall af VLF, og hefur það hlutfall ekki verið lægra frá árinu 1949. Þá eru fjárfestingar í sögulegu meðaltali þrátt fyrir mikla uppsafnaða fjárfestingaþörf. Áframhaldandi hátt vaxtastig og meðfylgjandi ofurstyrkur krónunnar mun grafa undan efnahagslegum stöðugleika. Ytri staða þjóðarbúsins er mjög góð og hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Sterkir straumar erlends fjármagns renna inn í efnahagslífið og það skapar svigrúm til vaxtalækkunar. Þótt meginmarkmið Seðlabankans séu lág og stöðug verðbólga er hlutverk hans einnig að stuðla að fjármálastöðugleika, en í því hlýtur að felast að hann sporni gegn óhóflegum efnahagssveiflum. Rök Seðlabankans fyrir miklum vaxtamun gagnvart útlöndum gætu hugsanlega verið að samhliða losun hafta þurfi munurinn að vera mikill til að sporna gegn útflæði fjármagns. En vaxtamunurinn er allt of mikill og ýtir undir innflæði erlends fjármagns og styrkingu krónunnar. Atvinnulífið leggur áherslu á þessi málefnalegu rök. Vonbrigðin með óbreytta stýrivexti eru veruleg.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SAAlmar Guðmundsson framkvæmdastjóri SIHelga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAFHeiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFSAndrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Andrés Magnússon Halldór Benjamín Þorbergsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Helga Árnadóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Það eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið enda sterk rök fyrir vaxtalækkun í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Verðbólga hefur verið undir 2,5% markmiðinu í þrjú ár samfleytt og verðbólguvæntingar eru það einnig. Það segir sína sögu. Sterk rök eru því fyrir lækkun stýrivaxta, einkum þar sem Seðlabankinn hefur í spám sínum byggt á veikara gengi krónunnar en nú er. Öll rök hníga að því að verðbólgu sé ofspáð í nánustu framtíð. Það stefnir í áframhaldandi styrkingu krónunnar verði ekki gripið í taumana. Afnám hafta virðist hafa heppnast vel enda styrktist krónan á fyrsta haftalausa deginum, og miðað við traust innlendra og erlendra markaðsaðila á íslensku efnahagslífi mun hún styrkjast áfram. Vitnisburður um það er innreið erlendra fjárfesta á innlendan hlutabréfamarkað. Hagvöxtur er mikill og viðskiptaafgangur nemur 8% af landsframleiðslu. Nýjar kortaveltutölur sýna hóflegan vöxt einkaneyslu. Þrátt fyrir mikinn vöxt óskuldsettrar einkaneyslu á árinu 2016 er hún í sögulegu lágmarki, sem hlutfall af VLF, og hefur það hlutfall ekki verið lægra frá árinu 1949. Þá eru fjárfestingar í sögulegu meðaltali þrátt fyrir mikla uppsafnaða fjárfestingaþörf. Áframhaldandi hátt vaxtastig og meðfylgjandi ofurstyrkur krónunnar mun grafa undan efnahagslegum stöðugleika. Ytri staða þjóðarbúsins er mjög góð og hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Sterkir straumar erlends fjármagns renna inn í efnahagslífið og það skapar svigrúm til vaxtalækkunar. Þótt meginmarkmið Seðlabankans séu lág og stöðug verðbólga er hlutverk hans einnig að stuðla að fjármálastöðugleika, en í því hlýtur að felast að hann sporni gegn óhóflegum efnahagssveiflum. Rök Seðlabankans fyrir miklum vaxtamun gagnvart útlöndum gætu hugsanlega verið að samhliða losun hafta þurfi munurinn að vera mikill til að sporna gegn útflæði fjármagns. En vaxtamunurinn er allt of mikill og ýtir undir innflæði erlends fjármagns og styrkingu krónunnar. Atvinnulífið leggur áherslu á þessi málefnalegu rök. Vonbrigðin með óbreytta stýrivexti eru veruleg.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SAAlmar Guðmundsson framkvæmdastjóri SIHelga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAFHeiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFSAndrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar